Landshagir - 01.11.2012, Page 273
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012 273
Hagstofan tekur saman yfirlit yfir fjármál
hins opinbera, það er ríkissjóð, sveitarfélög
og almannatryggingar. Yfirlitið byggist á
ársreikningum, en við úrvinnslu efnisins
er fylgt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu
þjóðanna (SNA 1993) og evrópskri útgáfu
þess (ESA95).
Fjármál hins opinbera ná fyrst og
fremst til þeirrar starfsemi í hagkerfinu
þar sem tekna er aflað með álagningu
skatta. Tilgangur reikninga um fjármál
hins opinbera er því að gefa yfirlit
yfir tekjur, útgjöld, eignir og skuldir
hins opinbera og sömuleiðis mikil-
vægustu jöfnuði í rekstri þess, s.s.
rekstrar- og tekjujöfnuð. Reikningar hins
opinbera eru gerðir samkvæmt staðli
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fjármál hins
opinbera (GFSM 2001, The Government
Finance Statistics Manual), þjóðhags-
reikningakerfi Evrópusambandsins (ESA95)
og málaflokkasundurliðun Sameinuðu
þjóðanna (COFOG, The Classification of the
Functions of Government). Auk reikninga
fyrir hið opinbera eru gerðir reikningar
fyrir undirgeira þess, þ.e. ríkissjóð, sveitar-
félög og almannatryggingar.
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð
um 88,5 milljarða króna
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð
um 88,5 milljarða króna árið 2011 eða 5,4%
af landsframleiðslu. Til samanburðar var
tekjuafkoman neikvæð um 155 milljarða
króna árið 2010 eða 10% af landsfram-
leiðslu. Án áfallinna ríkisábyrgða vegna
banka og lánasjóða var tekjuhallinn 69
milljarðar króna 2011 og 99 milljarðar
króna 2010 eða 6,5% af landsframleiðslu.
Tekjur hins opinbera námu 681 milljarði
króna og hækkuðu um 43,6 milljarða króna
milli ára eða 6,8%. Sem hlutfall af lands-
framleiðslu mældust þær 41,9% en 41,5%
2010 og 41,0% 2009. Útgjöld hins opinbera
voru 769 milljarðar króna og lækkuðu um
22,5 milljarða króna milli ára eða 2,8%, úr
51,5% af landsframleiðslu 2010 í 47,3% 2011.
Án áfallinna ríkisábyrgða jukust útgjöld
hins opinbera hins vegar um tæpa 14
milljarða króna.
15Opinber fjármálPublic finance