Feykir - 21.11.2013, Blaðsíða 5
44/2013 Feykir 5
Fátt er skemmtilegra en að
slíta sig frá amstri hversdags-
ins (og misleiðinlegri
sjónvarpsdagskrá) eina
kvöldstund og hlæja í
leikhúsi. Undirrituð skellti sér
á frumsýningu á „Sorrý ég
svaf hjá systur þinni,“ í
uppsetningu leikfélags NFNV
og leikstjórn Guðbrands Ægis
Ásbjörnssonar. Skemmst er
frá að segja að sýningin var
hverrar krónu virði og gaman
að sjá hversu vel allt small
saman. Sjálf er ég ein af þeim
sem hef gaman af
„gelgjumyndum“ og höfðaði
þetta verk, sem er skrifað af
ungmennum um vandamál
unglingsáranna, ágætlega
til mín.
Í stuttu máli fjallar verkið um
systkini sem flytjast á mölina
og gæti gerst hvort heldur sem
er í nútíma eða fyrir fáeinum
áratugum. Þau kljást við
hefðbundin vandamál ungl-
ingsáranna en lenda hvort í
sínum vinahópnum, þar sem
mismunandi lögmál ráða
ríkjum. Auk töffaranna og
„gothanna“ má líka finna
nördahóp í skólanum og fjallar
verkið einkum um samskipti
þessara ólíku hópa og
unglingsástir, auk þess sem
fjölskylda systkinanna kemur
við sögu. Sagan sem slík er
nokkuð sannfærandi og hefur
verið staðfærð í skagfirskt
umhverfi, auk þess sem manni
skilst að orðbragðið hafi verið
snurfusað svo hæfði betur
öllum aldurshópum. Að mínu
mati geta allir aldurshópar haft
gaman af.
Leikstjóranum, sem er
reynslubolti á sínu sviði, hefur
lánast vel að ná því besta út úr
hverjum og einum og á það
ekki síst við um aukahlutverkin,
sem buðu mörg hver upp á
skemmtilega karaktera. Þó
erfitt sé að velja úr þá má ég til
með að nefna sérstaklega
Iðunni Helgadóttur í hlutverki
ljóskunnar Höllu, Jóndísi Ingu
Hinriksdóttur í hlutverki
ömmunnar, Stellu Dröfn
Bjarnadóttur í hlutverki Höllu,
Inga Svein Jóhannsson í
hlutverki Sindra „goth“ og
Elínu Önnu Olsen í hlutverki
nördsins Dagbjartar. Í aðal-
hlutverkunum fjórum gæti ég
trúað um vant fólk að ræða,
sem skilaði sínu með prýði.
Margir fleiri sýndu frábæra
takta og kæmi mér ekki á óvart
þó við ættum eftir að sjá margt
af þessu unga fólki oftar á sviði.
Það var líka sérstaklega
ánægjulegt að langflestir voru
mjög skýrmæltir og töluðu á
hæfilegum hraða.
Svona til að setja sig í
stellingar gagnrýnandans, þá
var kannski helst að manni
væri farið að blöskra einhæft
og kolvetnaríkt matarræði fjöl-
skyldunnar, en kannski var það
partur af gríninu. Þá truflar það
mig dálítið þegar leikarar eru
ekki í skóm, en það kann að
eiga sér einhverjar skýringar
líka. Það sem uppúr stóð var sú
löngun að vera orðin átján aftur
og taka þátt í sýningunni, sem
minnti á gamla og góða tíma í
Bifröst með leikklúbbi NFNV.
Það er einmitt ánægjulegt að
aftur skuli vera kosið að setja
upp sýningar í Bifröst og var
það að skilja á leikstjóra að það
kæmi sér vel fyrir skipulag
skólastarfsins, auk þess sem í
Bifröst er góð aðstaða og allt til
staðar. Óneitanlega er leik-
hússtemmingin þar meiri
heldur en á sal skólans.
Hönnun leikmyndar og
lýsing var einnig í höndum
leikstjórans og þar tókst vel til
að gera einfalda og hlutlausa
leikmynd sem auðvelt var að
skipta á milli, enda um mörg
stutt atriði, -og eiginlega sketsa
á köflum- að ræða. Lýsingin
þjónaði vel sínu hlutverki og
létt tónlist þar sem textarnir
tengdust atriðunum komu líka
ágætlega út og héldu stemm-
ingunni á meðan skiptingar
fóru fram. Vinna hljóð-, ljósa-
og sviðsmanna virtist líka
ganga snuðrulaust fyrir sig,
sem er sérlega mikilvægt þegar
um tíðar skiptingar er að ræða.
Það er líka ástæða til að
hrósa fyrir búninga, leikmuni,
hár og förðun, allt var þetta
sannfærandi og hæfði tíman-
um og persónunum vel.
Sömuleiðis tókst vel til með
ljósmyndir, leiksskrá og
veggspjald, allt skiptir þetta
máli í heildarmyndinni. Það er
líka gaman að geta sagt frá því
að allt er þetta unnið af nem-
endum sjálfum, undir dyggri
stjórn leikstjóra.
