Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 ÍÞRÓTTIR Þórsarar Körfuknattleikslið Þórs frá Akureyri hefur gengið í gegnum súrt og sætt síðustu árin og áratugina. Tvívegis ákveðið að senda liðið niður um deild. Afar spennandi ungir leikmenn að koma upp núna. 2-3 Íþróttir mbl.is „Þetta er gott skref að mínu mati og það er gott að komast í það umhverfi að vera í félagi sem vill berjast um alla þá titla sem í boði eru,“ segir framherjinn Þor- steinn Már Ragn- arsson sem í gær skrifaði undir samning við Stjörn- una til næstu þriggja ára. Þessi 27 ára gamli knattspyrnumaður kem- ur til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík sem féll úr úrvalsdeild- inni á nýafstaðinni leiktíð. sport@mbl.is Gott að geta barist um titla Þorsteinn Már Ragnarsson Argentínski töframaðurinn Lionel Messi náði þeim áfanga í gærkvöld að skora sitt 100. mark í Evrópukeppninni þegar hann skoraði eitt af mörkum Barcelona í 3:1 sigri gegn Olympiacos í Meistaradeildinni. Messi skoraði markið með skoti beint úr aukaspyrnu og Börsungar eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslit- unum. Þeir eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Það breytti litlu fyrir Katalóníuliðið að leika manni færri í 50 mínútur en Gerard Pique var sendur af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald á 41. mínútu leiksins. Juventus er þremur stigum á eftir Barcelona en eftir að hafa lent 1:0 undir gegn Sporting á heimavelli tókst Ítalíumeisturunum að landa 2:1 sigri þar sem króatíski landsliðsmaðurinn Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok. Mikið fjör var á Stamford Bridge í Lundúnum þar sem Chelsea og Roma skildu jöfn, 3:3, í frá- bærum fótboltaleik. Chelsea komst í 2:0 með mörkum frá David Luiz og Eden Hazard en Roma svaraði með þremur mörkum. Aleksander Kolarov minnkaði muninn og Edin Zeko kom Rómverjum í 3:2 áður en Hazard jafnaði metin fyrir Englandsmeistarana. Marcus Rashford tryggði Manchester United 1:0 sigur gegn Benfica í Lissabon í Portúgal. Markið skrifast þó algjörlega á hinn 18 ára gamla markvörð Benfica sem í gær varð yngsti mark- vörðurinn til að koma við sögu í Meistaradeildinni. Honum urðu á slæm mistök. Fyrirgjöf frá Rash- ford fór beint í fangið á markverðinum sem hrein- lega labbaði með boltann í fanginu inn fyrir mark- línuna. United er í vænlegri stöðu en liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína. gummih@mbl.is Messi kominn í 100 mörk  Öruggur sigur Barcelona  Mikið fjör á Brúnni  Rashford með sigurmarkið leikmaðurinn í sínu liði því þær eru allmargar sem ekki eru ítalskar. „Það eru nokkrir útlendingar í mínu liði. Þær koma frá Kanada, Bandaríkjunum, Englandi, Ír- landi, Belgíu og Grikklandi. Mér finnst þetta flott því þessir leikmenn koma með reynslu frá sínum löndum og hafa margt fram að færa. Leikur liðs- ins verður blanda af öllu. Reyndar talar þjálfarinn enga ensku og talar gjarnan við mann með hönd- unum. Aðstoðarþjálfarinn ásamt meirihluta starfsfólksins kann hins vegar ensku,“ sagði Berglind sem gerir ekki ráð fyrir öðru en að spila með Breiðabliki næsta sumar. Þar á hún ár eftir af samningi sínum og samningurinn við ítalska lið- ið var því einungis til 12. maí eða út keppnis- tímabilið á Ítalíu.  