Landshagir - 01.11.2012, Page 83
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012 83
Vinnumarkaður
Hagstofa Íslands hefur rannsakað
vinnumarkaðinn hér á landi frá árinu
1991. Vinnumarkaðsrannsóknin gefur
áreiðanlegar upplýsingar um stöðu fólks á
vinnumarkaði, svo sem atvinnuþátttöku,
fj ölda starfandi, atvinnuleysi og vinnutíma.
Laun
Útreikningar á launaþróun og launum
á almennum vinnumarkaði byggjast á
upplýsingum úr launarannsókn Hagstofu
Íslands. Launarannsóknin er byggð á
úrtaki fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana
með tíu eða fl eiri starfsmenn og er gagna
afl að mánaðarlega rafrænt fyrir öll störf.
Safnað er ýtarlegum upplýsingum um
laun, launakostnað, greiddar stundir og
ýmsa bakgrunnsþætti starfsmanna og
launagreiðenda.
Vísitölur launa
Launavísitala mælir mánaðarlegar
breytingar á reglulegum launum á
íslenskum vinnumarkaði og er tímanleg
vísbending um almenna launaþróun.
Ársfj órðungsleg launavísitala gefur sundur-
liðaðar upplýsingar um launaþróun
einstak ra hópa á íslenskum vinnumarkaði.
Birtar eru niðurstöður eftir atvinnugrein
og starfsstétt á almennum vinnumarkaði
en heildarvísitala fyrir opinbera
starfsmenn.
Dregur úr atvinnuleysi á milli ára
Árið 2011 voru 180.000 á vinnumarkaði
sem jafngildir 80,4% atvinnuþátttöku.
Fjöldi starfandi var 167.300, hlutfall
þeirra af vinnuafl i var 74,7%. Árið 2011
voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu
og í atvinnuleit eða 7,1% vinnuafl sins.
Atvinnuleysi var því nokkru lægra en árið
2010 þegar það mældist hæst, 7,6%, og
fækkaði atvinnulausum um 1.000 manns.
Árið 2011 var atvinnuleysi að meðaltali 9% í
Reykjavík, 7% í nágrenni Reykjavíkur og 5%
utan höfuðborgarsvæðisins. Atvinnuleysi
mældist 7,8% hjá körlum og 6,2% hjá
konum.
Heildarvinnustundir 40 klukkustundir á viku
Árið 2011 var meðalfj öldi vinnustunda 40
klukkustundir á viku en hann var 39,6 árið
2010. Þegar litið er á þróun vinnustunda
hjá körlum frá árinu 1991 til 2011 má sjá
að vinnustundum þeirra hefur fækkað
nokkuð eða úr 51,3 klukkustundum í 44,1.
Á sama tímabili hafa vinnustundir kvenna
verið tiltölulega stöðugar eða í kringum 35
klukkustundir. Árið 2011 voru þær 35,4.
3Laun, tekjur og vinnumarkaðurWages, income and labour market