Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Síða 9
9
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sam-bands íslenskra sveitarfélaga, ræddi
samkomulag ríkis og sveitarfélaga um
opinberfjármálálandsþingisambandsins
8.aprílsl.Hannsagðiaðumformlegtog
reglubundiðsamstarfværiaðræðameð
sambandinu og sveitarfélögum um mót-
un fjármálastefnu og fjármálaáætlunar.
Samkomulagiðfæliísérniðurstöðusam-
ráðs aðila og sameiginlegan skilning á
markmiðumríkisogsveitarfélagaíopin-
berum fjármálum. Gert er ráð fyrir að
þróaefniogframkvæmdsamkomulagsá
samningstímanum til undirbúnings fyrir
gerðnæstasamkomulagsaðárienstefnt
er að því að samkomulag liggi fyrir í
marsmánuðiárhvert.
Samkomulag þetta er gert á grundvelli 11.
gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015 þar
sem segir að fjármála- og efnahagsráðherra
og innanríkisráðherra annars vegar og
Samband íslenskra sveitarfélaga hins vegar
geri árlega með sér samkomulag. Undir-
búningur fari fram á grundvelli tímasettrar
aðgerðaáætlunar í febrúar og mars ár hvert.
Að verkefninu hverju sinni komi óformlegur
samráðshópur embættismanna ráðuneyta og
Sambands íslenskra sveitarfélaga, samráðs-
nefnd ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál,
kjaramálaráð ríkis og sveitarfélaga, Jóns-
messunefndin svokallaða, samráðsfundur
sveitarfélaga og stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Reglulegt og formegt samstarf
sveitarfélaga og sambandsins
Karl sagði í erindi sínu að forsendur og mark-
mið samkomulagsins séu að hið opinbera
skuli stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og
ábyrgri stjórn opinberra fjármála. Móta eigi
heildstæða stefnumörkun í opinberum fjár-
málum til lengri og skemmri tíma. Einnig að
vandað verði til lagasetningar um fjármál
opinberra aðila og að eftirlit með stjórn og
ráðstöfun opinbers fjár, eigna og réttinda
verði traust. Hann sagði að í forsendum
samkomulagsins sé tekið fram að formlegt og
reglubundið samstarf skuli vera með sam-
bandinu og sveitarfélögum um mótun fjár-
málastefnu og fjármálaáætlunar. Samkomu-
lagið felur í sér niðurstöðu samráðs aðila
og einnig sameiginlegan skilning á markmið-
um ríkis og sveitarfélaga í opinberum fjármál-
um.
Fjárfestingaráform opinberra
aðila auki ekki spennu
Um efnahagslegar forsendur og hagstjórnar-
leg markmið sagði Karl m.a. að núverandi
efnahagsforsendur verði að skoða í ljósi
margra ára samfellds hagvaxtartímabils á
Íslandi og spár um vöxt fyrir komandi ár.
Spenna sé nú á vinnumarkaði með hættu á
að ósjálfbærar launahækkanir á hluta tíma-
bilsins ógni stöðugleika. Forðast þurfi að fjár-
festingaráform opinberra aðila auki spennu í
efnahagskerfinu næstu ár.
Sjálfbærni, varfærni
og stöðugleiki
Karl sagði aðila samkomulagsins sammála um
afkomumarkmið sem byggja á grunngildum
um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og
gagnsæi. Að heildarafkoma hins opinbera
(A-hluta) verði jákvæð árin 2017 til 2021 og
heildarafkoma A-hluta sveitarfélaga verði í
jafnvægi og stuðli þannig að efnahagslegum
stöðugleika. Heildarafkoma B-hluta sveitar-
félaga verði einnig jákvæð, sbr. fyrirliggjandi
áætlanir. Rekstur sveitarfélaga verði sjálf-
bær. Skuldir þeirra sem hlutfall af VLF hækki
ekki og stefnt að því að þær fari lækkandi.
Rekstur sveitarfélaga verði innan varúðar-
marka, tekjuáætlun þeirra verði varfærin,
útgjaldaáætlun raunsæ og sveitarflög gangist
ekki undir skuldbindingar sem raski forsend-
um í rekstri og afkomu til lengri tíma.
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins.
Samkomulagríkisogsveitarfélagaumopinberfjármál:
Tekjustofnar sveitarfélaga
verði skoðaðir
Frá Landsþinginu. - Myndir: Ingibjörg Hinriksdóttir.