Feykir


Feykir - 20.04.2016, Side 2

Feykir - 20.04.2016, Side 2
2 15/2016 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Auglýsingasöfnun: Sigríður Garðarsdóttir – siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tbl með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Feykir lengi lifi! Við á Norðurlandi vestra státum af einu elsta héraðsfréttablaði landsins en þann 10. apríl síðastliðinn voru 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Óslitið síðan hafa verið fluttar fréttir og frásagnir af mannlífi landshlutans. Það hefur verið gaman að rýna í gömul Feykisblöð undanfarna daga og rekast á kunnugleg andlit á ýmsum aldurs- stigum, í eldri árgöngun- um má sjá ýmis tilbrigði tískunnar - túberaða toppa eða sítt að aftan - en í þeim yngri hafa kannski bæst við nokkur grá hár. Ég rakst líka á eina mynd af nýfæddum dreng á fæð- ingastofunni fyrir um 15 árum sem sat svo fyrir á forsíðu Fermingablaðs Feykis í fyrra. Fyrir mitt leyti þá er það einmitt viðmót barna við Feyki sem mér þykir einna vænst um í þessu starfi og dásamlegt þegar ég mæti einhversstaðar með myndavélina og heyri útundan mér: „Feykir er kominn!!“ Þetta er einmitt fjársjóðurinn sem Feykir er, auk þess að vera fjölmiðill sem vekur forvitni og ánægju á líðandi stundu þá heldur hann utan um og varðveitir sögu fólksins á svæðinu. Þær hafa verið margar skemmtilegar stundirnar við mín störf hjá Feyki, eftirminnilegir viðmælendur og ekki síst samstarfsfólkið þar sem alltaf hefur verið góður andi og stutt í glensið. Til dæmis á meðfylgjandi mynd þar sem við Palli, sem þá var ritstjóri, pósum á bolludaginn og Óli Arnar myndaði af mikilli snilli og setti á fésið. Myndin vakti mikla kátínu og þá orti sr. Hjálmar Jónsson, einn stofnenda blaðsins, svo eftirminnilega: Sauðkrækingar brauðin baka og bollur sínar alla vega. Páll og Berglind bæði taka bolludaginn alvarlega. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki heyrt um Feyki áður en ég kynntist mínum manni en ég er tengdadóttir Skagafjarðar, eins og það kallast, og kem hingað norður úr borginni. En ég minnist þess, áður en við fluttum hingað norður, þegar við heimsóttum tengdó - að ég varð fljótlega vör við hvaða sess Feykir skipaði þar. Blöðunum var aldrei hent og brottfluttu systkinin kepptust um að fá að vera fyrst til að lesa blaðið. Ótal samskonar sögur hef ég fengið að heyra af öðrum heimilum síðan ég byrjaði hjá Feyki, að blöðunum er safnað saman, jafnvel í sumum tilfellum bundin inn, þau ganga mann af manni og eru lesin í ræmur. Svona sögur hlýja manni um hjartarætur. Þær segja manni að ekki bara sé fólki annt um blaðið heldur er því annt um samfélagið sitt. Fyrir þetta afmælisblað stefndum við saman stofnendum blaðs- ins og fengum við Kristín samstarfskona mín að hlusta á sögur nokkurra stofnendanna, og er sumum sögunum gerð skil á opnu blaðsins. Það að stofna héraðsfréttablað var ekki auðveld fæðing, þetta var hark og hörkuvinna, en allt vel þess virði að mér heyrðist, þar sem blaðið lifir enn í dag. Útgáfustarfsemi hefur átt undir högg að sækja um land allt undanfarin ár, sérstaklega eftir „bankahrunið“ svokallaða og fór Feykir ekki varhluta af því. En það er ánægjulegt að segja frá því að undanfarna mánuði höfum við fundið fyrir auknum byr og áskrifendum hefur farið fjölgandi. Að halda úti blaði er ekki gert í gróðravon en með stuðningi samfélagsins og áskrifendanna dafnar blaðið. Feykir lengi lifi - húrra, húrra, húrra! Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fáðu þér áskrift! Einungis 2.120 kr. fyrir fjögur blöð á mánuði, stútfull af efni frá Norðurlandi vestra. Áskriftarsími er 455 7171, einnig hægt að gerast áskrifandi inn á feykir.is eða senda beiðni á feykir@feykir.is Brakandi ferskur Feykir í 35 ár Fáðu ferskan og flottan Feyki inn um bréfalúgunaí hverri viku Þú gerist áskrifandi í þrjá mánuði og færð 1 mánuð frían. Eftir þrjá mánuði hringir þú og lætur vita ef þú vilt hætta. Afmælisáskriftar- tilboð Feykir er eitt af elstu starfandi svæðisfréttablöðum landsins í dag en það kom fyrst út árið 1981. Blaðið kemur út vikulega. Feykir er stútfullur af fréttum, viðtölum og allskonar bráðhollri afþreyingu sem gefur öllum Norðvestlendingum nær og fjær hressandi innspýtingu í dagsins önn. Landstólpinn kom í hlut Álftagerðis- bræðra og Stefáns Gíslasonar Ársfundur Byggðastofnunar síðastliðinn föstudag Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í Miðgarði sl. föstudag. Á fundinum var m.a. tilkynnt um nýja stjórn Byggðastofnunar, Landstólp- inn afhentur, veittir styrkir úr byggðarannsóknasjóði og kynntar niðurstöður verkefna í byggðaáætlun. Áskoranir og aðgerðir í byggðamálum voru megininn- takið í ræðu sem Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flutti á fundinum. Einnig flutti Herdís Á. Sæmundardóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar ræðu þar sem fram kom að gefin hefði verið heimild til að hefja bygg- ingu húss fyrir starfsemi stofn- unarinnar á Sauðárkróki. Á fundinum fór Julien Grun- felder, sérfræðingur hjá Nord- regio, yfir skýrslu sem kom út í febrúar sl. og fjallaði meðal annars um sérstöðu Íslands samanborið við hin norrænu löndin. Nýja stjórn Byggðastofnunar skipa þau Herdís Á. Sæmundar- dóttir formaður, Einar E. Ein- arsson varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturlu- dóttir, Karl Björnsson, Oddný María Gunnarsdóttir og Sig- ríður Jóhannesdóttir. Kynnt voru þrjú verkefni í byggðaáætlun. Var þar um að ræða niðurstöður þjónustu- könnunar á Norðurlandi vestra, greiningarvinnu Nordregio og Byggðastofnunar um aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi og gögn Hagstofu Íslands um þró- un atvinnutekna eftir atvinnu- Anna Lea Gestsdóttir, Ingibjörg Sigfúsdóttir og Sigríður Þorgrímsdóttir. Þær Anna Lea og Sigríður hafa veg og vanda af verkefninu Landstólpinn en Ingibjörg tók við viðurkenningunni fyrir hönd Álftagerðisbræðra og Stefáns Gíslasonar. MYND: BYGGÐAST. greinum og landsvæðum 2008- 2015. Þá var úthlutun úr Byggða- rannsóknasjóði kynnt á fund- inum. Sjóðurinn var stofnaður haustið 2014 og er fjármagnaður af fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá Byggðastofn- un. Til úthlutunar eru 10 mill- jónir króna. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í lok janúar og umsóknarfrestur rann út þann 6. mars. Alls bárust 15 umsóknir, samtals að upphæð 48,4 milljónir króna. Umsókn- irnar voru afar fjölbreyttar og uppfylltu flestar skilyrði sjóðsins. Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla, hagnýtt gildi framtíðar- fræða við byggðaþróun, fjarbúar og fasteignamarkaður á lands- byggðunum og vinnusóknar- mynstur og vinnusóknarsvæði á Norðurlandi eru þau verkefni sem stjórn Byggðarannsókna- sjóðs ákvað að styrkja árið 2016. Nánar má lesa um verkefnin á heimasíðu Byggðastofnunar. Einnig var samfélagsviður- kenning Byggðastofnunar, Land- stólpinn, afhent í sjötta sinn. Að venju bárust fjölmargar tilnefningar víðsvegar að af landinu. Viðurkenningin kom að þessu sinni í hlut Álfta- gerðisbræðra og Stefáns Gísla- sonar, listræns stjórnanda þeirra. /KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.