Landshagir - 01.11.2012, Page 169
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012 169
Hagstofa Íslands hefur safnað
upplýsingum um framleiðslu iðnfyrir-
tækja allt frá árinu 1953. Grundvöllur
söfnunar og úrvinnslu upplýsinga er vöru-
skrá Evrópusambandsins, PRODCOM, sem
gefur kost á samanburði á framleiðslu hér á
landi við önnur lönd á Evrópska efnahags-
svæðinu. Upplýsingum er safnað um magn
og verðmæti seldrar framleiðsluvöru. Að
auki er upplýsingum safnað um veitta
þjónustu sem í vöruskránni er flokkuð
sem framleiðsla, þar með talin sérhæfð
viðgerðarþjónusta.
Tölur um byggingu íbúðarhúsnæðis koma
frá Þjóðskrá Íslands sem geymir allar
grunnupplýsingar um lönd, lóðir og spildur
auk mannvirkja sem á þeim standa.
Framleiðsluvörur seldar fyrir
728 milljarða króna
Framleiðsluvörur voru seldar fyrir 728
milljarða króna árið 2011 og jókst verðmæti
þeirra um 9,5% frá fyrra ári. Á sama tíma
hækkaði vísitala framleiðsluverðs um
9,2% og hefur því verðmæti seldra fram-
leiðsluafurða aukist um 0,3% að raungildi.
Af atvinnugreinum skilaði matvæla- og
drykkjarvöruframleiðsla mestu eða
339 milljörðum króna, þar af skiluðu
fiskafurðir 248 milljörðum. Framleiðsla
málma var 35,1% af verðmætinu og nam
tæplega 256 milljörðum króna. Verðmæti
seldra fiskafurða og málma nam rúmum
504 milljörðum króna eða 69,2% af heildar-
verðmæti seldra framleiðsluvara. Að
frátöldum fiskafurðum og málmum jókst
verðmæti seldra framleiðsluvara um 10% á
milli ára.
Framleiðsla á rafbúnaði, tölvu- og
rafeindavörum eykst mest
Verðmæti seldra framleiðsluvara jókst
hlutfallslega mest í framleiðslu á
rafbúnaði, tölvu- og rafeindavörum eða
um tæplega 6,6 milljarða króna (69,8%)
milli ára. Framleiðsla á pappír og pappírs-
vörum jókst um 36,2%, fatnaði, leðri og
leðurvörum um 27,1% og viðgerðir og
uppsetning vélbúnaðar og tækja um 21,9%.
Að frátöldum fiskafurðum jókst matvæla-
og drykkjavöruframleiðsla um rúma 3,6
milljarða milli ára eða 4%.
Samdráttur var hlutfallslega mestur í fram-
leiðslu á vörum úr málmlausum stein-
efnum, en verðmæti þeirra dróst saman
um 501 milljón krónur.
8Iðnaður og byggingarstarfsemiManufacturing and construction