Póstblaðið - 01.01.1914, Qupperneq 1
PÓSTBLAÐIÐ
Nr. 1
Janúar.
1914
Innihald: 1. Hið nýja hæjatal. 2. Hagstofa Islands. 3. Nýjar töflur til afnota við hreyting á
upphæðum póstávísana tii i’rakklands og Þýzkalands. 4. Eftirrit af póstávísunum
og dagstimplarnir. 5. Sérstakar hréfa- og bögglapóststofur í Eeykjavík og breyting
á skráning með skipum. 6. Endursending á koffortum, pokum og frímerkjadósum.
7. Tilkynningar þegar skiftir um ,póstmenn. 8. Ný blöð, Morgunblaðið og Mjölnir.
9. Breytingar á töflunni C. 10. Utborgun póstávisana og gildi þeirra.
1. Eins og segir í Póstblaði nr. 6 f. á. hafa póstafgreiðslumönnum verið sendar
skrár yfir bæi i hverjum hreppi í því skyni, að þeir endurskoðuðu þær, og sérstaklega
Id þess að þeir skrifuðu við hvern bæ á hvaða bréfhirðing eða viðkoraustað hver bær
sækir póstsendingar sinar, og bjóst eg við að póstafgreiðslumönnum væri það ljúft, þótt
þeir auðvitað þyrftu að fá aðstoð bréfhirðingarmanna í sínu umdæmi, til þess að ákveða
Þetta með fullri vissu. Þessvegna var og hver hreppur skrifaður á sérstakt blað, svo
að póstafgreiðslumennirnir gætu látið það ganga til bréfhirðingastaðanna.
Með því að gefa út bæjatal, sem sýndi á hvern bréfhirðingarstað hver bær sækir,
þá geta þeir, sem þar búa, fengið að vita á hvern póststað þeir verða að fara, til þess
að sækja sendingar til sín, ef þeir eða sendendur hafa eigi gjört aðra ráðstöfun, og þá
fyrst geta sendendur blaða og bréfa skrifað póststaðinn á allar sendingar. Það mundi
flvta fyrir öllum sundurlestri og gæti komið í veg fyrir missending fyrir ónákvæma
utanáskrift, sem því miður hefir alt of oft átt sér stað, bæði hjá innlendum og sérstak-
lega útlendum póstmönnum.
Það litur svo út sem sumir póstafgreiðslumenn ætli að taka sér þetta létt, því
að þeir hafa sent aftur skrárnar yfir bæina orðalaust og athugasemdalaust, enda þótt
Póstblaðið nr. 6 1913 segi í hvaða skyni þær hafa verið sendar.
Eg verð nú að senda þessar skrár.að nýju, því að eg get eigi snúið mér til
annara en póstmnnna, til þess að fá þessar nauðsynlegu upplýsingar, og fái eg þær eigi
á þann hátt, verð eg að fara fram á að fá skift um póstmenn.
2. Með þessu blaði fylgir reglugjörð um breyting á reglugjörð 21. maí 1908
uni það, að hagstofa Islands skuli vera stjórnarvald og nota þjónustufrímerki.
3. Með þessu blaði fylgja nýjar töflur um breyting á þýzkum og frönskum
þeningum í íslenzka peninga til notkunar við afgreiðslu póstávísana til Þýzkalands og
Frakklands, sem gilda frá 13. janúar 1914. 1 mark er þar látið jafngilda 89.30 aurum,
en 1 franki 72.75 aurum.
Hinar eldri töflur skal ónýta, svo að þær villi eigi fyrir póstafgreiðslumönnum,
eins og oft hefir borið við áður.
4. Þeg.ir póstafgreiðslumenn gefa út eftirrit af póstávísunum skulu eftirritin
auðvitað dagsett sama dag og frumritið, en þeir mega eigi stimpla slík eftirrit með dag-
stimpli, heldur skal skrifa dagsetning stimpilsins, sem var á frumritinu, innan i hring-
Jnn, sem ætlaður er fyrir stimpilinn.
Dagstimplarnir segja til um daginn, sem þeir eru notaðir. Það má aldrei setja
1 þá falska dagsetningu.
5. Með því að búið er að skifta póststofunni í lleykjavík í bréfa-póststofu og
köggla-póststofu, sem liggja langt hver frá annari, er rétt að póstafgreiðslumenn skrái
Weð skipum í tvennu lagi og skrifi bréf og peningabréf á sérstaka skrá og böggla á sér-