Stundum er fjölmiðlaum-
fjöllun á þann veg að æska
landsins sé á vonarvöl og
framtíðin því lítilfjörleg að því
er virðist. Kvöldstund með
skagfirskum og húnvetnskum
ungmennum, sem hafa kosið
að verja tíma sínum í upp-
byggilegt menningarstarf, blæs
manni hins vegar bjartsýni í
brjóst.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Skemmtileg kvöldstund
Leikhópur NFNV :: Sorrý, ég svaf hjá systur þinni
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport
Körfubolti karla :: Hamar - Tindastóll 73-94
Enn einn öruggur sigur
Tindastólsmenn léku við
Hamar í Hveragerði í 1. deild
karla í körfubolta sl. fimmtu-
dag og fóru glaðbeittir heim
á Krók með stigin tvö.
Lokatölur 73-94.
Stigahæstur í liði Tindastóls
var Antoine Proctor með 21
stig en hann hirti einnig níu
varnarfráköst. Ellefu af stigum
Proctors voru af vítalínunni. Þá
var Flake öflugur með 20 stig
og 11 fráköst og Helgi Margeirs
var með 19 stig. Tindastóll
gerði 32 stig úr vítum í 42
tilraunum en heimamenn
fengu aðeins 20 víti og skoruðu
úr 14. Stigahæstur heimamanna
í Hamri var Danero Thomas
sem gerði 25 stig
Stig Tindastóls: Proctor 21, Flake 20,
Helgi Margeirs 19, Helgi Viggós 13,
Pétur 9, Sigurður 5, Páll 3 og Ingvi
Rafn og Ingimar 2 hvor.
Næsti leikur Stólanna verður
háður á morgun er þeir
mæta ÍA í Síkinu og hefst
leikurinn kl. 19:15. /ÓAB
Sigruðu í fjórum greinum
Átjándu Silfurleikar ÍR voru
haldnir í Laugardalshöllinni
í Reykjavík laugardaginn
16. nóvember sl. og var
metþátttaka. Leikarnir eru
haldnir árlega til heiðurs
Vilhjálmi Einarssyni og
silfurverðlaunum hans í
þrístökki á Ólympíuleik-
unum 1956.
Alls kepptu nú 772 börn og
unglingar, 17 ára og yngri, frá
29 félögum og samböndum,
víðsvegar að af landinu.
Á heimasíðu Tindastóls
segir að árangur Skagfirðinga
hafi verið glæsileikur á leik-
unum en þar unnust sigrar í
fjórum greinum en alls stigu
þeir tólf sinnum á verð-
launapall.
Fríða Ísabel Friðriksdóttir
(15) sigraði í þrístökki og 60m
grindahlaupi, varð í 2. sæti í
60m og 3. sæti í 200m.
Þorgerður Bettína Friðriks-
dóttir (16-17) sigraði í 60m
grindahlaupi, varð í 2. sæti í
60m og 3. sæti í 200m.
Guðný Rúna Vésteinsdóttir
(11) sigraði í kúluvarpi.
Sveinbjörn Óli Svavarsson
(16-17) varð í 2. sæti í 60m
grindahlaupi og 3. sæti í 60m.
Vésteinn Karl Vésteinsson
(14) varð í 2. sæti í kúluvarpi.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir
(16-17) varð í 3. sæti í
hástökki. /PF
Skagfirðingar góðir á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum
Körfubolti kvenna :: Stjarnan - Tindastóll 62-70
Fyrstar til að leggja Stjörnuna
Stúlkurnar í Tindastóli urðu
sl. laugardag fyrsta liðið í 1.
deild kvenna til þess að vinna
sigur á Stjörnunni. Liðin
áttust við í Ásgarði í Garðabæ
þar sem Tindastóll fór með
62-70 sigur af hólmi eftir
æsispennandi og
dramatískan leik.
Stjarnan hafði yfirhöndina
framan af leik og komst í 31-20
í 2. leikhluta en Tindastóll
skoraði sjö síðustu stig hálf-
leiksins og minnkaði muninn í
eitt stig, 33-32.
Spilandi þjálfari Tindastóls-
liðsins, Tashawna Higgins, tók
yfir í seinni hálfleiknum þar
sem hún var með 20 stig, 8
fráköst og 9 stolna. Endaði með
fernu; gerði 32 stig, tók 14
fráköst, stal 13 boltum og
fiskaði 10 villur og geri aðrir
betur.
Linda Þórdís Róbertsdóttir
var frábær í fyrri hálfeik og
endaði leikinn með 12 stig og
10 fráköst og þá áttu Þóranna
Ósk Sigurjónsdóttir (10 stig) og
Bríet Lilja Sigurðardóttir (11
stig, 5 fráköst og 5 stoðs.) fínan
leik.
Með sigrinum komst lið
Tindastóls í fjórða sæti 1.
deildar en stelpurnar hafa leikið
fimm leiki, sigrað í þremur en
tapað tveimur. /ÓAB
Tashawna Higgins var með 32 stig og 14
fráköst gegn Stjörnunni.