Landshagir - 01.11.2012, Síða 240
Þjóðhagsreikningar
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012
13
240
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6%
Landsframleiðsla jókst að raungildi um
2,6% árið 2011. Þessi vöxtur kemur í
kjölfar mikils samdráttar tvö ár þar á
undan, 4% árið 2010 og 6,6% árið 2009.
Landsframleiðsla á liðnu ári er svipuð að
raungildi og landsframleiðsla áranna 2006
og 2009.
Þjóðarútgjöld á árinu 2011 jukust nokkru
meira en nam vexti landsframleiðslu, eða
3,8%. Einkaneysla jókst um 2,7% og fjár-
festing um 12,8%, en samneysla dróst
saman um 0,9%. Útflutningur jókst um
4,1% og innflutningur nokkru meira, eða
um 6,8%. Þrátt fyrir þessa þróun varð
verulegur afgangur af vöru- og þjónustu-
viðskiptum á árinu 2011, eða 139 milljarðar
króna.
Aukna fjárfestingu á síðasta ári má meðal
annars rekja til mikils innflutnings á
skipum og flugvélum, en slík fjárfesting
hefur lítil sem engin áhrif á landsfram-
leiðslu. Fyrir utan fjárfestingu í skipum
og flugvélum jókst fjárfesting á síðasta ári
um 7,2% og vægi fjárfestinga í stóriðju- og
orkuverum nam 28,5% af fjárfestingu alls
(42% af atvinnuvegafjárfestingu).
Halli á launa- og fjáreignatekjum frá
útlöndum minnkaði nokkuð á síðasta
ári og þrátt fyrir minni afgang af vöru-
og þjónustuviðskiptum dró lítillega úr
viðskiptahalla og nam hann 105 milljörðum
króna, 6,4% af landsframleiðslu á árinu
2011, en árið áður nam hallinn 114
milljörðum króna, 7,5% af landsframleiðslu.
Viðskiptakjör versnuðu nokkuð árið
2011, en minni halli á viðskiptajöfnuði en
árið áður olli því að þjóðartekjur jukust
meira en nam vexti landsframleiðslu,
um 4,7%. Árið 2010 jukust þjóðartekjur
um 1,6% samanborið við 4% samdrátt
landsframleiðslu.
Einkaneysla jókst um 2,7%
Einkaneysla jókst um 2,7% árið 2011. Á
árinu 2010 stóð einkaneysla nánast í stað
en dróst saman um 15% árið 2009. Að
raungildi var einkaneysla á síðastliðnu
ári nánast sú sama og á árinu 2004, en á
þessum tíma hefur Íslendingum fjölgað
um 9%. Einkaneysla sem hlutfall af lands-
framleiðslu var 51,9% á liðnu ári. Í sögulegu
samhengi hefur þetta hlutfall verið mjög
lágt síðustu fjögur ár. Samneysla sem hlut-
fall af landsframleiðslu var 25,3%, sem er
svipað hlutfall og verið hefur undanfarinn
áratug eða svo, en til samanburðar var
þetta hlutfall um eða undir 20% á árabilinu
1980–1990.
Hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu
var 14% á liðnu ári og hefur þetta hlutfall
verið í sögulegu lágmarki síðustu þrjú ár.
Að raungildi var fjárfestingin á síðasta ári
svipuð og árið 1997.
Hlutdeild vöru- og þjónustuviðskipta í
landsframleiðslu nam 8,5% á liðnu ári og
10,1% á árinu 2010. Á árunum 2000–2007
var þessi hlutdeild neikvæð öll árin, að
árinu 2002 undanskyldu.