Feykir


Feykir - 20.04.2016, Side 14

Feykir - 20.04.2016, Side 14
14 15/2016 Velkomin á Sæluviku Skagfirðinga 2016! Sæluvika Skagfirðinga verður að þessu sinni sett sunnudaginn 24. apríl kl. 14 í Safnahúsi Skagfirðinga. Þar verður glæsileg setningarathöfn og flutt ávörp, leikin tónlist, úrslit kynnt í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga, myndlistarsýning opnuð og síðast en ekki síst verða afhent fyrstu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Í Sæluviku Skagfirðinga rekur hver viðburðurinn annan og má þar nefna leiksýningar, myndlistarsýningar, tónleika, kvikmyndasýningar og bílabíó, dansleiki, kaffihlaðborð, kaffihúsakvöld, bókamarkað, opnar vinnustofur, kirkjukvöld, bingó, ísbað, sundmót, fræðslufundi, kynningar á starfsemi viðbragsaðila og félagasamtaka, Ísmanninn 2016, veitingahlaðborð og –tilboð, flóamarkað, hátíðardagskrá stéttarfélaga, o.fl. Sæluvikudagskrána má finna á www.saeluvika.is og á www.facebook.com/saeluvika, auk þess sem prentuð eintök af dagskránni verða borin út á heimili í Skagafirði og víðar. Við hvetjum alla Skagfirðinga og nágranna okkar nær og fjær til að njóta fjölbreyttra viðburða sem í boði eru. „Menn eiga að hafa vit á að vera í góðu skapi“ 1 LISTA- OG ME NNINGARHÁ TÍÐ Í SKAGAFIRÐ I 24. apríl – 30 . apríl sæluvika 2016 - Dúddi á Skörðugili - Þórhallur Ásmundsson, sem nú býr á Siglufirði, hefur setið lengst allra á ritstjórastóli Feykis fram til þessa, eða í 16 ár og fjóra mánuði. Hann minnist fyrst og fremst eftirminnilegra viðmælenda vítt og breitt um landshlutann og segir alla tíð hafa verið spennandi og skemmtilegt að skrifa Feyki. -Ég byrjaði blaðamennsku á Degi dagblaði vorið 1986, hafði VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir þá reyndar skrifað um íþróttir í Feyki í tvö til þrjú ár. Ég var svolítið einmana á skrifstofu Dags á Sauðárkróki og langaði að breyta til, var reyndar líka hvattur til að taka við Feyki. Ég byrjaði á Feyki í júníbyrjun 1988 og hætti í lok september 2004, sem eru 16 ár og fjórir mánuðir. Skemmst frá að segja fannst mér alla tíð spennandi og skemmtilegt að skrifa Feyki og ritstýra. Gætir þú nefnt fyndna frétt eða fyrirsögn sem þú manst eftir? -Nei, ég man ekki eftir neinni slíkri, þó held ég að stundum hafi maður brugðið á leik. Tíðarandinn hefur líka breyst, það sem þótti fyndið þá Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Þórhallur Ásmundsson ritstjóri 1988-2004 Þóhallur Ásmundsson á hjólaskíðunum. MYND: ÚR EINKASAFNI þætti sjálfsagt ekkert sniðugt í dag. Ég man t.d. að ég tók einu sinni stutt viðtal sem ég birti á baksíðu við gamlan mann sem keyrði á traktor um Krókinn. Mig minnir að hann hafi heitið Haraldur og verið kenndur við Bakka í Viðvíkursveit. Karlinn sagðist vera nánast sjónlaus en keyrði samt ótrauður þótt þrír lögregluþjónar byggju í götunni hans á Króknum. Ýtu-Keli og Pála Páls einna eftirminnilegust

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.