Kosningablaðið - 26.10.1911, Qupperneq 3
3
stjórnarflokkurinn hafi enga stefnuskrá,
og eg hefi ekki séð það í blöðunum,
að þeir berjist fyrir sigri neins mál-
efnis, nema helzt millilandafrumvarpsins
sæla, því fjárhagssparnaður kemur ekki
tiljfá þessu “þingi.j^Og það verður
ekki betur séð en allur persónulegur
illhreysingur og allur þessi ofsi sé
ætlaður til þess eins, að vinna stjórn-
arskrárbreytingunni tjón og koma
þeim bita fyrir kattarnef á þinginu,
og það einkanlega til þess, að leiðin
sé opin fyrir sambandslagafrumvarpið
til okkar þegar færi gefst. Og þá
ætlun styrkja einmitt orð allra 4 þing-
mannaefnanna á sunnudagsfundinum
siðasta.
Svo óskemtileg sem þessi samvinna
er við þá af Dqnum, sem vilja okkur
verst, þá er hún þó nærri þvi óskiljan-
legri. Eg get ekki getið þess til um
neinn af andstæðingum okkar, að
hann vilji landi sínu ilt, fremur en
hver af oss eða sé að vinna kauplaust
fyrir Dani, þeim einum til hagnaðar.
Eg imynda mér fremur að þeir
hugsi sem svo, að þó vér verðum
háðari Dönum, þá verði það ekki svo
ilt, þeir hafi ráðið hér áður, svo við
þekkjum þá og þeirra yfirráð, og þó
það færi þá misjafnlega og oft illa,
þá sé við engu sliku hætt framvegis,
því þá ráði heimastjórnarmenn hér
mestu og þá sé öllu óhætt.
Þessi hugsun er skiljanleg, og margt
vísar í þá átt, að hún sé rétt, en hún
grundvallast beinlínis á beinu sam-
bandi milli Danastjórnar og höfðingja
Og valdhafa hér á landi, eins og marg
bent hefir verið á i blöðunum, og
sambandið sé gert í því augnamiði,
að hvorir styrki aðra til yfirráðanna,
eins og menn hafa áður sýnt fram á.
Því verður og ekki neitað, sem marg
sýnt hefir verið og allir sjá, að með
danska valdinu og móti okkur standa
allir æðstu embættismenn landsins i
einnm huapp einmitt þeir menn allir,
sem hagnaðarv ín; gætu átt af sam-
vinnunni við Dani, og þó fleira ráði
stefhu manna en eigm Iiagur heirra
þá sy tir reynslan, að það er oft ekki
svo vitlaust, að leita manna þeim
megin sem hagurinn er.
Og til bvers sem þessi samvinna
er huguð, þá sjáum við, að hún hefir
verið gerð með áhuga og farnast vel,
ágæt/ega 1908 í tíð Hannesar Haf-
steins, og virðist ætla að fara vel í
tíð núverandi ráðgjafa, þó það sé að
vísu lítt reynt ennþá. í tíð Björns
Jónssonar fór hún út um þúfur reynd-
ar. Hann var einhvern veginn svo
skapi farinn og fór svo að ráði sínu,
að þar gat ekkert bandalag orðið, enda
mætti hann eindreginni óvild æðstu
embættismannanna og Dana eins og
verða hlaut.
Við mundum margir kjósa, að ein-
hver maður gæti það og gerði, að
sanna okkur, að það væri hin mesta
lygi, að háembættismanna hópurinn
ynni að því í sambandi við Dani, að
tryggja sér og þeim völdin og veg-
semdina og berðust á móti okkur, þó
hann eigi það á hættu, að stofna
landsréttindum okkar í háska, viljandi
eða óviljandi, og Heimastjórnarflokk-
urinn fylgdi þessum samherjum að
máli stefnuskrárlaus að öðru en því,
að niða okkur persónulega.
Eg býst þó við, að þið eigið óhægt
með að færa fram rök móti þessu,
sem sanni að þetta sé lygi, þótt þið
vilduð, og væri þó mörg rök hugsan-
leg, sem færa mætti, ef til væru, og
eg skal taka til eitt, sem eg tæki gilt
til að sýna mér að alt væri ástæðu-
laust og ósatt, sem eg hefi hermt hér,
og taka það svo gilt, að eg færi þegar
í stað ofan af þessum palli og bæði
glaður fyrirgefningar, og það er, ef
þið gætuð bent mér á æðstu embætt-
ismennina hér á bekkjunum hjá okk-
ur í okkar hóp, raðgjafann, biskup,
laudlækni, yfirdóminn, lagaskólann,
háskólastjórann og aðra æðstu stór-
höfðingjana.
