Tuttugasta öldin - 03.12.1910, Page 2
2
XX. ÖLDIN
SEGREGATION
Segregation þýðir einangrun.
Og komandi bæjarkosningar snú-
ast aðallega um þetta mál, sem
nefnt.er segregation. Það þýðir
það, að sumir bæjarbúar halda
því fram að heppilegast sé að
einangra vændiskonur bæjarins.
Það er, ákveða þeim einhvern
stað, þar sem þær séu afskektar
og í friði. En aðrir eru á móti
þessari hugmynd og vilja engan
stað heimila þeim, en vægðar-
laust drífa þær burt. Um þetta
atriði munum vér ræða sfðar, en
í þetta sinn leggjum vér engan
dóm fram í þessu máli, heldur
verður þessi grein aðeins inngang-
ur.
White Slave Trade er annað
mál og náskilt þessu áður nefnda.
Það þýðir, verzlun með kven-
fólk. Fríhyggjendur og Sósíal-
istar hafa undanfarna nokkra
tugi ára verið að vekja hinn
kristna heim til meðvitundar um
þetta voðalega böl. En kristnin
sem stofnaði núverandi hjóna-
bandslög, þóttist hafa gert alt
sem nauðsynlegt var í þessu efni,
þangað til núna nýveriö að kyrkj-
uinar eru rétt að vakna til með-
vitundar um það, að hjónabandið
er engin trygging fyrir ást og
hjúskaparfarsæld, að heimilin eru
rotin og sjúk og kvenfólkið verzl-
unarvara og verzlun sú rekin rétt
undir kyrkjuveggjunum af þeirra
eigin mönnum.
Af öllum svíviröingum er þrifist
hafa í kristnu þjóðfélagi, er engin
því lík sem þessi. En við hverju
er að búast, þar sem kyrkjan
hefir kent niðurlægingu kvenna,
kent að þær væru sálarlausar
verur, óhreinar og bölvaðar. Þar
sem móðernið hefir verið svívirt
og ástin gerð tortryggileg og að-
eins löghelguð undir hræsniskápu
hjónabandslaganna af hinni sví-
virðilegu, lágu og siðspillandi
stofnun, kristnu kyrkjunni. Engin
trúarbr^gð hafa eins niöurlægt
kvendóminn eins og kristnin.
Engan óvin hefir kvenþjóðin átt
eins svartan og kristna presta.
En kyrkjan er óðutn að mann-
ast í seinni tíð og afleiöing þeirrar
menningar er hluttaka kristinna
manna nú í kvenréttinda starf-
seminni. Allir betri kyrkjurnenn
eru nú að verða kvenfrelsis vinir.
A miðöldunurn seldi kyrkjan
sjálf konum leyfi til að reka þá
atvinnu, er nú er af henni fyrir-
litin og nú er verið að reyna að
útrýma.
Þjóðfélagsfræðingar hafa séð
orsök þessarar verzlunar í gegnum
annað gler en prestarnir og þaraf-
leiðandi benda á annað læknis-
meðal. Þeir sjá, að hagfræðis-
stefna vorra tíma er að mestu
leyti rótin að þessu böli, og á
annan veginn hjónabandið sjálft.
Vér sleppum hjónabandinu hjá
í þetta sinn, en tökum hagfræðis
hliðina í fám orðum.
Það er lögmál, sem öll viðskifti
ganga eftir, að framboð og eftir-
spurn vegur salt. Sú vara sem
mikil eftirspurn er eftir, selst vel,
og sé framboðið tregt, verður
verðið hátt, en sé framboðið
mikið, lækkar verðið. í almenn-
um atvinnugreinum er framboð
þeirrar vöru, er vinna er nefnd,
mikið, það meinar að kaupgjald
er svo lágt að varla er unt að lifa
af því kaupi sein goldið er. I
þessum bæ og víðar vinnur fjöldi
kvenna á verkstæðum og í búðum.
