Feykir


Feykir - 29.08.2013, Page 8

Feykir - 29.08.2013, Page 8
8 Feykir 32/2013 „Við getum lært svo margt af ykkur í Skagafirði“ Simonetta Melinelli frá Ítalíu kynnti sér atvinnuúrræði fyrir ungt fólk Auk þess að vera kennari starfar Simonetta við miðstöð starfs- náms (Vocational Training Department) sem skipuleggur ólaunað starfsnám á sumrin. Sextíu sveitarfélög með saman- lagt 325 þúsund íbúa standa að miðstöðinni. Sjálf kemur hún frá bænum Viterbo sem er frekar stór bær með um 60 þúsund íbúa. Þar er mikið atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks. Ásamt þessum störfum hefur Simonetta verið tileinki sér góð vinnubrögð. Það gefur þeim líka tækifæri til að öðlast nýja færni og þjálfa þá færni sem fyrir er,“ segir Simonetta. Á tveimur og hálfri viku hefur Simonetta skoðað margt en þrátt fyrir að yfirferðin væri mikil telja hún og Þorvaldur að tíminn hafi nægt til að skoða og kynna sér innviði sveitar- félags af þeirri stærðargráðu sem Skagafjörður er. Útlit er fyrir að í framhaldinu verði umtalsverð tengsl milli Sauðár- króks og Viterbo. Simonetta sér ýmsa aðra möguleika á samstarfsverkefnum og nefnir m.a. barokktónlist, en slíkar tónlistarhátíðir eru haldnar árlega á Hólum í Hjaltadal og einnig á hennar heimaslóðum. Eru þau Þorvaldur sammála um að möguleikarnir og hug- myndirnar séu óteljandi. Í ferðinni hefur Simonetta fengið margar hugmyndir um hvernig sveitarfélög í hennar heimalandi geta eflt þjónustu á ýmsum sviðum, ekki síst þjónustu við fatlaða, börn og eldri borgara. „Við þurfum alltaf að reyna að gera betur við okkur viðkvæmustu borgara,“ segir hún. Einnig vakti Farskólinn, sem er miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, athygli hennar. Aðgang að námi á heimaslóð segir hún ekki eins góðan eins og hér, fólk þurfi oftast að flytja búferlum til að sækja nám við hæfi. Þá kynnti hún sér sjálfsmatskerfið Gæðagreinar, sem er að skoskri fyrirmynd og er notað í skólastarfi grunn- skólanna í Skagafirði. FAB- LAB vakti líka áhuga Simonettu, en hún segir ný- sköpunarmiðstöðvar finnast annars staðar á Ítalíu en ekki í sínu heimahéraði. Hún nefnir líka sérstaklega áhrifamátt kvenna, og telur íslenskar konur mjög virkar í atvinnulífi og karlmennina viljuga til að taka á sig skyldur sem snúa að heimili og börnum. Auk þess að hrífast af því sem verið var að skoða naut Simonetta landsins og náttúrunnar, fjall- anna, hveranna og siglinganna sem hún fór í. Öllu þessu mun Simonetta reyna að koma á framfæri við ráðamenn í sínum heimabæ með myndbandi sem hún hefur unnið að í ferðinni og segir að margt megi læra af því hvernig hlutirnir eru gerðir í Skagafirði. Myndbandið verð- ur einnig aðgengilegt fyrir Skagfirðinga og aðra áhuga- sama gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Aðspurð segir Simonetta alltaf erfitt að innleiða nýjar hugmyndir, maður verði að trúa á þær og og halda þeim til streitu og það ætlar hún að gera með ýmsum aðferðum, svo sem ráðstefnu, viðtölum, skýrslum og fleiru. Þannig vonast hún til að vekja alla vega áhuga einhverra sem hafa áhrif og segist vön því gegnum kennslustarfið að fá aðra til að hlusta á það sem hún hefur að segja. Áformuð er ráðstefna á Ítalíu í september, þar sem ýmsir fulltrúar vinnu- málastofnana og sveitarfélaga og aðrir sem koma að atvinnu- málum ungs fólks munu sitja og þangað munu 1-2 fulltrúar frá Skagafirði fara og taka þátt. Simonetta fylgdi ungmenn- um sem voru að aðstoða við Sumar-T.