Landshagir - 01.11.2011, Side 441
LANDSHAGIR 2011 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2011 441
Alþjóðlegar hagtölur eru sóttar til hagstofu
Evrópusambandsins (Eurostat), Sameinuðu
þjóðanna og Efnahags og framfara
stofnunar innar (OECD). Birtar eru tölur
um mannfjölda, efnahagsmál, útgjöld hins
opinbera og vinnumarkað. Tölunum er
ætlað að varpa ljósi á stöðu Íslands í alþjóð
legu samhengi.
Mannfjöldi í heiminum 6,8 milljarðar
Mannfjöldi í heiminum er um 6,8 milljarð
ar. Fjölmennasta heimsálfan er Asía, en þar
búa rúmlega fjórir milljarðar manna, um
60% jarðarbúa. Næstfjölmennasta heims
álfan er Afríka með um 14% af íbúum
jarðar og þriðja í röðinni er Evrópa með
tæplega 12%. Kína er fjölmennasta land
heims með um 1,3 milljarða íbúa, Indland
í öðru sæti með rúmlega 1,2 milljarða íbúa
og Bandaríkin í þriðja sæti með tæplega
310 milljónir.
Ísland meðal þeirra ríkja Evrópu þar
sem náttúrleg fólksfjölgun er mest
Náttúrleg fólksfjölgun á Íslandi var 0,9%
árið 2009; aðeins í Aserbaídsjan (1,1%),
Tyrklandi (1,1%) og á Írlandi (1,0%) var
fjölgunin meiri af löndum Evrópu. Þrátt
fyrir þetta var fólksfækkun á Íslandi árið
2009 (0,5%). Í fjórum öðrum löndum
Evrópu varð meiri fækkun en hér á
landi. Fólksfækkun á Íslandi skýrist
af neikvæðum flutningsjöfnuði (1,5),
en hvergi annars staðar í Evrópu var
flutnings jöfnuður neikvæðari. Í Hvíta
Rússlandi mældist flutningsjöfnuður hinn
sami og á Íslandi.
Verðbólga næstmest á Íslandi af OECD-ríkjunum
Verðbólga á Íslandi var 5,4% árið 2010,
en það er næstmesta verðbólga í ríkjum
OECD. Mest verðbólga var í Tyrklandi,
8,6%. Verðhjöðnun var í tveimur OECD
ríkjum, Írlandi (0,9%) og Japan (0,7%).
Hagvöxtur var næstminnstur á Íslandi af
ríkjum OECD, 3,6%. Aðeins í Grikklandi
var minni hagvöxtur, 4,5%. Ísland er ekki
lengur á meðal þeirra ríkja OECD sem hafa
minnst atvinnuleysi eins og árið 2009.
Árið 2010 var atvinnuleysi hér 7,6%, en það
mældist mest á Spáni (20,1%) en minnst í
Noregi (3,5%).
23Alþjóðlegar hagtölurInternational statistics