Landshagir - 01.11.2012, Page 391
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012 391
Hagstofa Íslands tekur saman tölur um
menningarmál sem ýmsar sér hæfð-
ar stofnanir láta í té, lögaðilar, fyrir tæki,
samtök og stofnanir. Kvikmynda húsa-
eigendur í Reykjavík, atvinnuleikhúsin
og söfn á landinu senda Hagstofu t.d.
tölur um gesti, fjölda sýninga, uppruna
kvikmynda og leikverka einu sinni á ári.
Hagstofan tekur einnig saman tölur um
útgefnar bækur og tímarit og efni þeirra,
svo og um ritakost, útlán og starfs-
menn bókasafna. Þá er tölum safnað um
starfsemi fjölmiðla og tölur birtar um
útsendingartíma og efni útvarps- og sjón-
varpsstöðva. Ennfremur tekur Hagstofan
saman tölur um mannfjöldann eftir
trúfélögum og breytingar á trúfélagsaðild.
Hver landsmaður fer einu sinni á ári í leikhús
Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar
leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleik-
félaga innanlands var 299 þúsund á síðasta
leikári. Það jafngildir því að hver lands-
maður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu.
Áhorfendum á síðasta leikári fækkaði um
78 þúsund frá því á leikárinu á undan, eða
um 12%. Á síðasta leikári voru færðar á
fjalirnar 159 uppfærslur á vegum leikhúsa,
leikhópa og leikfélaga, sem sýndar voru
1.585 sinnum.
Blöðum og tímaritum fjölgar
Gefin voru út 728 tímarit hér á landi árið
2010 en þeim fjölgaði um 27 frá árinu á
undan. Flest tímarit voru gefin út árið
1998, alls 1.122. Einnig fjölgaði blöðum milli
ára, fóru úr 64 árið 2009 í 72 árið 2010.
Aðsókn að söfnum eykst
Áætluð aðsókn að söfnum og tengdri
starfsemi á árinu 2010 var ríflega 1,6
milljónir gesta. Lætur nærri að heildarfjöldi
safngesta hafi tvöfaldast frá árinu 1995 er
þeir voru 829 þúsund. Aðsókn að söfnum
og skyldri starfsemi er langsamlega mest á
höfuðborgarsvæði, um 950 þúsund gestir,
en það samsvarar um 59 prósent allra
safngesta á síðasta ári. Aðsókn að söfnum
og sýningum í öðrum landshlutum er mun
minni.
Sóknarbörn í Þjóðkirkjunni 76,8% mannfjöldans
Hinn 1. janúar 2012 voru sóknarbörn í
Þjóðkirkjunni 245.456 eða 76,8% mann-
fjöldans. Fyrir ári voru þau 1.789 fleiri eða
77,6% af mannfjöldanum. Kaþólska kirkjan
er næstfjölmennasta trúfélag landsins með
10.455 sóknarbörn. Utan trúfélaga voru
15.802 einstaklingar skráðir 1. janúar 2012,
en 18.662 voru í óskráðu trúfélagi eða með
ótilgreinda trúfélagsaðild.
20Menningarmál og rannsóknirCultural activities and research