Vinnan er þreytandi, vinnutíminn
of langur og kaupið of lágt. Af-
leiðingin er, sífeld tilraun að bæta
kjör sín, fjöldi stúlkna tekur
slæmum giftingatilboðum fremur
en að þræla á verkstæðum. Svo
er ein atvinnugrein, sem ávalt
botgar sig vel. Eftirspurnin eftir
þeirri vöru er mikil, því von um
gott verð á þeirri vöru er um er
beðið. Þessi vara er: Astaratlot
kveiina. Karlmennirnir gera
eftirspurnina og borga fyrir vör-
una, samkvæmt vanalegu mark-
aðs verði. Stundum er það verð
hátt, stundum lágt, alt eftir því
hve mikið að framboöið er.
Karlmenn eru því heinir virkilegu
undirstöðustólpar þessarar óeðli-
legu og andstyggilegu verzlunar.
Hin helgasta og háleitasta til-
finning og ástríða mannsins er
ástin. Hún. er lykill að söntiu
heimili. Hún samtengir kynin,
og inyndar faðernið og móðerniö,
hún blessar og farsælir, huggai og
gleður, faðmar og fyrirgefur. An
ástarinnar væri heimurinn óbygg-
ilegur. Allar nytsömustu og
fegurstu framkvæindir mannsins
eru uppörfaðar af eldi ástarinnar.
An ástarinnar væri maðurinn við-
bjóðslegt villidýr.
Þegar svo auðvalds hagfræðin
og kyrkjan hafa hjálpast að því
að niðurlægja og niðurníða
ástina, þá verður afleiðingin
andstyggi'.egt villiæði lostafullra
ríkra munaðarseggja á aðra hliö
og viðurstyggileg aurafýkn afkyn-
jaðra og drukkinna ambátta á
hina.
Nú er kyrkjan komin í liö með
fríhyggjenduin að reyna að ráða
bót á þessu voða böli, þökk sé
henni fyrir það. Og glaður vill
nú hver heiðinn fríhyggjandi (því
hver sá er ekki trúir kristnum
kreddum er heiðinnjtaka höndum
saman við kyrkjunnar menn og
ganga til verks í þessu sem hver'ju
öðru því málefni, er til bóta
horfir.
Bara að prestanir prédikuðu
meira urn ást en minna um trú
(hjátrú), reyndu að hækka hug-
sjónir ungra manna og kvenna
í tilliti til heimilis myndunar.
Bara að kynferðis og kynbóta
fræðin væri kend ískólum vorum
og kyrkjum. Bara að kyrkjurnar
væru skólar en ekki guðspjalla-
knæpur eins og þær eru núna
flestar.
Það á að fara að reka burtu allar
ósiðlegar konur þessa bæjar.
Gott, ef það lánast. Enhugmynd
vor er sú, að rætur þessa máls
standi nokkuð djúpt í jarðvegi
þjóðlífs vors, svo lög og ofbeldi
nái skamt. Hugboð vort er það,
að atvinnumálin verði að iagast
fyrst. Og er það verkefni vorra
stjórnmálamanna. Auðvaldið
þarf að kollvarpast. Vínið að
útilokast. Kyrkjan helzt að hætta
að vera til, minsta kosti að breyta
mjög stefnu sinni. Og það þarf
að skapa heilbrigt alinenningsálit
í tilliti til þessa málefnis í heild
sinni eins og í öðrum málum.
Það þarf að ræða kynferðismál,
gefa út alþýðubækur um það efni,
kenna líffærafræðina á alþýðu-
skólum betur e’n gert er og jafnvel
þjóðmegnunar og þjóðfélagsfræði.
Það þarf að menta alþýðuna
betur en gert er.
Hvaðáaðgera? Aaðeinangra
púturborgarinnar ? Eða áaðreka
þær burt ? Um þetta er nú rætt
og ritaö um þessar mundir. Og
rilþýðan verður spurð um álit sitt
á þessu ináli við komandi kosning-
ar. Hverju ætliö þér að svara ?
Á að einangra og með þvi viður-
kenna og lögleyfa þessa Verzlun,
eða á aö reyna aðafmáhana með
lögum og lögreglu?
Svarið kemursíðar.
LYOF TOLSTOI
Ný-dáinn er mannvinurinn og
spekingurinn Lyof Tolstoi. Þeg-
ar aðrir eins rnenn deyja, þá
setur niður í oss, vér höfum
hljótt uin oss. Minningin er svo
helg, og með engu er hægt að
sýna viröingu sína og hluttekningu
betur en heilagri þögn. Hinn mikli
anarkisti og vinur Henry George
er lagstur lágt. Allir velhugsandi
menn syrgja hinn göfuga öldung.