Eg sé þá ekki hér, þið getið ekki
sýnt mér neinn þeirra hér i okkar
hóp. Eg veit ekki hvort þeir sækja
nokkra fundi, en eg get hugsað mér
þá sitja í röð annarstaðar — alstaðar
annarstaðar en hér. Og þetta sýnist
einmitt grunsamt.
Þetta, sem nú var sagt, á við bar-
dagann og orustuaðferðina um landið
í heild sinni, en hér í Reykjavík eru
aðfarirnar dálítið einstakar síns kyns
og verður að minnast á þær sér í lagi.
Persónulegi rógurinn og ofsóknirnar
á hendur þingmannaefnum okkar hafa
verið hér sérstaklega illkynjuð og
ódrengileg. A Magnús var ráðist þeg-
ar sem hann var kominn svo langt
burtu, að hann gat ekki varið sig, og
nægði ekki minna en að gera hann
að óbótamanni í augum kjósenda. En
illilega afslept sýnist þetta ætla að
verða hjá þeim og fara hreint út úr
höndunum á þeim nú þegar hann er
kominn.
Anzi er nú heimastjórnarliðið vel
varið, að það skuli ekki taka efiir því,
að alt þetta þagnar þegar Magnús er
kominn, og hvarfla ekki einu sinni í
hug hvað það er látið hlaupa með, og
því síður vænta þess, að Lögrétta
myndi segja sinum mönnum satt frá,
þótt hún fengi að vita, að það væri
haugalygi alt saman. Og þið þurfið
ekki að þola önn fyrir að hún geri
það.
A dr. Jón Þorkelsson hefir verið
ráðist svo óhræsislega, að eg man ekki
slíks dæmi, reynt að útflæma hann
svo lúalega, álit hans og mannorð.
Hvað sýnir nú þetta?
Segið þið mér nokkuð.
Haldið þið að andstæðingar okkar
réðust sjálfir og sleptu rökkum sinum
svo stjórnlaust á þessa menn, ef þeir
hefði nokkra von um, að þeir sviki
stjórnarskrána eða sambandsmáiið á
þingi?
Nei. Þeir vita einmitt, að þeir
hafa báðir reynst bjargfastir sjálfstæðis-
menn, og þeir hatast svona við þá
einmitt af því við treystum þeim allir
að berjast til þrautar í því máli og
fylgjum þeim allir svo fast sem við
megnum, sem beztu mönnum okkar
í hví ctrífti
En slíka heimskingja og hrakmenni
ætla þeir okkur, andstæðingar okkar,
að við virðum svo mikils auðvirðilega
smámuni, hlægilegan samsetning, svo
sem um atkvæðagreiðslu liðinna þinga,
að við svíkjum af þeim smámunum
þann mann, sem staðið hefir með
þeim allra fremstu á verði fyrir sjálf-
stæði okkar, í ræðu og riti, út á við,
gagnvart Dönum, og á þingi. Eða
Magnús BlöndahJ fyrir dylgjur og
ósannaðar getsakir.
Eg ætti ekki að mega koma hér
fram fyrir ykkur, af því götudrengir
hefðu kastað óþverra á mig.
Góður liðsmaður má ekki verja
sjálfstæði íslands, af því að sérstök
samtök sýnast vera um, að þeyta á
hann saur, einmitt af þvi að óvinir
hans óttast hann og við ættum þvi
að svikja hann.
Slík vesalmenni erum við ekki.
Antuð er dálítið sérstakt hér.
Hér Bjóða sig fram tveir andbann-
ingar, og VJja báðir breyta stjórnar-
skránni eftir jvf, sem hér hefir verið
skýrt frá, og fc-u því andstæðingar
okkar í pólitikinui.
Eg hefi talið þetta U4J vandræðamál
frá upphafi, og mér heftiVerið illa við
það og er enn, fyrst og fremst af
því, að það var í öndverðu sjvfj sam-
an við sjálfstæðismálið, og hefa. verið
þvi til bölfunar og er enn i 4^
hversu sem síðar fer. Og í öou
lagi af því, að eg hefi ekki sjón tn
að sjá, hversu fer með framkvæmd
þess, og eg er deigur við öll spor,
sem eg veit ekki hvert liggja.
En jafn viðsjárvert finst mér fyrir
því, að nema lögin úr gildi nú á
næsta þingi. Þá býst eg við bardag-
anum áfram, og banninu að fám árum
liðnum. En ef lögin reynast illa,
vænti eg að þau verði numin úr
gildi, og vildi eg geta stuðlað að því,
og þá skilst mér, sem óhætt muni að
lofa því, að þeir sem vilji, fái að hafa
brennivínið óáreittir í 20 til 30 ár.
