Feykir


Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 5

Feykir - 20.04.2016, Blaðsíða 5
15/2016 5 Feykir er eitt af elstu héraðsfréttablöðum landsins og á sér 35 ára samfellda útgáfusögu. Blaðamaður tók saman nokkrar vörður sem marka tímamót í útgáfusögu blaðsins. Nokkrar vörður í útgáfusögu Feykis Eitt elsta héraðsfréttablað landsins 35 ára SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 . . . 10. apríl 1981 Fyrsta tölublað Feykis gefið út. 2. maí 1981 Formlegur stofnfundur Feykis hf. Stofnfélagar voru 27 einstaklingar ásamt fyrirtækinu Loðskinn, sem lagði fram 10 þúsund krónur í hlutafé og var það langstærsta framlagið. September 1981 Baldur Hafstað tók til starfa sem ritstjóri. Blaðið fór að koma út hálfsmánaðarlega. ágúst 1982 Þorsteinn Broddason tók við ritstjórn Feykis. Desember 1982 Opnuð ritstjórnarskrifstofa að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki en fram að því hafði Feykir haft aðstöðu í gamla Bæjar- þingsalnum í sama húsi. Guðbrandur Magnússon ráðinn ritstjóri og við það færðist umbrotið í hans hendur en blaðið var áfram prentað í Dagsprent á Akureyri, eins og verið hafði frá upphafi.Júlí 1985 Hávar Sigurjónsson ráðinn ritstjóri, en hann hafði þá starfað í rúmlega ár sem blaðamaður hjá Feyki. Á sama tíma tók SÁST við uppsetningu blaðsins, en eigendur þess, þeir Guðni Friðriksson og Stefán Árnason, keyptu tölvusetningarbúnað Guðbrands Magnússonar. Janúar 1986 Jón Gauti Jónsson varð ritstjóri í hálfu starfi en Hermann Sæmundsson Sauðárkróki, Skúli Þórðarson, Hvammstanga og Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum í A-Hún. ráðnir til fréttaöflunar. Um þetta leyti fara eftirminnilegar skopmyndir eftir Húnvetninginn Guðráðs B. Jóhannsson að birtast í blaðinu. 1987 Ari Jóhann Sigurðsson ráðinn ritstjóri í janúar. Á sama tíma var Feykir gerður að vikublaði eins og staðið hafði til frá upphafi útgáfunnar. Vísnaþáttur undir stjórn Guðmundar Valtýssonar á Eiríksstöðum hefur göngu sína í apríl. Þátturinn er enn í blaðinu, alls hafa birst 662 þættir og njóta þeir mikilla vinsælda. Um sumarið var farið að prenta Feyki hjá SÁST á Sauðarkróki, en fram að því hafði blaðið verið prentað hjá Dagsprenti á Akureyri. júní 1988 Þórhallur Ásmundsson tók við ritstjórn Feykis og hefur starfað lengst allra ritstjóra til þessa eða 16 ár. Þórhallur sá jafnframt um rekstur hlutafélagsins Feykis hf. Október 2004 Árni Gunnarsson frá Flatatungu ráðinn ritstjóri Feykis. Fyrirtækið Hinir sömu, sem var í eigu Óla Arnars Brynjarssonar og Péturs Inga Björnssonar, tók við umbroti Feykis og aðstoðaði Árna við efnisskrif. Óli Arnar hefur sett blaðið upp síðan. Janúar 2005 Ljósmyndir í lit fara að sjást á síðum Feykis. Ágúst 2008 Vefurinn Feykir.is var formlega opnaður að viðstöddu fjölmenni á sýningunni Sveitasælu í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Janúar 2007 Guðný Jóhannesdóttir tók við ritstjórn Feykis og var hún fyrsta konan sem gegndi starfinu. Blaðið var um leið stækkað úr átta blaðsíðum í tólf. Nýprent tók við rekstrinum af Feyki hf. og hefur rekið blaðið síðan. Ágúst 2009 Heimasíðan Skagafjörður.com, sem Hinir sömu sf. höfðu haldið úti síðan árið 2000, sameinaðist Feykir.is á slóðinni Feykir.is. September 2011 Páll Friðriksson tók við ritstjórn Feykis, en hann hafði starfað sem blaðamaður frá vordögum 2010. janúar 2014 Berglind Þorsteinsdóttir ráðin ritstjóri Feykis, en hún hafði starfað sem blaðamaður frá því sumarið 2011. 