Og jafnvel sunrir vondir menn
taka þátt í sorginni.
Hver sá, sem hefir lesið nokkuð
til muna af hans mörgu ritum,
saknar þessa inikla anda og finnur
glögt til skaðans sem /nannkynið
líður við fráfall hans. En svo
munu menn þó athuga um leið,
að hafi nokkur rnaður gert heim-
inum gagn og unnið stórt dags-
verk og ent vel út daginn, þá
hafi Tolstoi gert það. Hann var
82 ára gamall er hann dó. Hjörtu
vor slá í viðkvæmri hluttekningu
með hans nánu vinutn er nú
syrgja hann.
OMAR KHAYYAM
Oinar Khayyam var fæddur á
síðara helfingi 11. aldar, og dó
á fyrsta fjórðungi 12. aldar, 1123
í smábæ nálægt borginni Naishap-
ur á Persalandi. Æfisaga hans er
samtvinnuð við æfisögu tveggja
annara manna sem hétu Abdul-
Kassem og Hassan-Sebbah. Þeir
gengu í æsku á sama skóla í
Naishapur hvar að var einn
nafnfrægur kennari og lærdóms-
inaður yfirmaður þess skóla er
Irnam Mowaffak hét. Það var.
trú, að hver sem lærði hjá þeiin
ágætismanni, yrði gæfumaður.
Þessir þrír námsmenn sömdu með
sér að sá sem fyrstur hlyti em-
bætti, tign og vald, skyldi láta
hina njóta góös af. Abdul-Kass-
em eða vísir Nisam ul Mulk, sem
varð sfðar tignarnafn lians, náði
fyrstur stjórnar embætti, sem
myndi vera nefnt á okkar máli
fjármálaráðgjafi, eða eitthvað
. Hkt því. Þeir félagar hans kröfð-
ust heitsins forna og stóð hann
við þaö. Kaus Hassan sér stjórn-
arembætti, en Omar kaus að
rneiga lifa rólegn lífi í ætrborg
sinni Naishapur og stunda bók-
mentir og þegar vísirinn sá að
hanu meinti þetta en afbað stjórn-
arstöðu sem hinn bauð honum,
þá veitti hann honum 120O mith-
kals gulls árlega af borgarsjóði.
Ég sleppi þessuin félögum hans
við þetta og held áfrain með
Orrtar.
Omar lifði og dó í Naishapur,
stundaöi alla æfi vísindi og heim-
speki. Einkuin lagði hann sig
eftir stjórnfræði. Hann var einn
af þeim átta lærðu rnönnum sett-
u;n til að endurbæta tírnatalið.
Afleiðingiu af því verki var ið svo
nefnda Jalali tímabil, tírnaút-
reikningur, segir Gibbon, sem
tekur frarn Júlfanska tímabilinu og
nilgast nákværnni gregorisku
reglunnar. Hann er líka höfund-
ur að nokkrum stjóinfræðislegum
töflurn, og Frakkar hafa nýlega
endurprentað og þýtt ritgjörðir
eftir hann á arabisku urn tölvísi.
Hans síðara nafn Khayyam er
hans skáldnafn og þýðir tjalda-
srniður, því það er sagt að hann
hafi eittsinn haft þá atvinnu.
Kvað hann þá þetta:
“Khayyam, sem saumaði tjöld
vísindanna
hefir dottið ofan í ofn sorganna
og brunmð snögglega,
skæri örlaganna hafa klipt tjald-
I strengi lífs hans og
fjármálaagent vonarinnar hefir
selt hann fyrir ekkert.”
Hann dó árið 1123 í Naishapur
og lét búa út gröf sína áður hann
dó, þannig, að hún blasti móti
norðri, svo norðan vindurinn gæti
fevkt blómum yfir hana, svo
hvílan hans yrði ætíð þakin blóm-
um. Gröfin var rétt utan við
garð og trén lutu fratn yfir leiðið
og feldu sífelt blóm á gröfina og
huldu steininn.
Framhald.