Landshagir - 01.11.2012, Síða 422
Kosningar
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012
22
422
Hlutfall kvenna aldrei hærra í
sveitarstjórnarkosningum
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 29.
maí 2010 og náðu til allra 76 sveitarfélaga
á landinu. Í 58 sveitarfélögum með 99%
kjósenda var bundin hlutfallskosning
og þar af var sjálfkjörið í fjórum sveitar-
félögum þar sem aðeins var borinn fram
einn listi. Kosning var óbundin í 18 sveitar-
félögum þar sem rúmt 1% kjósenda var á
kjörskrá. Kjósendur á kjörskrá fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar 2010 voru 225.855,
71,0% landsmanna. Í 72 sveitarfélögum þar
sem kosning fór fram (sjálfkjörið í fjórum)
var kosningaþátttaka 73,5%. Fjöldi fram-
bjóðenda í sveitarfélögum þar sem kosið
var um framboðslista var 2.846, þar af
1.513 karlar (53,2%) og 1.333 konur (46,8%).
Í kosningunum var fjöldi gildra atkvæða
154.899 en auðra og ógildra 10.339, 6,3%
greiddra atkvæða, sem er hærra hlutfall
en venja er. Alls voru kjörnir 512 sveitar-
stjórnarmenn á landinu öllu, 308 karlar
(60,2%) og 204 konur (39,8%). Hefur hlut-
fall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei
verið hærra, en það var 35,9% árið 2006.
59,8% sögðu „nei“ í þjóðaratkvæða-
greiðslu 2011
Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 9. apríl
2011, var hún önnur frá stofnun lýðveldis-
ins 1944. Við kosningarnar voru alls
232.460 á kjörskrá, 72,9% landsmanna.
Af þeim greiddu 175.114 atkvæði, 75,3%
kjósenda. Kosningaþátttaka karla og
kvenna var mjög svipuð, 75,4% hjá körlum
og 75,3% hjá konum.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru greidd
atkvæði um það hvort lög nr. 13/2011
(svokallaður Icesave-samningur) ættu að
gilda áfram eða falla úr gildi. Niðurstöður
þjóðaratkvæðagreiðslunnar voru þær að
gild atkvæði voru 172.669, auðir seðlar
2.039 og aðrir ógildir seðlar 406. Úrslit
kosninganna urðu þau að af gildum
atkvæðum sögðu 69.462 kjósendur „já“
(40,2%) en „nei“ sögðu 103.207 (59,8%).
Lög nr. 13/2011 voru þar með felld úr gildi.
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
1874 1894 1908 1919 1933 1942 1956 1967 1979 1995 2009
Alls Total Karlar Males Konur Females
%
Mynd 22.1 Kosningaþátttaka í alþingiskosningum 1874–2009
Figure 22.1 General elections to the Althingi, participation 1874–2009