Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 19
19 Sveitarstjórnarmenn á Akureyri eru ósáttir við þá ákvörðun Isavia að veita 30 milljarða króna til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli næstu tvö árin. Þar af verður fjárfest þar fyrir 20 milljarða króna í ár og alls 40 milljarða á fjór- um árum. Framkvæmdir vegna nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hafa stöðvast þar sem ekki hefur tekist að fjármagna frekari framkvæmdir. Komið hefur fram að fjár- magn í nýtt flughlað er ekki á sam- gönguáætlun næstu fjögurra ára. Mikil óánægja er líka á Austurlandi með að ekki skuli ráðist í framkvæmdir við að stækka og efla millilandaflugvöllinn á Egils- stöðum. Furðuleg ákvörðun „Þetta er furðuleg ákvörðun. Við getum fengið efnið úr Vaðlaheiðar- göngunum mjög ódýrt í dag því við þurfum einungis að greiða fyrir flutninginn á því frá göngunum og í flughlaðið. Ef beðið verður með framkvæmdirnar verður mun dýrara fyrir ríkið að stækka flughlaðið síðar,“ segir Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Ak- ureyrarkaupstaðar, hefur látið hafa eftir sér að „framkvæmdir á Akur- eyrarflugvelli munu tryggja að við höldum hér fjölda starfa í flug- tengdri starfsemi, sem annars gætu farið. Þær eru líka m.a. forsenda þess að fjölga gáttum inn í landið og dreifa erlendum ferða- mönnum betur.“ Ísland að verða „uppselt“ Fram hefur komið í fréttum að víða um land er nær ómögulegt að útvega ferðamönnum gistingu yfir háannatímann. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir að á mörgum stöðum sé orðið fullbókað á háannatímanum í júlí og ágúst. Staðan sé erfiðust frá höfuðborgarsvæðinu að Höfn í Hornafirði. „Suðurlandið er fullbókað og þá kemst fólk hvorki austur né vestur,“ segir Sævar. Í Fréttablaðinu á dögunum sagði Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka aðila í ferðaþjónustu, ljóst hvað þyrfti að gera: „Stóra verkefnið okkar er að dreifa ferða- mönnum betur um landið.“ Logi Már Einarsson bendir á að Isavia sé í eigu ríkisins og eigi að þjóna hagsmunum alls landsins. Til lengri tíma litið muni það skapa ómælda erfiðleika að dreifa ekki ferða- mannastraumnum betur um landið allt en nú sé gert. Gagnrýna misskiptingu fjármagns til flugvalla Fréttir Logi Már Einarsson. Flughlaðið á Akureyrarflugvelli. Framkvæmdir við stækkun þess hafa nú stöðvast vegna þess að ekki fæst fjár- magn til að flytja efnið úr Vaðlaheiðargöngum í flughlaðið. - Mynd: BB. Meira en 70% vega í Dalabyggð eru malarvegir og engin áform eru um umbætur samkvæmt samgönguáætlun 2015-2018 þrátt fyrir aukna umferð ferðamanna. Hlutfall malarvega mun einungis hærra í þremur sveitarfélögum hér á landi. Umferð um Vesturland hefur aukist mikið á öllum árstíðum á undanförnum árum og Snæfellsnes verður sífellt vinsælli áfangastaður. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Dalabyggð, sagði í viðtali við RÚV fyrir skömmu að margir ferðamenn aki hringleið um Snæfellsnes til að fara ekki sömu leið fram og til baka. Þá liggi leiðin um Skógarströnd, austur frá Stykkishólmi sem þykir falleg en þar er malarvegur með einbreiðum brúm og blindhæðum. „Þetta er stórhættuleg leið. Og maður skilur ekki að hún eigi sér ekki stað í samgönguáætlunum. Það er ekki staf- krókur um framkvæmdir á þessum malarvegum í Dalabyggð,“ sagði Sveinn í umræddu viðtali. Meira en 70% vega í Dalabyggð malarvegir Malarvegur í Dalabyggð. Mynd. RÚV.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.