Landshagir - 01.11.2012, Síða 143
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012 143
Hagstofa Íslands hóf að taka saman
hagtölur um sjávarútveg árið 1999, bæði
árstölur og mánaðartölur, en áður hafði sú
vinna verið á hendi Fiskifélags Íslands og
Fiskistofu.
Vigtarskýrslur
Vigtarskýrslur geyma upplýsingar um
aflakaup. Þar koma fram upplýsingar um
fisktegund, stærðarflokkun, gæðaflokkun,
magn og verð, svo og upplýsingar um
sjálfan kaupandann. Ein skýrsla er gerð
fyrir hvert skip sem keypt er af og nær
skýrslan í flestum tilvikum yfir mánaðar-
viðskipti fiskkaupanda, tilgreind eftir
dögum. Fiskkaupandi útbýr vigtar-
skýrsluna og sendir Fiskistofu sem sér um
skráningu hennar.
Ráðstöfunarskýrslur
Ráðstöfunarskýrslur sýna afla sem er til
ráðstöfunar hvern mánuð og hvernig
honum er ráðstafað. Afli til ráðstöfunar
felst í birgðum í upphafi tímabils ásamt
fiskkaupum samkvæmt vigtarskýrslum.
Hann er annað hvort seldur unninn
eða óunninn. Aflamagn til ráðstöfunar
þarf þess vegna að vera jafnt því
aflamagni sem verkað er eða selt óunnið.
Ráðstöfunarskýrsla sýnir hvernig aflinn er
verkaður. Hins vegar er ekki hægt að sjá á
ráðstöfunarskýrslu hvaða afurðir verða til
hjá framleiðendum.
Í stuttu máli veita vigtarskýrslur
upplýsingar um allan afla upp úr sjó,
en ráðstöfunarskýrslur segja til um
vinnsluaðferð hans.
Fiskafli jókst um 8% milli ára
Heildarafli íslenskra skipa árið 2011 nam
tæpum 1.149 þúsund tonnum og var 8%
eða 85 þúsund tonnum meiri en árið
2010, en þá var hann rúm 1.063 þúsund
tonn. Afli uppsjávarfisks jókst um 18,3%
á milli ára, þar af jókst síldarafli um rúm
9 þúsund tonn, loðnuafli um 215 þúsund
tonn og makrílafli um tæp 37 þúsund tonn.
Samdráttur varð í afla norsk-íslensku
síldarinnar um rúmlega 61 þúsund tonn, í
kolmunnaafla um tæp 82 þúsund tonn og í
afla gulldeplu um tæp 9 þúsund tonn. Skel-
og krabbadýraafli var svipaður og árið áður,
um 11 þúsund tonn. Veiði á humri dróst
saman um 11,8% en veiði á rækju jókst um
9%. Samdráttur var í heildarafla botnfisk-
tegunda um tæp 26 þúsund tonn, um 6%
frá fyrra ári. Ýsuafli dróst saman í magni
um 21%, ufsaafli um 20,6% og afli úthaf-
skarfa um 18,4% milli ára. Um 2% aukning
var í þorsksafla frá árinu 2010 og karfaafli
jókst um 0,8%. Flatfiskafli dróst saman um
3,7% milli ára og munar þar mestu um afla-
samdrátt í skarkola. Uppsjávarafli nam um
61,3% af heildaraflanum, botnfiskafli 35,2%,
flatfiskafli 2% og afli skel- og krabbadýra
tæpu 1%.
6SjávarútvegurFishing and fish processing