Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.05.2018, Page 16

Víkurfréttir - 17.05.2018, Page 16
16 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 17. maí 2018 // 20. tbl. // 39. árg. Hvað segja oddvitarnir í Reykjanesbæ? Hver eru stærstu kosningamálin í Reykja- nesbæ fyrir þessar kosningar? Þau geta verið nokkur. Við erum ennþá að glíma við þann fjárhagsvanda sem við upplifðum árið 2014. Við erum komin vel á veg og við munum þurfa að eyða þessu kjörtímabili í að takast á við það líka. Það hlýtur að vega þungt. Auðvitað er þjónustan við íbúana mikið mál og skattbyrði almennt sem við þurfum að skoða. Við höfum verið að upplifa mikla hækkun á íbúaverði og það hefur orsakað talsverða breytingu á fast- eignasköttum, við þurfum að skoða það á þessu kjörtímabili. Svo er það auðvitað þessi mikla uppbygging sem er að eiga sér stað hér. Það er fjöldi áskorana sem við stöndum andspænis vegna þeirra. Við þurfum að byggja nýjan skóla og að minnsta kosti tvo leikskóla, þannig það eru stór og veigamikil verkefni sem bíða okkar á þessu kjörtímabili. Hver eru helstu málefni ykkar framboðs, Beinnar leiðar, að þessu sinni? Bein leið eru nú bara grasrótarsamtök sem spretta upp úr hreyfingu íbúa hér í sveitar- félaginu sem vildu vinna sínu sveitarfélagi vel og við viljum gera það áfram. Okkur langar til að bæta samfélagið okkar og það er margt sem við getum gert. Við höfum talað um skemmti- legri Reykjanesbæ, við viljum leggja áherslu á menninguna og að ungt fólki geti haft gaman að því að búa hérna, þetta sé ekki leiðindi, malbik og peningar heldur einhverjar leiðir til þess að reyna að njóta og hafa gaman að því að vera til. Hver er ykkar skoðun á starfseminni í Helgu- vík? Ég held að menn viti alveg skoðun mína á því. Ég er búinn að vera mjög einarður í því að hafna þeirri mengun sem átt hefur sér stað þarna. Ég hafði nú frumkvæði að því að kalla til Umhverfis- stofnun og við kröfðumst þess í bæjarstjórninni að verksmiðjunni yrði lokað. Við munum halda þeirri skoðun á lofti, að minnsta kosti á meðan ekkert er gert í mengunarmálum þarna. Hvernig sérðu Reykjanesbæ fyrir þér sem fyrirmyndar sveitarfélag í framtíðinni? Núna erum við auðvitað að fara upp brekku og erum búin að vera að því í talsverðan tíma. Við erum auðvitað að upplifa mikla fólksfjölgun og við erum að upplifa breytingu á samfélaginu okkar. Við erum að sjá þetta samfélag breytast úr fiskimannasamfélagi í það að verða fjöl- menningarsamfélag. Það mun auðvitað breyta samfélaginu okkar og ég held við munum njóta þess til framtíðar horft að hafa svona mikla fjöl- breytni í þessu samfélagi. Ég held við megum ekki einblína eingöngu á flugvöllinn, að hér verðum við bara þjónustubær við flugvöllinn. Við viljum búa til okkar eigin bæ, á okkar eigin forsendum. Guðbrandur Einarsson, Bein leið: Hver eru stærstu kosningamálin í Reykja- nesbæ fyrir þessar kosningar? Ég held það séu málefni aldraðra, menntamálin og heilbrigðismálin, svona helst. Hver eru ykkar helstu áherslur fyrir þessar kosningar? Við viljum innleiða Barnasáttmála UNESCO, líkt og Akureyrarbær hefur gert. Við viljum að það séu gjaldfrjálsar skólamáltíðir í skól- unum. Stytting vinnuviku frá 40 til 35, sem ég held að við í Reykjanesbæ getum byrjað í á sveitarstjórnarstiginu. Það er góð reynsla á því, Reykjavíkurborg