Í.M. í störfum sínum. Hreifst hún mjög af fjölbreyttu framboði námskeiða þar sem ungmenni aðstoða yngri krakka og þjálfa um leið eigin færni og jafnvel spreyta sig á því sem þau langar að starfa við í framtíðinni. Einnig fannst henni til fyrirmyndar að láta þau spreyta sig á störfum með leikskólabörnum, öldruðum og fötluðum. Það sem Simonetta telur að íslenskir unglingar gætu helst lært af ítölskum jafnöldrum sínum er að vera opnari og kynnast auðveldlega öðru fólki. Telur hún að það gætu orðið eins konar hliðaráhrif af verkefninu. „Ef til vill er það karaktereinkenni hjá okkur, við erum mjög félagslynd og opin og sýnum auðveldlega tilfinn- ingar. Unglingunum sem ég hitti hér fannst ég stundum barnaleg þegar ég sýndi hrifningu mína og tilfinningar á því sem við vorum að gera. Þegar maður er ánægður með eitthvað á maður að láta alla vita af því,“ segir Simonetta. Simonetta útskýrir að Europe 20/20 séu ung- mennaskipti sem felist í að fara á milli landa og læra af menn-ingu annarra, að víkka út hugann eins og hún orðar það, en Stretch the mind var einmitt nafnið sem María Björk valdi á samstarfs- verkefnið á sínum tíma. Áhersla er á að öðlast nýjan fróðleik úr ólíkri menningu. „Því ólíkara sem fólk er, því meira geturðu lært af því. Það er kannski erfiðara, af því þið deilið ekki sama uppruna, en það getur að sama skapi verið mjög áhugavert,“ sagði Simonetta að lokum. /KSE Simonetta Melinelli, kennari frá Ítalíu, heimsótti nýlega sveitarfélagið Skagafjörð í því skyni að kynna sér hvernig staðið er að atvinnu- úrræðum fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára. Einnig kynnti hún sér fleiri svið í starfsemi sveitarfélagsins, svo sem öldrunarþjónustu og þjónustu við fatlaða. Simonetta segir margt mega læra af heimsókninni og að á þessum sviðum standi Skagafjörður hennar heimabæ, Viterbo á Norður-Ítalíu, mun framar. Blaðamaður hitti Simonettu og Þorvald Gröndal hjá Húsi frítímans daginn áður en Simonetta sneri aftur heim, uppfull af hugmyndum sem hún hefur áhuga á að innleiða þegar heim er komið. Sumar-TÍM var meðal þess sem Simonetta kynntist í heimsókn sinni. verkefnastjóri og tekið þátt í ýmsum evrópskum verkefnum. Heimsókn Simonettu er hluti af verkefni innan Evrópu unga fólksins. Hún segir forsöguna vera þá að hún og María Björk Ingvadóttir, sviðsstjóri hjá sveitarfélaginu, hafi hist á ráðstefnu á vegum Youth in Action á Írlandi í september 2012. Simonetta hreifst af atvinnuúrræðum fyrir ungt fólk sem María Björk sagði frá á ráðstefnunni, en þar kom fram að hér væru um 98% ungs fólks í launuðum störfum yfir sumarið. Fannst henni sú reynsla sem María Björk greindi frá vera mikilvæg og góð leið til að kenna ungu fólki að vinna og öðlast nýja færni og virka hvetjandi fyrir þau. „Mér fannst það áhugavert og hafa mikið forvarnargildi að sveitarfélagið skuli útvega ung- mennum vinnu. Ef þau eru atvinnulaus eru þau mikið ein heima og fara að láta sér leiðast á daginn. Þá er meiri hætta á að þau leiðist út í óreglu. Það að hafa vinnu eykur líka sjálfstraust þeirra og gefur þeim ákveðna von til framtíðar. Því fyrr sem þau kynnast því að vinna í hefðbundnu vinnuumhverfi, því meiri líkur eru á að þau Þorvaldur Gröndal forstöðumaður Húss frítímans og Simonetta Melinelli.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.