Fleiri viðtöl við landsliðskonurnar í Þýska- landi er að finna á mbl.is/sport. Hraðari leikir á Ítalíu  Berglind Björg kann vel við sig á nýjum slóðum í Verona  Ítölsku leikmenn- irnir þó fullgjarnir á að henda sér niður  Leikmenn koma úr ýmsum áttum Ljósmynd/KSÍ Hláturskast Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir nýbúnar að bregða á leik á æfingu íslenska landsliðsins í Wiesbaden þar sem liðið mætir Þýskalandi á morgun í undankeppni HM. Í WIESBADEN Kristján Jónsson kris@mbl.is „Maður finnur að það er mikil tilhlökkun í hópn- um fyrir því að spila þessa tvo leiki,“ sagði fram- herjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í Wiesbaden í Þýskalandi í gær en fyrir höndum eru leikir gegn Þýskalandi og Tékklandi á næstu dögum í undan- keppni HM í knattspyrnu. Landsliðið kom saman í Þýskalandi á mánudaginn og Berglind segir allar aðstæður vera mjög góðar, hvort sem um er að ræða vellina sem notaðir eru til æfinga eða hótelið en liðið hefur þó ekki æft enn sem komið er á leik- vanginum þar sem leikið verður gegn Þjóðverjum á föstudaginn. Berglind Björg hefur í haust leikið á nýjum slóðum sem atvinnumaður á Ítalíu með liði Ve- rona. Hún segir viðbrigðin frá íslensku deildinni hafa verið talsverð. „Mér líkar bara mjög vel þótt þetta sé frá- brugðið því sem maður hefur vanist. Ítalir eru til dæmis svolítið kærulausir utan vallar og rosalega afslappaðir. Þeir borða kvöldmat klukkan níu á kvöldin sem dæmi og maður er ekki vanur því en þetta er allt að koma,“ sagði Berglind en lið Ve- rona æfir iðulega klukkan 15:30 á daginn. Gervigrasið fer víða Þótt Ítalía sé í suðurhluta álfunnar hefur knatt- spyrnan þar ekki farið alveg á mis við gervigras- væðinguna. „Aðstæðurnar hjá félaginu eru mjög fínar. Um- gjörðin er flott og starfsfólkið frábært. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Við æfum og spilum á gervigrasi. Ég hefði alltaf kosið náttúrulegt gras en þetta er allt í lagi. Ég hef þurft að venjast öðr- um leikstíl en heima á Íslandi. Leikmenn eru tæknilega betri en á Íslandi og það er ekkert verið að negla boltanum fram úr vörninni. Leikirnir eru hraðari sem gerir manni bara gott. Ég er samt ennþá að venjast því. Einnig verð ég að nefna að leikmenn kasta sér í jörðina alveg hægri, vinstri. Það gera leikmenn á Íslandi ekki sem betur fer því þetta er óþolandi ávani,“ sagði Berglind en hló að tilhugsuninni. Berglind er langt frá því að vera eini erlendi Ásgeir Jónsson, formaður hand- knattleikdeildar FH, segir yfir- gnæfandi líkur á að FH áfrýi dómi evrópska hand- knattleiks- sambandsins, EHF, sem í gær kvað upp úrskurð í kæru St. Péturs- borgar á framkvæmd leiksins gegn FH í síðari viðureign liðanna í EHF- keppninni í handknattleik. Lokatöl- ur í síðari leiknum í Rússlandi urðu þær sömu og í Kaplakrika, 32:27, en finnum eftirlitsmanni leiksins urðu á slæm mistök. Í stað þess að liðin færu í vítakeppni eins og reglur kveða á um var leikurinn fram- lengdur og eftir framlenginguna var staðan, 37:33, St. Pétursborg í vil, sem dugði FH til að komast áfram. Í dómi EHF kemur fram að útkljá þurfi úrslitin í vítakeppni, sem þýðir að FH-ingar þurfa að ferðast aftur til Rússlands, en fram kemur að EHF greiði allan kostnaðinn við ferðalagið. Niðurstaðan mikið áfall „Við höfum verið að safna að okk- ur gögnum í dag og fara yfir stöð- una og það eru yfirgnæfandi líkur á að við áfrýjum þessum úrskurði. Þessi niðurstaða var mikið áfall og ég bara trúi því ekki að við séum ennþá í þessum sporum. Við verðum hins vegar að standa í lappirnar og munum gera það,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið, en FH hefur frest til klukkan 18 í dag að áfrýja málinu. Ásgeir segir að fari svo FH þurfi að fara aftur til St. Pétursborgar muni allur leikmannahópur liðsins fara út ásamt þjálfurum og aðstoðar- mönnum. Sigurliðið úr rimmu FH og St.Pét- urborgar mætir liði Tatran Preov í 3. umferðinni. gummih@mbl.is FH hyggst áfrýja úrskurði EHF Ásgeir Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.