Landshagir - 01.11.2012, Síða 437
LANDSHAGIR 2012 STATISTICAL YEARBOOK OF ICELAND 2012 437
Alþjóðlegar hagtölur eru sóttar til hagstofu
Evrópusambandsins (Eurostat), Sameinuðu
þjóðanna og Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD). Birtar eru tölur
um mannfjölda, efnahagsmál, útgjöld hins
opinbera og vinnumarkað. Tölunum er
ætlað að varpa ljósi á stöðu Íslands í alþjóð-
legu samhengi.
Mannfjöldi í heiminum 6,9 milljarðar
Mannfjöldi í heiminum er um 6,9
milljarðar. Fjölmennasta heimsálfan er
Asía, en þar búa rúmlega fjórir milljarðar
manna, um 60% jarðarbúa. Kína er
fjölmennasta land heims með um 1,3
milljarða íbúa, Indland í öðru sæti með
rúmlega 1,2 milljarða og Bandaríkin í þriðja
sæti með tæplega 309 milljónir íbúa.
Ísland meðal ríkja Evrópu þar sem náttúrleg
fólksfjölgun er mest
Náttúrleg fólksfjölgun á Íslandi var 0,9%
árið 2010; aðeins í Aserbaídsjan (1,2%)
og Tyrklandi (1,1%) var fjölgunin meiri af
löndum Evrópu. Flutningsjöfnuður var
neikvæður um 0,6% árið 2010 á Íslandi og
aðeins í Litháen (-2,4) og á Írlandi (-0,8) var
hann neikvæðari af Evrópulöndunum.
Mestur hagvöxtur í Tyrklandi og jafnframt
mesta verðbólga
Hagvöxtur árið 2011 var mestur í Tyrklandi
(8,5%) af OECD-ríkjunum, í fjórum OECD-
ríkjum var neikvæður hagvöxtur og er
hann neikvæðastur í Grikklandi (-6,9%). Á
Íslandi var hagvöxtur 2,6% árið 2011 sem er
aðeins yfir meðaltali OECD-ríkjanna (1,8%).
Verðbólga var mest í Tyrklandi (6,5%)
innan OECD. Verðhjöðnun var í einu OECD-
ríki, Japan (-0,3%). Á Íslandi var verðbólga
4,0% sem er yfir meðaltali OECD-ríkja
(2,9%).
Opinber útgjöld til menntastofnana með því
hæsta á Íslandi
Opinber útgjöld til menntastofnana sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu var 7,2%
á Íslandi árið 2008, aðeins í Noregi (7,3%)
er hlutfallið hærra innan OECD. Lægst var
hlutfallið í Japan (3,3%).
23Alþjóðlegar hagtölurInternational statistics