er búin að vera að gera þetta í samræmi við BSRB og það hefur sýnt sig að fólk er að afkasta jafn miklu og er ánægðara í starfi. Við viljum að félagsþjónusta sveitarfélagsins samræmi sína krafta við heimahjúkrun HSS. Ég held það verði miklu betri þjónusta við aldraða og að fólk verði betra í sínu starfi. Þarna er mikill kostnaður fyrir heilbrigðisstofnunina að reyna sinna fólkinu og svo eru allir að vinna í sitthvoru horni og enginn veit hvað snýr upp og hvað snýr niður. Ég held að það myndi gera rosalega mikið fyrir eldri borgara. Hver er ykkar skoðun á starfseminni í Helgu- vík? Þetta er náttúrulega bara sóðastarfsemi og á bara ekkert heima svona nálægt bæjarfélaginu. Þetta verður að fara. Þetta mun aldrei vera til friðs og það verður alltaf mengun af þessu, alveg sama hvað verður gert þannig við þurfum að fara í það að breyta deiliskipulaginu og stöðva þetta. Við höfum alveg nóg fyrir okkur í því að rifta samningum við Thorsil vegna vanefnda og að þeir hafi ekki gert neitt á þessari lóð í öll þessi ár. Ég sæi fyrir mér að við myndum halda áfram að gera þetta að fallegu útivistar- svæði, eins og við vorum byrjuð á á Berginu og við myndum tengja þetta meira við höfnina. Það myndi kannski kosta tvö, þrjú hundruð milljónir að laga höfnina svo skemmtiferðaskip gætu komið þarna inn þar sem fólk gæti bara labbað að Hafnargötunni. Seyðisfjarðarbær er að fá 62 skip núna í sumar og ég sæi fyrir mér að þetta gæti gert þetta að blómlegum bæ og lagað skuldastöðu hafnarinnar. Hvernig sérðu Reykjanesbæ fyrir þér sem fyrirmyndar sveitarfélag í framtíðinni? Við þurfum að taka afgerandi forystu í um- hverfismálum. Hlýnun jarðar, skortur á vatni, ég held það sé ekkert svo fáránleg hugmynd að fara að rækta grænmeti í Helguvík. Við þurfum að taka afgerandi forystu í einnota umbúðum, jafnvel að banna plastpoka innan við einhvers tíma. Við erum að verða eitt stærsta sveitar- félagið á landinu þannig við þurfum að taka meiri afgerandi forystu og gera hluti sem hinir þora ekki að gera. Dagný A. Steinsdóttir, Vinstri græn: Friðjón Einarsson, Samfylking: Gunnar Þórarinsson, Frjálst afl: Sóðastarfsemi í Helguvík Fjármálin og framtíðin Hver eru stærstu kosningamálin í Reykja- nesbæ fyrir þessar kosningar? Fjármál og framtíðin eru stærstu málin, hvernig við viljum hafa samfélagið okkar. Við þurfum fyrst og fremst að hafa fjármálin okkar í lagi. Hvernig við tökum á móti öllu þessu fólki sem er að koma til okkar og veita þá þjónustu sem við verðum að gera. Skólar, leikskólar, lóðir, þetta er allt í mjög góðum farvegi hjá okkur þannig ég óttast ekki framtíðina. Aðallega að samfélagið fái að njóta þess sem vel hefur gengið á síðustu fjórum árum, við erum á réttri leið. Hverjar eru áherslur Samfylkingarinnar að þessu sinni? Það er kannski fyrst og fremst að við höldum áfram á þeirri leið sem við erum, að fjármálin séu í lagi. Það er búið að vera erfitt en nú erum við komin á beinu brautina og við þurfum að halda okkur þar næstu árin til þess að sam- félagið fái að njóta þess sem það á skilið. Íbúarnir hafa þurft að vera í dálitlu fangelsi undanfarin ár og núna er kominn tími til að þeir fái að njóta. Við stefnum að því að lækka fasteignagjöldin enn frekar, útsvar lækkar um þrjú hundruð milljónir á næsta ári. Við munum bæta göngustíga, vegi, sem hefur verið