Feykir


Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 25

Feykir - 20.04.2016, Qupperneq 25
15/2016 25 Guðný Jóhannesdóttir var ritstjóri Feykis frá 2006-2011. Hún segir ritstjórastarfið hafa verið fjölbreytt og spennandi og í gegnum það hafi hún kynnst fullt af fólki á öllu Norðurlandi vestra. Á svæðinu búi kraftmikið fólk sem vinni ötullega að málefnum svæðisins. -Það að ég kom sem ritstjóri hjá Feyki var í raun algjör tilviljun. Ég ætlaði að sækja um starf hjá Gagnaveitu Skagafjarðar og hafði maðurinn minn samband við kunningja sinn út af því starfi, bara svona til að forvitn- ast um það hvernig landið lægi. Úr því samtali kom að Kalli var ráðinn sem starfsmaður Gagna- veitu Skagafjarðar og ég sótti um og fékk stöðu ritstjóra Feykis. Þetta var haustið 2006 og ég byrjaði í desember það sama ár VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir og fyrsta blaðið undir minni ritstjórn kom út í ársbyrjun 2007. Síðasta blaðið undir minni ritstjórn kom síðan út í lok ágúst 2011 ef ég kann þetta rétt en það snjóar fljótt yfir ártöl. Starfið lagðist í upphafi mjög vel í mig og var fjölbreytt og spennandi frá upphafi. Hins vegar fann ég fljótt fyrir því að spenna var milli svæða og fékk ég mjög gjarnan skammir fyrir að taka viðtal við of marga frá hinu og þessu svæðinu. Fljót- lega kom ég mér upp þeirri vinnureglu að ef ég var reglulega skömmuð á öllum svæðum fyrir að tala við fólk af hinum svæðunum þá væri ég líklega að gera eitthvað rétt. Þarna þurfti því að passa upp á til dæmis með forsíðuna að hafa rétt hlutfall milli kynja, svæða og starfsstétta. Þegar á leið fór álagið við starfið að segja til sín og krafan um að ritstjórinn væri alls staðar var á stundum nánast óbærileg. Ég mátti ekki fara út á mannfögnuði án þess að vera með myndvél annars var ég að senda samfélaginu þau skilaboð að ég vinnu. Þá upplifði ég að það væri ekki lengur þess virði að vera alltaf í vinnunni, rjúka til hvar og hvenær sem var, án þess að fá endilega borgað í samræmi við þá vinnu en taka endalaust við skömmum. Börnin mín voru orðin vön því að útilegur voru farnar í nágrennið og mamma var með myndavélina að safna efni þó við ættum að vera í fríi saman. Vinnan var farin að yfirtaka allt eðlilegt líf og ég fann að þetta var komið gott og setti því punkt enda neistinn slokknaður og Feykir átti allt annað skilið en út- brunninn ritstjóra. Starfið fór því frá því að vera ofurspenn- andi yfir í að ræna mig svefni undir það síðasta. Enda vorum við hjón steinhætt að fara eitthvað vegna þess að við nenntum ekki bögginu sem því fylgdi. Ég held að samfélagið verði að átta sig á að tvær manneskjur geta ekki bæði unnið fullan vinnudag og átt síðan kauplaust að mæta á hina og þessa viðburði í frítíma sínum. Sem betur fer voru margir til í að aðstoða mig og taka myndir og senda og fyrir það var ég og er mjög þakklát. Mig langar að minna fólk á að það að eiga öflugan héraðsmiðil er ekki sjálfgefið og blað eins og Feykir mun aldrei lifa né halda mannskap nema með sameigin- legu átaki héraðsbúa um að halda blaðinu lifandi. Þá eru allir héraðsfréttamenn. Aprílgabbið um brjóstamjólkurostinn skemmtilegast Ég held að fyrir utan stóru ísbjarnamálin þá hafi verið skemmtilegast að vinna að aprílgabbi sem ég fékk Svavar vin minn hjá KS til að taka þátt í með okkur. Ég man að ég vaknaði þann 1. apríl og var enn í vandræðum með hvað ætti að vera apríl gabbið þetta árið. Leit á Kalla og spurði hvort það væri ekki smá húmor í osti gerðum úr brjóstamjólk. Hringdi í Svavar vin minn og við ákváð- um að hittast eftir 30 mínútur uppi í samlagi. Á þessum 30 mínútum bjó snillingurinn hann Óli Arnar til lógó og þegar ég mætti í samlagið var Svavar búinn að búa til mosarella ost sem var í laginu eins og konubrjóst. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið og þennan morgun og ég held að gabbið okkar hafi þótt ágætlega vel heppnað þetta árið þó kannski Hjónin Karl Jónsson og Guðný Jóhannesdóttir með yngsta fjölskyldumeðliminn, Halla, og heimilishundinn. MYND: BÞ Gerðist ritstjóri Feykis fyrir algjöra tilviljun Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri 2006-2011 hefði ekki áhuga. Jafnvel þó ég væri í sumarfríi eða bara að það væri 17. júní og ég fengi ekkert borgað fyrir að vera í vinnunni. Steininn tók síðan út þegar ég fékk miklar skammir frá ein- staklingi fyrir að hafa ekki birt myndir frá samkomu sem ég sannarlega sótti en var á þeim tíma í veikindaleyfi og ekki í Starfsmenn Mjólkursamlagsins með brjóstamjólkurostinn sem var skemmtilegt aprílgabb í ritstjórnartíð Guðnýjar. MYND:FEYKIR Undir stjórn Guðnýjar var farið að gefa út Jólablað Feykis í stað Jólablaðs Nýprents en mikill metnaður var frá upphafi lagður í Jólablaðið. Hér er Guðný, lengst til vinstri, að spjalla við Maddömurnar í kökuþætti blaðsins fyrir jólin 2009. MYND: ÓAB

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.