Feykir - 21.11.2013, Side 6
6 Feykir 44/2013
( ÍÞRÓTTAGARPUR ) palli@feykir.is
Björg Eva Steinþórsdóttir
Frábær árangur á
fyrsta bikarmótinu
Björg Eva Steinþórsdóttir á
Sauðárkróki keppti á sínu
fyrsta móti í Módelfitness fyrir
skömmu og náði þeim glæsilega
árangri að landa 4. sætinu í
sínum aldursflokki.
Björg Eva segist ótrúlega sátt
með árangurinn sérstaklega
þar sem undirbúningurinn
hafi ekki verið langur en hún
ákvað að taka þátt rétt áður
en niðurskurður hófst svo þetta
fór fram úr björtustu vonum
hjá henni. Björg Eva er fædd
árið 1995 dóttir Höllu Tomma
og Steinþórs Steinþórssonar
Blöndhlíðings. Björg Eva er
Íþróttagarpur Feykis.
Íþróttagrein -Módelfitness – eða
Bikinifitness eins og það er kallað
úti.
Íþróttafélag/félög: -Keppi nú
reyndar bara sem einstaklingur,
en alþjóðasambandið sem ég
keppi innan er IFBB
Helstu íþróttaafrek: -4. sæti á
mínu fyrsta bikarmóti.
Skemmtilegasta augnablikið:
-Þegar ég fékk að heyra að ég
hefði náð í top 6 á bikarmótinu.
Neyðarlegasta atvikið: -Þau eru
svo mörg. Nýlega bankaði ég upp
á hjá manni sem keypti af mér
klósettpappír í fjáröflun, hann
kom til dyra - að sjálfsögðu með
öll börnin sín með sér - og ég var
varla búin að kveðja þegar ég
flaug á hausinn á tröppunum hjá
honum. Just my luck!
Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég
trúi á það að liðnir ástvinir passi
upp á okkur, ætli það flokkist ekki
undir hjátrú. Svo er alveg bókað
mál að það er búálfur heima sem
felur dótið mitt!
Uppáhalds íþróttamaður?
-Úff.. held ég verði að segja
bæði Nathalia Melo og Ashley
Kaltwasser.
Ef þú mættir velja þér
andstæðing, hver myndi það
vera og í hvaða grein mynduð þið
spreyta ykkur? -Væri til í að taka
Ísak, kærastann minn, í Sing Star.
Hvernig myndir þú lýsa þeirri
rimmu? -Það væri allavega ekki
leiðinlegt að fylgjast með því!
Helsta afrek fyrir utan
íþróttirnar? -Þegar ég og nokkrar
aðrar stelpur unnum Bodypaint á
busaárinu, það var gott móment.
Lífsmottó: -Memento mori... Erfitt
að útskýra það á íslensku en þýðir
í rauninni: mundu að við erum
dauðleg.
Helsta fyrirmynd í lífinu: -Vá, ég
gæti nefnt svo ótrúlega marga ...
í sportinu væri það líklega Margrét
Edda Gnarr sem er fyrsti IFBB
atvinnumaður okkar Íslendinga.
Svo er alveg rosalega mikið af
duglegu og sterku fólki í kring um
mig sem hefur barist við erfiða
sjúkdóma, andlega og líkamlega.
Sum þeirra unnu, önnur ekki. Ég
dáist að þessu fólki. Ætli ég verði
ekki að nefna elsku vinkonu mína
hana Hörpu Lind, hún er alveg
klárlega ein af þeim.
Hvað er verið að gera þessa
dagana? -Ég er bara svona að
starta rútínunni aftur eftir mót, og
svo bara nóg að gera í skóla og
vinnu.
Hvað er framundan? -Massa
prófin í desember og byrja í
uppbyggingu ... já og hver veit
nema ég byrji svo í janúar í
niðurskurði fyrir Íslandsmótið um
páskana.
Mynd: Raggi H. ljósmyndun
„Tækni og verkmenntun
er það sem vantar
á Íslandi nú þegar
og í vaxandi mæli í
framtíðinni.“ „Framboð
á iðnmenntun er
ekki fullnægjandi
í skólakerfinu“.
Fullyrðingar sem
þessar heyrast gjarnan
þegar rætt er um
framhaldsmenntun
á Íslandi. Einnig er
mikið rætt um brottfall
eða brotthvarf úr
framhaldskólum og er
það einnig tengt nokkuð
við iðn- og verknám og
talið að brottfallið sé
ekki hvað minnst í þeim
greinum.
Mikill áhugi er á að breyta
stöðu iðn- og verknáms og
skapa því þann sess að
útskrifuðum nemendum
með starfsréttindi í hinum
ýmsu greinum megi
fjölga frá því sem nú er. Á
undanförnum árum hafa
verið gerðar athuganir,
haldnar ráðstefnur og
fundir, kynntar skýrslur og
skipaðar nefndir til þess að
vinna bráðan bug að því að
leysa þetta mál.
