Bergmálið - 20.06.1916, Side 3

Bergmálið - 20.06.1916, Side 3
jl- tbl. ‘Nú. Það er víst fróðlegt rit. Hvað kost- *r irgangurinn ?< »Það er bara selt í lausasölu. Heftin eru fjögur. Og fást öll fyrir krónu.« ‘Ekki getur það heitið dýrt, ef ritin eru góð,< svaraði sankti Pétur. ‘Góð! Það eru engar aðrar baekur lesn- ar á sumum bæjum í minni sveit. Eg hafði uokkur eintök með mér, en gat ekki bor- þau alla leið. Eg fékk þau geymd á Jtelastjörnunni, sem er suður og upp af t»landi.« »Það eru altaf ferðirnar,« sagði Pétur. *En við skulum líta í skýrslurnar og sjá hvert þú mátt setjast hér að. Eg held þú S*tir töluvert haft upp úr því að selja sniárit hér. Þeir kaupa alt nýtt, karlarnir hérna. — Eg hef bækurnar þarna í kompu til hægri handar. Návík, sagðirðu. í hvaða sýslu er hún?< ‘A.-sýslu á íslandi.« »íslandi!« sagði sanktiPétur og blaðaði * bókunum. — Hér kemur það! En hvað heiturðu ?« spurði Pétur. •Rógur heiti eg,< sagði svarta sálin. »Þetta ætlar að ganga illa, Rógur litli. Eg held hreint að þú sert ekki kominn á hstann enn þá.« Og hann leitaði enn um stund. »Nei, það er áreiðanlegt. Þitt nafn 1 er ekki hér. Þú mátt fara. Eg má heldur ekki vera að þessu fram á rauðanótt. Eg Þarf snemma á fætur á morgnanna.< En Rógur var ekki á því að fara. Hann hað Pétur í öllum bænum að lofa sér að Vera, og bauð hohum eitt eintak af öllum fitunum til þess að hleypa sér inn. En það var ekki við það komandi. »Eg fer ekki að byrja á óráðvendni. Eg er orðinn of gamall til þess að læra hana,« sagði Pétur. En hinn sat fastur við sinn keip, Seinast tór hann að brigsla St. Pétri og þeim í himnaríki. Sagði að þeir væri svo mislyndir og gerðu sumum mönnum rangt til. Hann sagðist hafa verið vel metinn á örðunni og þótt skemtilegur. En þó ætti að úthýsa sét úr himnaríki. »Er það hugsanlegt, að það sé þessum ritum nokkuð að kenna,« sagði Pétur. j »Vor Herra les alla skapaða hluti. Et til j vill geðjast honum ekki að þeim, og læt- ur svo alla gjalda þess, sem hafa haft hönd í bagga með að semja þau og út- breiða. Eg veit það ekki. En það eru verk- in, sem hér eru dæmd, en ekki persónan, eða staðan. Og gaman hefði eg at því, að sjá þessi rit. Því einhver kraftur er í þeim, ef þau hafa himnaríkisvist af heilum hóp manna. En hverjir hafa skrifað þau?« »Ýmsir helstu rithöfundar nútímans, t. d. Emérit Kross, Jón Saud, Árni aftan- hlaðningur o. fl. o. fl.« »Jæja, Rógur lifli, þú verður að fara í þetta sinn. En eg skal tala um þetta við Herrann. Og mig langartii aðfáritinmeð Bergmálið. 3 Verslun LÁRUSAR THORARENSENS, Strandgötu 19 Oddeyri, hefir mjög fjölbreytta álnavöru, ódýra eftir gæðum. Ennfremur miklar byrgðir af íeirvörum, mjög vel völdum. Margskonar ísenkram, alt selt sanngjörnu verði. Einnig hefir verslanin ýmsar nauðsynjavör- ur, sem allár eru seldar með mjög litlum hagnaði. Ýmsar tóbaksvörur og sælgætisvörur fást að jafnaði. • Komið og sannfærist um gildi þessarar auglýsingar. Ldrus Thorarensen. Hafið. næstu ferð, sem þú nærð í. Og farðu nú vel.« Sankti Pétur skelti svo hurðinni í lás rétt við nefið á Róg, og flýtti sér inn göngin og háttaði í snatri. En Rógur þaut á stað áleiðis til jarðar- innar, tók ritin á halastjörnunni og var kominn ofan undir Öræfajökul í dögun. Frá Siglfirðingum. Hér er unnið af kappi að ýmsum byggingum, mannvirkjum og um- bótum. Fríkkar Siglufjörður óðum og færist í aukana. Verið að endur- bæta hafnar- eða fióðgarðinn. Verk- stjóri við hann er Felix Guðmunds- son frá Reykjavík, sem hafði það verk með höndum síðasta sumar. Meiri háttar uppfyllingar eru þeir að láta byggja, auðmennirnir Pétur Thorsteinson í Reykjavík og Sören Goos. Guðmundur Bíldal sér um verkið fyrir Thorsteinson. En G. Blomquist verkfræðingur og Kr. Skagfjörð fyrir Goos. Pá er Guð- björn timburmeistari Björnsson frá Akureyri að byggja hér steinhús og ýmsir fleiri vinna að byggingum. O. Tynes stórkaupmaður og fleiri auðmenn ætla að byggja afarmiklar byggingar inn á Leiru. Og sagt að við þær eigi að geta lagst 30—40 skip. Bátar og skip hópast nú hingað til veiða. ísfirðingar, Skagfirðingar og Húsvíkingar komu með mikinn flota. Eru sumir hræddir um að beitu muni vanta handa þessum fjölda. En vonandi er að allir afli vel. Stórreiða haf! Hvitfextum flaxandi öldum faðmandi örmunum köldum. Drepandi haf. Skinandi haf! Með fleti svo fagra og slétta, fegurstu litmyndir pretta. Dulrœna haf! Tœlandi haf! Ginnandi góðrí með veiði, gefandi mörgum hvað beiðir. Auðuga haf. Sikvika haf! Á breytingar mannlifs þú minnir, mannúð engri þú sinnir. Margbreytta haf! í vinnumensku fyrir 40 árum. Langamýri var ein af bestu jörðum í sveitinni. Jón bóndi hafði erft nokk- urn hluta hennar. En keypt hana smám saman alla af systkinum sínum. Jón átti duglega konu, er Þórunn hét, og græddist þeim fljótt fé. Keyptu þau tvær næstu jarðir við Löngumýri. Og urðu þetta lendur miklar, er þau bjuggu á. Og höfðu æfinlega margt hjóna. Gekk þeim vel að fá vinnufólk. Hvort það hefir verið af því að þau hafa boðið betri kjör en aðrir, eða mönnum hefir þótt upphefð að því að vera hjá Jóni ríka, vitum vjer ekki. En vinnufrekja var mikil á Löngu- mýri, bæði sumar og velur. Karlmenn- irnir fóru í hákarlalegur yfir vorið, reru til fiskjar haust og vor, stunduðu

x

Bergmálið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmálið
https://timarit.is/publication/1292

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.