tak- markað gert á undanförnum árum. Hver er ykkar skoðun á starfseminni í Helgu- vík? Fyrir einu og hálfu ári síðan lýsti ég því yfir að það ætti að fara með framtíð United Silicon í íbúakosningu. Ég vil að það verði gert. Þú breytir ekki fortíðinni en fgetum haft áhrif á framtíðina. Við erum búin að samþykkja núna, bæjarstjórnin að tillögu Samfylkingarinnar, að banna mengandi stóriðju í Helguvík. Það eina sem við getum gert er að að nota tækin okkar, það er deiluskipulagið, ef menn ætla að fara að breyta byggingum. Við munum þá setja það í atkvæðagreiðslu þannig að íbúarnir fá að ráða því. Þetta höfum við sagt nú í eitt og hálft ár og við munum gera það. Hvernig sérðu Reykjanesbæ fyrir þér sem fyrirmyndar sveitarfélag í framtíðinni? Þetta er náttúrulega besta sveitarfélagið á Ís- landi. Hér er gott að búa, gott fólk, mikil fjöl- menning og ég sé okkur búa hérna á yndislegum stað, þar sem skuldastaðan er góð og við getum gert lífið betra fyrir samfélagið. Hérna eiga helst allir að vera hamingjusamir, þannig sé ég framtíðina fyrir mér. Hér ætla ég að vera. Hver eru stærstu kosningamálin í Reykja- nesbæ fyrir þessar kosningar? Stærsta málið er auðvitað að ná skuldum niður, þannig við náum því skuldaviðmiði sem gert er ráð fyrir í lögum. Við þurfum að fá betri fjár- veitingar frá ríkinu. Síðan eru auðvitað mörg önnur mál sem eru á dagskrá, aðallega tengd skólunum og því. Við þurfum að byggja þar, þar eru stórframkvæmdir. Þetta er svona það helsta. Hverjar eru ykkar áherslur í Frjálsu afli fyrir þessar kosningar? Aðalatriðið er að ná skuldum niður, en síðan verðum við bara bæta samfélagið. Reksturinn skapar gott mannlíf ef hann er góður. Við höldum áfram að styðja við barnafjölskyldur og íþróttirnar eins og kostur er. Hver er ykkar skoðun á starfseminni í Helgu- vík? Það verður að fara eftir lögum með það. Við erum með Umhverfisstofnun og Skipulags- stofnun sem ráða ferðinni, við höfum eitthvað um þetta að segja að sjálfsögðu. Ég tel eðlilegt að við fylgjumst vel með og gætum þess að Um- hverfisstofnun fylgi sínum kröfum eftir. Þetta er náttúrulega bara bölvað slys með United Silicon, en ég veit ekki með hitt. Ég væri alveg sáttur þó þetta kæmi ekki, þessi kísilver, en það verður eitthvað að koma í staðinn. Við eigum möguleika í sjávarútvegi, í tengslum við flug- völlinn. Þar eru tækifæri. Síðan eigum við fullt af tækifærum í atvinnumálum upp á Ásbrú, þar eigum við eftir að skipuleggja og búa til gott samfélag sem er sjálfbært. Hvernig sérðu Reykjanesbæ fyrir þér sem fyrirmyndar sveitarfélag í framtíðinni? Í fyrsta lagi þurfum við að ná þessum skuldum niður og þar með höfum við tækifæri til að gera ýmislegt. Ég vil sjá íþróttirnar og mennningu dafna hérna. Við eigum eftir að skipuleggja fullt af hverfum betur og koma götunum í betra lag, gangstígum og fleira. Það er margt eftir þegar við erum búin að ná þessari kröfu laganna um skuldirnar. Það er gífurlegur vöxtur í samfélag- inu, bæði í atvinnulífi og fjölgun íbúa. Það krefst auðvitað ýmislegs af okkur sem við þurfum að komast til móts við, en ég sé bara bjarta framtíð fyrir mér, við höfum tækifæri til þess að verða mjög stór og sterk. Náum skuld- unum niður Skemmtilegri Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningarx

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.