Stjórnmálamenn taka
vart til máls um menntun
öðruvísi en að mæla með
því að iðn- og verknámi
verði gert hærra undir höfði.
Lítið gerist og lítið þokast.
Staðreyndirnar tala sínu
máli, útskrifuðum nemum
fjölgar lítt og brotthvarf frá
námi heldur áfram. Fleiri
nefndir eru settar í málið og
fleiri fundnir haldnir. Menn
takast á um skýringar þar
sem sumir væna ríkisvaldið
og sveitarfélög um að tíma
Hörður Ríkharðsson á Blönduósi skrifar
Hugleiðing um iðn-,
verk- og tæknimenntun
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN kristin@feykir.is
aldrei að kosta því til sem
það raunverulega kostar
að skapa aðstöðu og
forsendur fyrir nútímalegt
og gott iðn-, verk- og
tækninám.
Sumir segja að það
nám sem er í boði sé
úrelt, staðnað, veki ekki
áhuga hjá ungu fólki
og fylgi ekki tækni og
verklagsbreytingum sem
orðið hafa í iðngreinum.
Enn aðrir segja að
störf sem þessi veki
einfaldlega ekki áhuga
ungs fólks, unga fólkið
hafi meiri áhuga á ýmsu
sem tengist bóklegu
námi eða menningar- og
listageiranum frekar en
iðngreinum.
Líklegt er að allar þessar
skýringar eigi við að
einhverju leyti en ég ætla
að leyfa mér að bæta
við skýringaflóruna eða
kannski frekar hnykkja
á einu atriði. Íslenskt
samfélag í heild sinni
er afar bóknámssinnað
samfélag. Alltof oft
styðjum við þá ímynd að
„helstu“ bóknámsskólar
landsins séu leiðandi
menntastofnanir „bestu
skólarnir“ og þar fari fram
„besta námið“ og þess
vegna hlýtur að leiða af
sjálfu sér að þeir sem
þangað komast séu svo
heppnir að eiga síðan kost
á besta háskólanáminu,
bestu störfunum og besta
lífinu.
Við höfum tilhneigingu
til að líta á aðra skóla
sem síðri, annað nám
en bóknámið sem síðra
nám. Svo hart keppast
grunnskólanemar og
foreldrar þeirra við að
komast í þessa skóla
að þeir þurfa vart að líta
við nokkrum nemanda
með undir 8 í einkunn
úr grunnskóla. Það sem
þessir skólar eiga m.a.
sammerkt er að þar er
varla nokkru sinni lyft
verkfæri við nám né
nokkur hlutur smíðaður,
byggður, rafsoðinn,
sniðinn, saumaður,
teiknaður eða hannaður.
Þetta er alls ekki þessum
skólum að kenna né
nokkurn hlut við þá að
sakast í einu eða neinu.
Þessi staða er að stórum
hluta vegna viðhorfa okkar
þegnanna.
Við öll, þegnar þessa
lands, hvort heldur sem
foreldrar, kjósendur,
launþegar, skattgreiðendur
eða í hvaða öðru hlutverki
sem við kjósum að líta á
okkur verðum að skoða
okkar eigin viðhorf í þessu
máli. Við verðum að skapa
viðhorfsbreytingu með
því að tala jákvætt um
gildi iðn og verknáms. Við
verðum að halda því á
lofti að góð verkþekking
er grundvallaratriði
öflugs atvinnulífs og
hluti af menningu hvers
samfélags.
Allir verða að vera með-
vitaðir um að verkmenntun
lokar engum dyrum á
bóknám og ýmsir verk-
fræðingar og hönnuðir
skapa sér sess vegna þess
að þeir standa styrkum
fótum í verklegri hefð.
Tökum höndum saman
hvar sem við komum
saman; á foreldrafundum,
íþróttamótum, fermingar-
veislum, vinnustöðum og
hvar sem er í samfélaginu
og tölum jákvætt um
iðn,verk og tæknimenntun
og breytum viðhorfum.
- - - - -
Ég skora á Ásdísi
Ýr Arnardóttur,
umsjónarmann dreifnáms
á Blönduósi að lyfta
penna næst.
Fagnar 80 ára afmæli
Hestamannafélagið Léttfeti varð 80 ára þann
13. apríl síðastliðinn og ætlar í tilefni af því að
bjóða til afmælisfagnaðar næstkomandi
laugardagskvöld í Tjarnarbæ.
Að sögn Sigfúsar Snorrasonar formanns
skemmtinefndar verður boðið upp á kaffi og
kökur og létta dagskrá og hvetur hann félagsmenn
til að fjölmenna og skemmta sér saman. Húsið
opnar 19:30 en dagskrá hefst kl. 20:00.
Fréttablaðið Feykir óskar Léttafetamönnum
hjartanlega til hamingju með áfangann og mun
hér eftir sem hingað til fylgjast af áhuga með
afrekum þeirra á sviði hestaíþróttanna. /PF
Hestamannafélagið Léttfeti