Þessa stefnu og þessa hugsun finst
mér mætti verja, en óverjandi finst
mér með c;h 'hur/-ni’.i f bæklingi,
sem .; þingmanns-
efmö, - - jgason. Mér
finst þar svo ,v. ,a..st ganað beint
framan í Jlan jöfnuð, að eg varð
hlessa.
Hann er að fárast yfir v, í nú, að
með bannlögunuœ sé b-otinn sá
sjálfsagði mannrétur, að fá að borða
og drekka það sm við viijum, ef
það er ekki öðrum il meins og vel feng-
ið, og við missurr. þann siðferðissignr,
sem uppeldi við sj lfsafneitun og bind-
indi veitir, og fdsið til að vinna
sjálfir sigur á þ\í, sem oss er til
meins.
Auðvitað er þ;:si réttur skertur
með bannlögununi Það sáum við
guðmundarlaust og bæklingslaust. En
hitt sjáum við ekk: hver orsök knýr
manninn til að hrþa upp með þetta
einmitt nú, þega að eins síðasti
strengur þessa réttr er brotinn, en
hafa þagað meðan \erið var að murka
sundur alla hina.
Það er einmitt lomið svo nú, að
beinhörð neyðin, fceinn efnaskortur,
hefir neytt urmul andsmanna til að
hætta öllum vínftngakaupum sakir
hins gifurlega tolls. þar sem brenni-
vínið hefir hækkað þrefalt að verði á
þeirra dögum. Aðrr kaupa tvo þriðju
hluta, eða helmingeða einungis einn
fjórða hluta af þvi sem þeir vildu
kaupa og þráðu á kaupa, ef efni
leyfðu.
Af okkur, þessun mönnum, hafa
tolllög undanfarima ára verið að
smástela og kúga alan þann aðgang
til siðferðis og tnnngöfgis þroska,
sem sigur sjálfsafnetunar og bindindis
gat og átti að veta okkur. Suma
svifti tollurinn einun fjórðahlut, aðra
helmingi og suma ilu.
Að eins einn huta manna og
mannrétt hans og þroskaskilyrði lét
tollurinn ósnert, eði lítt snert, þá
menn sem sé, sem nóg áttu efnin
og fundu sama sem ki til tollsins.
Nú skil eg ekkL aö Guðmundur sé
svo rangsýnn eðí sá hifðstjóri, að
þykja það eiít má'í skifii, að vernd-
aður sé fullur mannréttur auðmann-
anna einna.
En þvi er hann þá að gala svo
.hátt nú en þagði eins og fiskur með-
an verið var að rýja okkur þessum
rétti, fátæklingana, m;ira og minna
og suma réttínum öllim, og þó er
þetta réttarbrot, bannið, að því leyti
réttlátara og sanngainara, að það
gengur að tiltölu jafit yfir alla, sem
eftir eru og veitir hnum eins konar
uppbót, sem níðst 'ar á áður, ein-
mitt sakir þess, að ieir voru fátækir.
A svo miklu hugunarleysi eða ó-
jöfnuði skil eg ekki að neinn sjálf-
stæðismaður vilji skita fyrir réttindi
landsins, og jafnvel mannrétt okkar
allra.
-------*»*<■---
Bardaga-aðferðin.
Eftirfarandi yfirlýing, sem konsúll
Kr. Þorgrímsson hefr sent Lögr. þarf
engrar skýringar við. Hún sýnir sjálý
hvílíkum vopnum áýllulausra ósann-
inda beitt er af aidstæðinga vorra
hálfu:
Herra ritstjóri Lörréttu, pér hafið
sagt i blaði yðar í da;, á bls. 202, 1.
dálki, að konsúll Sva %ér hafi. leyjt
Lögréttu að haja ejtirsér, að viðskijta-
ráðunautur Islands, Eirni Jónsson frá
Vogi, hafi ekki einu suni talað við hr.
Reutersvird, sem sé afilmaður í Jyrir-
tcekinu um samgöngui milli Islands og
Svípjóðar og alls ekkvt við hann átt
u' málið. Eg lýsi yfir pví, að hvorki
hefi.q nein snp 1lmnaii við yður hajt,
né hiaur igyjt yjur epir m^r%
Mér - kunnugt um, eð Ragnar Lund-
borg sa >u / ,ni v1q n■ skerra um land-
sjóðsstyrki;r ■;/ pessara skibajerða og
hefir veric v forgongu v*v inálið og
ennjrem r, ac - ' ^ taráðunauturinn
hefir staðiJ l ■ nn 0<r
Reutersvird
Kungi -tet.
