Auglýsingablað Austurlands - 01.01.1908, Blaðsíða 2

Auglýsingablað Austurlands - 01.01.1908, Blaðsíða 2
jUxstvxYtatiði, nýbyrjaða blaðið á Eskifirði, eiga sem flestir Austfirðingar að kaupa. Það virð- ist engin ofætlun fyrir Austfirðingafjórðung að bera tvö snrá blöð, sem ekki kosta nema 3 krónur hvort. Austurland er kostað af nokkrum mönnum í Suðurmúlasýslu, og er vonandi að alþýða styðji þetta fyrirtæki þeirra með því að kaupa blaðið, svo þeir geti haldið því áfranr. Austurland flytur myndir að öðru hverju og hefir þegar flutt þessar myndir: af konungi vorum, af 4 íslenskum stórkaupmönnum erlendis, þeim Jakob Gunnlögssyni, Sigurði Jóhannessyni, Thor E. Tulinius, Garðari Gíslasyni. í næstu blöðum koma myndir af millilandanefndarmönnunum, 7 sem ætla að sigla í næsta mánuði. Austurland hefir og í hyggju að birta myndir af-skattanefndinni sem á að koma saman í Reykjavík í vetur. Sem sagt, Austurland verður að öðru- um þræði myndablað. Seyðfirðingar, sem vilja fá Austurland, eru beðnir að kaupa það hjá Pétri bókbindara Jóhannssyni. Fáskrúðsfirðingar eru beðnir að kaupa Austurland hjá Jóni Davíðssyni verzlunarstjóra. Norðfirðingar eru beðnir að kaupa Austurland hjá Einari hreppstjóra eða Jóni Davíðssyni á Nesi. Ekki er lítið um að vera fyrir blaðinu Austurlandi með auglýsingarnar. Þær eru fyrst prentaðar í blaðinu í fallegri umgerð og með skrauti eftir öllum lystarinnar reglum fyrir venjulegt verð, og svo lætur það prenta þær líka ó- keypis í þessu blaði fyrir þá sem óska þess, og svo flytur þetta Iitla blað aug- lýsingarnar þangað sem gisið er um kaupendur að »Landinu«, en fer eigi þangað sem þétt er fyrir. Kaupið Austurland. — Auglýsið í Austurlandi fyrir borgun, en borgun- arlaust í Auglýsingablaðinu. Heiðruðu Austfirðingar! Orgel Piano af öllum stærðum útvegar undir- ritaður frá Jóni Pálssyni í Reykjavík. Gjörið svo vel og snúið yður til mín. Príslisíar til sýnis, með mynd- um. Einum mánuði eftir að þið pantið, getið þið fengið lijóðfærin heim til yðar, eða á næstu liöfn. Gæði þeirra hljóðfæra er Jón Páls- son pantar eru óviðjafnanleg. Reynzlan sannfærir. Eskifirði, 1907. Bjarni Eiríksson. Bernskan heitir íslenzkt smásögusafn handa ung- lingum og börnum, eftir Sigurbjörn Sveinsson á Akureyri. 10 arkir að stærð. Verð: 75 aurar. Sögurnar eru léttar og liprar og á- gætar til lestraræfinga. Sigurður Jónsson barnakennari á Seyðisfirði hefir stóra útsölu. Páll Gíslason verzlunarstjóri á Fá- skrúðsfirði liefir og útsölu á Bernsk- unm.

x

Auglýsingablað Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Auglýsingablað Austurlands
https://timarit.is/publication/1281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.