Feykir


Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 18

Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 18
18 15/2016 kalla þá- bíði óþreyjufullir eftir að komast í kórinn og falli vel inn í hópinn, þó aldursbilið milli þess elsta og yngsta sé um 70 ár. „Við erum mikið öfund- aðir af þessari endurnýjun af öðrum kórum,“ segja þeir. Þá segja þeir dæmi þess að þrjár kynslóðir syngi saman í kórn- um, auk þess sem mikið er um bræður og feðga. En það er ekki bara söng- mennirnir sem þarf að endur- nýja því söngskráin er líka í stöðugri endurnýjun. Jónas segir að allt upp í þrjú mis- munandi prógrömm hafa verið sungin sama veturinn, en fastir viðburðir í starfi kórsins hér heima eru, auk Sæluvikutón- leika, söngur í desember og þrettándatónleikar. Að Sælu- viku lokinni mun Heimir koma fram í 20 ára afmælishátíð Vesturfarasetursins í sumar og á Landsmóti hestamanna á Hól- um. Næsta ár verður sömuleiðis annasamt því þá fagnar kórinn 90 ára afmæli sínu og að sögn Gísla og Jónasar verður há- punktur þessa árs fyrirhuguð ferð til Vancouver í Kanada. 100 metrar af efni í kórjakka Rekstur kórsins er að mestu fjármagnaður með aðgangseyri að tónleikum. Því hafa kór- félagar ekki þurft að greiða árgjöld eða æfingagjald, þeir hafa ekki einu sinni þurft að greiða fyrir einkennisjakkana rauðu. Eru jakkarnir reyndar alveg kapítuli út af fyrir sig, en Gísli og Jónas segja flesta kóra hætta að skarta slíkum jökkum. „Í fyrra keyptum við heilan www.hunathing.is 35 www.ssnv.is Sendum Feyki fréttablaði á Norðurlandi vestra heilla- og árnaðaróskir í tilefni 35 áranna Karlakórinn Heimir hefur auglýst sína árlegu Sæluvikutónleika laugardaginn 30. apríl. Áratuga hefð er fyrir að kórinn haldi tónleika í Sæluviku, ýmist einn og sér eða með aðkomu annarra kóra. Undanfarin ár hafa landsþekktir gestasöngvarar komið fram með kórnum. Að þessu sinni er það Elmar Gilbertsson tenórsöngvari sem heiðrar kórinn með þátttöku sinni. Elmar er meðal annars þekktur fyrir hlutverk Daða í óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðar- son, auk fjölmargra hlutverka í óperum víða í Evrópu. Þess má til gamans geta að Elmar rekur ættir sínar í Skagafjörð, því móðurafi hans er Benedikt Frímannsson frá Austara-Hóli í Fljótum. Eftirtekt vekur að kórfélagar eru fleiri en nokkru sinni fyrr og segja þeir Gísli Árnason, formaður kórsins, og Jónas Svavarsson, stjórnarmaður í kórnum, að mikil endurnýjun sé þeirra gæfa. Ungu mennirnir – eða „guttarnir“ eins og þeir „Endurnýjunin er okkar gæfa“ Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis stranga, hundrað metra, af efni í jakkana sem þurfti að panta frá Asíu og kostaði 700 þúsund, það var ekki hægt að gera minni pöntun. Það er svo geymt hjá fyrirtækinu Martex og ætti að duga til að sauma jakkana góðu næstu áratugina,“ segja þeir glettnir í bragði. Húmorinn er enda aldrei langt undan þegar Heimismenn eru annars vegar. Í vetur hefur kórinn farið í söngferðir og haldið tónleika í Glerárkirkju, á Breiðumýri, Blönduósi og í Keflavík og Reykjavík. Segja þeir Gísli og Jónas að ekki sé hægt að kvarta undan mætingu á tónleika, hún sé yfirleitt afar góð. Það jafnvel þrátt fyrir að vont veður virðist oft fylgja þessum ferðalögum þeirra, en aldrei hafa þeir þó lent í verulegum hremmingum. Sömu sögu er að segja um tónleika heima í héraði, Skag- firðingar og nærsveitamenn eru duglegir að mæta. Fyrir það eru þeir afar þakklátir og segja mikilvægt að vera á stöðugt á tánum og bjóða upp á eitthvað nýtt sem fólk vill hlusta á og kórfélagar vilja syngja. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Karlakórinn Heimir ásamt stjórnandanum, Stefáni Gíslasyni, og undirleikaranum, Tomasi R. Higgerson. MYND: HEIMIR Elmar Gilbertsson útskrifaðist frá Söng- skóla Sigurðar Demetz vorið 2007. Eftir það lá leiðin til Hollands þar sem hann lagði stund á mastersnám í óperusöng. Eftir námið var Elmar tekin inn í Óperustúdíó hollensku óperunnar þar sem hann starfaði í tvö ár. Hann fékk fastráðningu og síðar gestaráðningu hjá óperunni í borginni Maastricht. Elmar hefur á sínum stutta ferli sungið og túlkað allnokkrar af persónum óperubókmenntanna. Elmar hefur á síðustu árum komið víða fram í óperuhúsum og tónleikasölum í Evrópu og meðal verkefna hans er óperuhátíðin Festival d´Aix en Provence í Suður-Frakklandi og uppsetning á Katja Kabanova eftir Janácek í Toulon-óperunni í Frakklandi. (www.opera.is) Elmar Gilbertsson

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.