2015 Ný fjögurra lita prentvél Nýprents tekin í notkun í apríl. Endurgerður vefur Feykir.is settur í loftið í september og í október hófst samstarf milli Feykis og Skottu film um þáttagerð fyrir FeykiTV. Árið 1984 kostaði blaðið 23 krónur í áskrift en 25 krónur í lausasölu „Feykir eignaðist aldrei ritvél, Sjúkrasamlag Sauðárkróks lánaði rafmagnsritvél þar til Guðbrandur Magnússon gerðist ritstjóri, hann var prentlærður og átti tölvu þar sem hægt var að setja og brjóta blaðið svo prentunin var það eina sem gert var á Akureyri.“ (48. tbl. 2005) Oddvitinn var lengi fastur liður í Feyki og átti ýmis spakmæli. Meðal annars þetta: „Það er vandratað milli skips og bryggju.“ Margir muna eftir gömlu svæðis-símanúm- erunum, Feykir hafði lengi númerið 95-5757 Á forsíðu fyrsta tölublaðs Feykis var ritstjórnar- stefnan birt í hnotskurn í þessari vísu: Menning eykur eflaust hér, er það veikum styrkur. Blaðið Feykir fréttir ber, forðast reyk og myrkur. 1997 Ritstjórn Feykis flyst úr gamla barnaskólanum við Aðalgötu að Ægisstíg 10. Í mars sama ár flyst prentsmiðjan í núverandi húsnæði að Borgarflöt 1 og nafni hennar var breytt í Hvítt&Svart. tímalína Feykir væntanlegur á Tímarit.is Samið við Landsbókasafn Íslands Feykir og Landsbókasafn Íslands hafa gert með sér samkomulag um að Feykir verði myndaður og varð- veittur á vefnum timarit.is. Þar með verður öllum tölublöðum Feykis frá upphafi komið á stafrænt form og blöðin gerð aðgengileg á vefnum, en vefurinn er notendum að kostnaðarlausu. Er þarna um að ræða mikla byltingu varðandi aðgengi að efni blaðsins. Gert er ráð fyrir að eftir að búið verður að koma eldri árgöngum inn á vefinn verði hver árgangur settur inn um ári eftir útgáfu. Vart þarf að tíunda heimilda- gildis Feykis fyrir Norðurland vestra enda hefur blaðið frá upphafi birt fréttir, frétta- tengdar umfjallanir, viðtöl, greinar frá lesendum, kveð- skap, ljósmyndir og fleira. Lauslega má áætla að þeir 35 árgangar sem eru að baki í útgáfunni spanni um 13 þúsund síður. Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að gera Feyki aðgengilegan á timarit.is og hyllir nú loks undir að það verði að veruleika. Standa vonir til að myndun eldri árganga verið lokið næsta haust. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra veitti þann 1. apríl sl. 300 þúsund króna styrk í verkefnið. /KSE Fyrsta fundarboðið Gömul skjöl færð Feyki Í 35 ára afmæli Feykis færði Jón Hjartarson Feyki nokkur merkileg skjöl frá fyrstu árum Feykis og fyrstu og einu fundargerðar- bók stjórnar hlutafélagsins Feykis. Meðal skjalanna mátti sjá fyrsta fundarboðið vegna stofnfundar hlutafélags um blaða- útgáfu á Sauðárkróki. Skjölin verða færð Héraðsskjalasafni Skagfirðinga til varðveislu. Guðráður teiknar Skemmtilegar skopmyndir Í Feykisblöðum á árunum 1986 og 1987 birtust gjarnan skop- myndir eftir húnvetnska listamanninn Guðráð B. Jóhannsson á Beinakeldu. Hér að neðan má sjá skopmynd sem Guðráður teiknaði af hreppsnefnd Blönduóss í 12. tölublað 1986.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.