Landshagir - 01.11.2012, Page 255
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012 255
Hagstofa Íslands tekur saman upplýsingar
um utanríkisverslun Íslands, þ.e.
útflutning og innflutning á vöru og
þjónustu, og reiknar vöruskipti við
útlönd og þjónustujöfnuð sem eru mikil-
vægir mælikvarðar á efnahagsþróun í
landinu. Upplýsingar um vöruviðskipti
eru fengnar að mestu úr tollskýrslum en
upplýsingar um þjónustuviðskipti koma
aðallega frá fyrirtækjum og úr gögnum um
greiðslukortaviðskipti.
Jákvæður vöruskiptajöfnuður
Árið 2011 nam verðmæti útflutnings
620,1 milljarði króna (FOB) og verðmæti
innflutnings nam 561,6 milljörðum króna
(CIF). Vöruútflutningur umfram vöruinn-
flutning (FOB-CIF) var því jákvæður um
58,5 milljarða króna.
Afgangur hefur verið á vöruskiptum síðan
árið 2009. Í fyrra var 9,4% afgangur af
útflutningsverðmæti en 14,9% árið 2010.
Meira flutt út af iðnaðarvörum
en sjávarafurðum
Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi
hefur lækkað smám saman síðustu ár, en
hlutfall iðnaðarvara hækkað. Í fyrra voru
iðnaðarvörur 54,1% alls vöruútflutnings
og er þetta fjórða árið í röð frá árinu 1862
sem hlutdeild iðnaðarvara er hærri en
sjávarafurða. Verðmæti iðnaðarvara jókst
um 7,9% (24,5 milljarða króna) árið 2011.
Þyngst vó ál og álafurðir, en útflutningur
þeirra varð 233 milljarðar (37,6% af heild)
og jókst um 3% (6,7 milljarða á gengi hvors
árs). Næst áli og álafurðum kom kísil-
járn með 24 milljarða og lyfjavörur með
14,3 milljarða. Sjávarafurðir voru 40,6%
alls vöruútflutnings og voru fluttar út
sjávarafurðir fyrir 251,6 milljarða, en
það er vöxtur um 14,1% frá fyrra ári (31,1
milljarður á gengi hvors árs).
Mest viðskipti voru við Evrópska
efnahagssvæðið
EES-ríkin voru stærsta markaðs-
svæði Íslendinga í vöruviðskiptum í
fyrra en þangað fóru 82,7% af öllum
vöruútflutningi. Hlutdeild EES-ríkja í
vöruútflutningi hefur aukist frá árinu 2007,
en þá var hún 78,3%. Hins vegar komu tæp
65% af vöruinnflutningi frá EES árin 2007–
2009, en 61,9% í fyrra og 61% árið 2010.
Útflutningur til Evrópusambandsins var
78,3% af heild og innflutningur 46%.
14UtanríkisverslunExternal trade