Bergmálið - 20.06.1916, Side 4
4 fiergmálið. j. tbl
Símskeyti til ,Bergmálsins‘.
Siglufirði 19. júní, kl 3,40 síðdegís.
, Herskip sveima úti fyrir Eyjafirði.
Beituleysi norðanlands. Lítill afli.
Norsk flutningaskip lögð af stað hingað.
Nefnd manna frá ýmsum löndum semur í Bergen um viðskifti
pjóðanna.
Stríðið geisar grimt. Rússar nýlega unnið stórsigra á Austur-
ríkismönnum, og sökt 10 pýskum skipum í Eystrasalti.
Pjóðverjar sækja á Verdun.
Barist á allri herlínu Rússlands norðanverðu.
ítalir unnið af Austurríkismönnum.
Síminn í ólagi. Nánar næst.
Afgreiðslumenn
fjarðarbátsins
„Hrólfur Krakí“:
Akureyri: Eggert Einarsson, verksmiðjueigandi.
Austan Eyjafjarðar:
Svalbarðseyri: Páil Halldórsson, framkvæmdarstjóri.
Nollarvík: Björn Jóhinnesson, útvegsbóndi.
Kljáströnd: Höfðabræður.
Grenivík: Tryggvi Indriðason, útvegsbóndi.
Svfnárnesi: Þorsteinn Gíslason, útvegsbóndi.
Grímsnesi: Jón Halldórsson, útvegsbóndi.
Látrum: Tryggvi Jónasson, útvegsbóndi.
Þorgeirsfirði: Gfsli Gíslason, útvegsbóndi.
Flatey: Jónas Jónsson, faktor.
Húsavik; Bjarni Benediktsson, kaupmaður.
Vestan Eyjafjarðar:
Hjalteyri: Tryggvi Benediktsson, kaupmaður.
Hrísey: Ólafur Þorsteinsson, kaupmaður.
Dalvík: Stefán Jónsson, verzlunarfulltrúi.
Olafsfirði: Arni Bergsson, verzlunarmaður,
Siglufirði: Jón Guðmundsson, faktor.
Akureyri 15, júní 1916.
Bjarni Einarsson.
er besta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið.
Komið og sannfærist!
Umboðsmaður: •
Jóh. Sch. Jóhannesson.
arlm an nafatnaðir
eru væntanlegir með
1 »Goðafoss« næst
7
í verslun
Sig. Sigurðssonar,
Siglufirðj.
heyvinnu yfir sumarið og hirtu fé á
vetrum, óku á völl, kembdu, prjónuðu,
voru í sendiferðum o. s. frv.
Ekki voru vorbúðir þær, er sjómenn
þá héldu til í, girnilegar. Hlaðnar úr
torfi og grjóti og engin fjöl í þeim.
Rúmbálkar voru stórir og i þeim drusiur
tómar. Ekkert var þar eldstæði. Mat-
ur allur stinn kaldur. Og ekkert hægt
að þurka. Urðu menn oft að leggjast
svitastorknir til svefns í sjóbúðum þess-
um ískö.ldum, er þeir komu heitir úr
róðrunum. Má nærri geta hve notalegt
það hefir verið og heilsusamlegt. Var
það einkum á haustin, að þær voru
óvistlegar. Draugar voru einnig alltíð-
ir gestir í grenjum þessum. Ekki var
mata sjómanna æfinlega rífleg. Gekk
fleirum illa að treyna hana. Og mikl-
ir matmenn átu það upp á 3—4 dög-
um, er þeir skyldu enda í viku. Og
horfði það ofát stundum til vandræða
fyrir félaga þeirra.
Mikill var munur á úttekt manna
úr kaupstað þá og nú. Menn átu það
sem þeir framleiddu og keyptu lítið
að kaupmönnum. Var kaupstaðarút-
tekt frá litlum heimilum yfir árið í þá
daga oft ekki meiri en svo, að koma
mátti á einn hest. Lítið var þá drukk-
ið af kaffi, sykur afarlítið notaður,
brauð sumstaðar sjaldgæft og margt
af því, sem nú er notað daglega sást
sumt sjaldan og sumt aldrei. Fjalla-
gros voru þá mikið tínd og etin. Á
Löngumýri kom varla svo dropi úr
lofti, að ekki væri heill hópur af
vinnufólki rekinn af stað í grasaleit.
Þóttist bóndi ekki geta án grasagrauta
verið, svo holl kvað hann sér fjalla-
grösin, fyrir utan búdrýgindin. Voru
grasaferðir þessar næsta erfiðar og oft
ábætir á önnur nægilega mikil dags-
verk. Voru vinnukonurnar oftar hafð-
ar í fjallferðir þessar. Var það ekki
uotalegt, að vera fleiri tfma að verki
þessu, oft gagndrepa af votviðri. Og
rogast evo með stóra poka fulla með
grös.
Einusinni höfðu vinnukonur á Löngu-
mýri ausið skít á túnið fyrrihluta dags
og fram undir kvöld. Kom þá rigning.
Voru þær þá sendar í grasaleit. Komu
þær ekki úr þeirri ferð fyr en nokkuð
var liðið á nótt. Þannig var grasa-
ferðunum bætt á þær að Ioknu dags-
verki.
Seint um sumar fóru þær sem oft-
ar á grasafjall Hafði húsmóðirin venju
fremur lagt ríkt á við þær að vera
duglegar að tína. Vildu þær ógjarnan
koma með Iítið heim.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.