Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Page 26

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Page 26
26 viðkomandi flokks er þar að auki alnafni þess sem leiðir lista þess flokks sem líkt er eftir! Þessir gerviflokkar hafa í raun engan annan tilgang en að flækja kjörseðlana og hrifsa atkvæði af keppninautum, atkvæði sem síðan detta yfirleitt dauð vegna reglna sem tryggja stóru flokkunum aukið vægi. Þetta var þó ekki áberandi á því svæði þar sem við vorum og ég held að það hafi verið samdóma álit að kosn- ingarnar hafi eftir atvikum farið nokkuð vel fram, enda á því svæði sem er friðsamlegra en mörg önnur í landinu.“ Fólk þekkti ekki kosningalögin Gunnar Axel segir að ný kosningalög hafi verið sett í Úkraínu í fyrrasumar en ekki stað- fest fyrr en nokkrum vikum fyrir kosning- arnar. Þessi lagasetning hafi orðið þess valdandi að nokkur breyting varð á fram- kvæmd kosninga og hafi hún valdið ruglingi, bæði hjá kjörstjórnum og kjósendum. Í könnunum sem gerðar hafi verið skömmu fyrir kosningarnar hafi komið fram að allt að 80% skildu hin nýju kosningalög ekki til fulls og áttuði sig því ekki til fulls á því hvernig kosningarnar færu fram. Alla kynningu hafi vantað en nýju kosningalögin hafi verið sett fram sem hluti af lýðræðis- umbótaferli sem opinberlega er í gangi í Úkraínu. „Þessar breytingar ganga út á að dreifa valdi, meðal annars með því að styrkja sveit- arstjórnarstigið til þess að það standi nær íbúunum. Verið er að vinna að stjórnarskrár- breytingum sem vonast er til að verði sam- þykktar á þessu ári eða því næsta sem munu ef af verður leiða til mikilla breytinga í land- inu. Eins og staðan er í dag er valdinu lítið dreift. Forseti landsins er mjög valdamikill og stjórnkerfið er blanda af þingræði og for- setaræði.“ Gæti vel hugsað mér að gera þetta aftur Gunnar Axel segist vel geta hugsað sér að taka þátt í öðru slíku verkefni, gefist þess kostur. „Í þessu verkefni var hópurinn frekar stór. Fastur kjarni frá sveitarstjórnarþinginu tekur þátt í þessum verkefnum og þar hefur safnast fyrir margvísleg þekking og reynsla. Ef til vill gefst mér tækifæri til þess að vinna meira að þessu og kem þá bara til baka reynslunni ríkari.“ Hann hvetur sveitarstjórnarfólk á Íslandi að gefa kost á sér og taka þátt í svona verk- efnum ef það hefur tækifæri til þess, til að mynda á vettvangi Evrópuráðsins. „Auk ánægjunnar sem getur falist í þátttöku í svona verkefni þá höfum við gagn af því sem samfélag að hugsa um hlutina í stærra sam- hengi, ekki síst núna þegar heimsþorpið er allt á hreyfingu,“ segir Gunnar Axel að lokum. Lýðræðismál Gunnar Axel staddur á Frelsistorginu í Kiev en þar fóru fram mikil mótmæli í ferbrúar árið 2014 sem urðu til þess að þáverandi forseti landsins, Viktor Yanukovych, hrökklaðist frá völdum. SVO VINNUDAGURINN GETI BYRJAÐ Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar býður upp á gott úrval af drykkjar- og matvöru fyrir allar stærðir vinnustaða. Hægt er að velja milli margra gerða kaffivéla og ótal tegunda af gæðakaffi. Einnig bjóðum við upp á vatnsvélar, safa- og djúsvélar, sjálfsala, kæliskápa og fleira sem gerir góðan vinnustað enn betri. Kíktu á úrvalið á www.olgerdin.is eða hafðu samband við okkur í síma 412 8100 E N N E M M / S ÍA / N M 7 1 1 0 0 Mörg fjölbýlishús í Úkraínu eru komin vel til ára sinna. Þetta er eitt af þeim nýlegri.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.