; son. .
Lúalegar dylgjur.
Það bar til sumarið 1910, að sím-
þjónn einn í Reykjavík var rekinn
frá stöðu sinni fyrir óknytti og í
stöðuna settur kvenmaður, er gegndi
öðru starfi áður við þá símastöð.
Nokkurum mánuðum síðar gerði
þáverandi ráðherra, B. J., laun þessa
kvenmanns, ungfrú Guðrúnar Aðal-
stein, jafnhá því sem hinn frárekni
símaþjónn hafði haft í kaup — þau
voru töluvert :lægri áður —, þó að
símastjóri (Forberg) legði á móti því.
Ráðherra taldi ranglátt að láta hana
gjalda þess eins, að hún var ekki
karlmaður, er símastjóri viðurkendi,
að hún hefði sama starf og sömu
skyldur sem fyrirrennari hennar, er
reka varð úr stöðunni fyrir óknytti,
og að hún væri mjög dugleg.
Frá þessu er skýrt í svonefndri
skýrslu meiri hluta rannsóknarnefndar
efri deildar alþingis síðasta um gerðir
landsstjórnarinnar í Landsbankamálinu
m. m., i þeim kafla, þar sem verið
er að rekast í orðróm um uppljóstun
símaleyndarmáls; og getur það ekki
eftir sambandinu verið gert í öðru
skyni en að reyna að koma þeim
bletti á mannorð áminstrar göfugrar
yngismeyjar, er hefir á sér eindregið
almenningsorð fyrir hið vandaðasta
framferði, auk dugnaðarins, að hún
hafi látið kaupa sig með umgetinni
launahækkun til að rjúfa simaþagn-
arskyldu sína í þágu þess valdsmanns,
er launabótina veitti henni, hvað sem
simastjóri sagði. Frásögnin um hana
væri sett þarna alveg út i bláinn að
öðrum kosti.
Aðalmaður (formaður) í þessari
»rannsóknarnefndc var LHB nokkur,
hinn sami sem nú býður sig á þing
hér í höfuðstaðnum.
Er nú trúlegt, að kvenþjóð þessa
bæjar láti um sig spyrjast, að hún
fari að hlynna að kosningu manns,
sem gert hefir jafn-lúalega tilraun til
að rýra mannorð einnar hinnar vönd-
uðustu og heiðvirðustu systur sinnar,
ofan á það sem forsprakkar heiman-
stjornariiösins hala gert á síðasta
þingi og siðan til að spilla fyrir því,
að kvenlýður þessa lands hljóti sjálf-
sögð stjórnréttindi — kosningarrétt og
kjörgengi til alþingis m. m. ?
Mér finst þær ættu að biðja kjós-
endur að muna eftir pessu tilviki um-
getins dánumanns núna á laugardag-
inn, auk annarra afreksverka hans.
Kvenréttindavinur.
Halldór D., Uppkastið og
bannlögin. Með óskiljanlegum
óskapa-ósanninda-aðdróttana-blæstri
hellir bannfjendablaðið og skrifstofa
óháðra(l !)kjósenda sér yfir Isajold út
af frásögninni í síðasta bl. hennar um að
Halldór Daníelsson hefði sagst bjóða
sig fram »aðallega setn Uppkasts-
maðurc og ekki mundu gangast fyrir
því að bannlögin verði úr gildi num-
in á næsta þingi.
Læti blaðsins og skrifstofu hinna
óháðu(!!) eru svo óstýrilát, svo sem
skrökvað hefði verið einhverjum stór-
glæp upp á álrúnaðargoðið í bili, hr.
H. D.
Um hið fyrra atriði segir tíðinda-
maður ísaf., að H. D. hafi byrjað
ræðu sína með lofi miklu um Upp-
kastið og ekki hægt öðruvísi hans
orð að skilja, eins og þau féllu, en
að það væri honum aðalmálið. Ritstj.
Isafoldar heyrði ekki þenna kafla ræðu
H. D. fremur en flestir aðrir — svo
lágt talaði hann — og getur því eigi
um dæmt hver réttara hefir fyrir sér,
en úr því að bannfjendabl. — líklega
að undirlagi H. D. — lætur svona,
er líklegt, að H. D. hafi ekki viljað
láta skilja orð sín svo sem tíðindam.
ísafoldar gerði.
Um síðara atriðið heldur ísafold því
fast fram, að H. D. hafi einmitt sagt
þetta: að hann mundi ekkigangast fyrir
þvi, (»eiga frumkvæði að«, voru víst
hans eigin orð) að bannlögin yrðu úr
gildi numin á næsta þingi. Að þessu
er hægt að leiða nóg jvitni, óefað ekki
fæst úr bannfjendaflokki, svo mikið
orð gerðu þeir á því, hversu flatt þessi
yfirlýsing hefði komið upp á þá.
