Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 12
12 15/2016
Ari Jóhann Sigurðsson
í Varmahlíð var ritstjóri
Feykis á árunum 1987-
1988. Ýmsar breytingar
áttu sér stað í stjórnartíð
hans, meðal annars fór
Feykir úr því að koma út
á hálfsmánaðar fresti í
vikublað. Á því tímabili
var jafnframt birtur fyrsti
hagyrðingaþáttur Feykis,
í umsjón Guðmundar
Valtýssonar, og hefur hann
verið fastur liður í blaðinu
alla tíð síðan en þáttur 662
var birtur í síðustu viku.
Hvernig kom það til að þú
varðst ritstjóri Feykis og hve
lengi sinntir þú því starfi?
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
-Einhvern tímann eftir miðja
síðustu öld, það er svo langt
síðan að maður þarf að kafa
djúpt til að muna. Starfið var
auglýst og ég sótti um, man nú
ekki einu sinni hvort það voru
einhverjir aðrir umsækjendur,
en hvað um það, ég var ráðinn.
Var þetta ekki 1987 eða 1988, jú
held það, og vann við blaðið í
tvö ár held ég.
Þetta lagðist mjög vel í mig,
en það voru breytingar í
farvatninu. Þeim fylgdu
Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin
Ari Jóhann Sigurðsson ritstjóri 1987-1988
Ari Jóhann. MYND: ÚR EINKASAFNI
Fingraförin ennþá ljós-
lifandi á síðum blaðsins
vaxtaverkir sem maður sá ekki
fyrir. Þannig var að fram að
þessu hafði Feykir verið gefin út
hálfsmánaðarlega en fljótlega
var farið að ræða um að gefa
blaðið út vikulega. Vikuleg
útgáfa kallaði á aukna vinnu,
ekki síst við auglýsingasöfnun.
Þá var einnig farið út í aukna
fréttaöflun í Húnavatnssýsl-
unum. Maður lagði mikla
vinnu í þetta á þessum tíma,
tölvur voru komnar skrifstofuna
en samt var heilmikið unnið á
ritvél. Þetta var oft á tímum
erilsamt starf.
Fjörugar umræður og
pólitíkin oft ekki
langt undan
Fljótlega var komið að máli við
mig að það vantaði vísnaþátt í
blaðið. Sá sem kom með þessa
hugmynd var að sjálfsögðu
ráðinn til verksins. Guðmundur
Valtýsson hefur síðan séð um
þennan þátt til dagsins í dag.
Svona geta einfaldar ákvarðanir
sem teknar voru fyrir 28 árum
síðan ennþá haft áhrif á mann-
lífið og manns eigin fingraför
ennþá ljóslifandi á síðum
blaðsins.
Maður kynntist mörgum
einstaklingum á þessum tíma.
Náið samstarf var við starfs-
menn SÁST en þeir sáu um að
prenta blaðið. Rétt er að geta
þess að fyrir mína tíð var blaðið
prentað á Akureyri en fljótlega
eftir að ég tók við efldu SÁST
menn vélakost sinn og tóku að
sér prentun á blaðinu. Það var
mikill áfangi að flytja þá vinnu á
Krókinn og gerði prentsmiðj-
unni auðveldara að fjármagna
ný tæki til prentunar.
Ég hafði ætíð aðstoðarfólk á
skrifstofunni og á engan er
hallað þó ég geti sérstaklega um
Hauk heitinn Hafstað. Það voru
sérstök forréttindi að fá að
kynnast þeim merka manni.
Stjórnarfundir voru haldnir
reglulega í húsakynnum
blaðsins og eru þeir mjög
eftirminnilegir, þar kynntist
maður skemmtilegum karakt-
erum. Oft var pólitíkin ekki
langt undan og fjörugar
umræður um landsins gögn og
nauðsynjar einkenndu þessa
fundi. Þá voru einnig margir
sem lögðu leið sína á
skrifstofuna til að spjalla um
málefni líðandi stundar, enda
ætíð heitt á könnunni.
Óskum Feyki fréttablaði á Norðurlandi vestra
til hamingju með 35 ára afmælið
Megi blaðið vaxa og dafna
á komandi árum!