Rógur Ingólfs.
í blaðsneplinum Ingólfi, sem út kom
í dag, stendur meðal margs annars
góðgætis greinarkorn með yfirskrift-
inni:
Magnús Blöndahl og sjómannastéttin.
Róggrein þessi, sem er undirrituð:
»Jónatan« (hefir líklega átt að vera:
prófessor Jónatan), er svo aumlega sam-
ansett — eins og reyndar flest annað
úr þeirri átt — að óþarfi væri að
svara henni nokkuru. Eg skal þó
með nokkurum orðum taka þetta fram:
Jónatan kveðst hafa athugað hvað eg
hafi gert fyrir fiskiveiðarnar og sjó-
menn og komist að þeirri niðurstöðu,
sem nú skal greina:
1, að eg hafi verið eitt ár fram-
kvæmdarstjóri »íslendings« félagsins.
2, að eg á því ári hafi unnið sam-
vinnufélagsskap sjómanna stórtjón.
Hvað fyrra atriðið snertir — þá er
það að eins hálfur sannleikur. Eg
var frá stofnun íslendingsfélagsins og
til aðalfundar í ár ávalt kosinn for-
maður þess, og það þrátt fyrir það,
að eg hafði þegar að fyrsta starfsári
félagsins loknu beðist undan endur-
kosningn í stjórn þess. Samt sem áður
vareg endurkosinn formaður þess hvert
árið eftir annað, bæði 1909 og 1910.
Að annar maður var kosinn formaður
þess á aðalfundi i ár, átti rót sína að
rekja til alls annars en Jónatan vill
gefa í skyn og mun létt verk fyrir
mig að sanna með fjölda vottorða, að
Jónatan fer þar með staðlausar að-
dróttanir.
Um hitt atriðið, að eg hafi unnið
þessum félagsskap sjómanna stórtjón,
er það að segja, að það er sannanlegt
með fjölda vottorða, ef á þarf að
halda. að »Jónatanc litli hefir þar sem
oftar endaskifti á sannleikanum. Því
það var einmitt eg, sem með aðstoð
Islandsbanka bjargaði fyrir félagsmenn
öllu hlutafé þeirra yfir 40 púsundum,
sem þeir að öðrum kosti hefðu tapað
gersamlega.
Þetta veit Jónatan ofurvel að er
satt, en það lítur helzt út fyrir, að
honum sé meinilla við að herma það
ciu, sem saiL er og rett. Að cg p.l
hafi unnið áðurnefndum félagsskap
stórtjón, lýsi eg tilhœjulaus ósannindi.
Jónatan þarf ekki heldur að ætla
sér þá dul, að hann með lygum sin-
um geti ráðið yfir atkvæðum sjó-
manna; þeir eru flestir honum skyn-
samari og gætnari, og vita vel, að á
þeim tveimur þingum, sem eg hefi
setið, hefi eg leitast við, eftir megni,
að hlynna að sjávarútveginum og sjó-
mönnum og eg get öruggur vísað á
þingtíðindin máli minu til sönnunar.
Reykjavík 26. okt. 1911.
Magnús Blöndahl.
-----
„Bauditpar tiet“.
Hjá dönsku mömmu eru innlim-
unarmennirnir nú búnir að velja þeim
mönnum, sem standa fastast á verði
fyrir sjálfstæði þessa lands — þetta
nafn: Banditpartiet, þ. e. þorparaflokk-
urinn. Hvað hefðu þessir sömu menn
kallað Jón Sigurðsson — hjá dönsku
mömmu: Banditjöreren — þorpara-
höfðingjann.
Alpýðan er það bjarg, sem Sjálf-
stæðismenn byggja á og mestan styrk-
inn veitir sjálfstæðishugsjóninni. Hún
er það því, sem innlimunarmenn —
hjá dönsku mömmu — velja þetta
virðulega heiti!
Alpýðan mun kunna að svara fyrir
sig á laugardaginn — cf hún þekkir
sinn vitjunartíma.
Euginu sjálfstæðismaður
má glæpast á að kjósa dr. G. F. á
iaugardaginn, því að það er hið sama
og að styðja að kosningu LHB og
Jóns sagnfræðings.
Leiðr. íjnokkrum eint. þessa blaðs
hefir misprentast á 1. síðu, 5. dálki
í enda greinarinnar Engan bitling:
afstýrt, á auðvitað að vera ráðið.