Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 3
 Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað um keppnislið í ýmsum íþróttagreinum og mun halda því áfram næstu vikurnar. Í dag er karlalið Þórs frá Akureyri í körfuknattleik kynnt til sögunnar.  Það hefur verið rík körfuknattleikshefð hjá Þór í marga áratugi, en árið 1967 vann liðið sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Einar Bollason, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, tók þá við sem spilandi þjálfari og stýrði Þór til 3. sætis í efstu deild tvö ár í röð. Síðan þá hefur Þór flakkað á milli deilda og bíður karlaliðið enn eftir sínum fyrsta titli, en kvennalið félagsins varð Ís- landsmeistari 1969, 1971 og 1976.  Tvívegis hefur verið ákveðið að stokka spilin hjá Þór og senda liðið niður um deild. Fyrst var það árið 1981 þegar ákveðið var að senda Þór niður í 2. deild og reyna að mynda sigurhefð hjá ungum leik- mönnum liðsins eftir mögur ár þar á undan. Síðara skiptið var árið 2002, þegar ákveðið var að draga liðið úr keppni í úrvalsdeild á síðustu stundu og byrja upp á nýtt í 2. deild, fyrst og fremst vegna fjárhagsvandræða körfuknattleiksdeildar Þórs.  Þór vann sér aftur sæti í efstu deild vorið 2005 en féll, komst aftur upp og féll á ný vorið 2009. Það var svo ekki fyrr en sjö árum síðar, vorið 2016, sem liðið vann sér sæti á meðal þeirra bestu á ný og er nú á sínu öðru tímabili í úrvalsdeildinni. staldraði stutt við í neðstu deild og vann sig upp á meðal þeirra bestu á ný vorið 2005. Liðið náði þó ekki stöðugleika, féll í annað sinn á fjór- um árum vorið 2009 og þurfti að bíða í sjö ár eftir næsta tækifæri á meðal þeirra bestu eins og rakið var í upp- hafi. Bráðefnilegir leikmenn sem vekja mikla eftirvæntingu Það sem einkennir Þórsara og hefur gert alla tíð er sú stefna að skila leik- mönnum úr yngri flokkum og byggja á þeim í meistaraflokki. Eftir mikla nið- ursveiflu eftir fallið árið 2009 var þessi stefna undirstrikuð enn frekar með ráðningu Benedikts Guðmunds- sonar á sínum tíma. Ágúst Guð- mundsson hefur byggt upp sig- ursæla yngri flokka og 10. flokkurinn vann meðal ann- ars Scania Cup í Svíþjóð síð- asta vor. Miklar vonir eru bundnar við þær kynslóðir körfuboltamanna sem næstir eiga að taka við Þórskeflinu. Það er mögnuð staðreynd að af þeim 12 leikmönnum sem valdir voru til þátttöku með U16 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu í sumar voru fimm Þórsarar. Þrír þeirra eru í leikmannahópi Þórs í efstu deild í ár; Baldur Örn Jóhannesson, Júlíus Orri Ágústsson og Kolbeinn Fannar Gíslason, auk þess sem Sindri Már Sigurðsson og Gunnar Auðunn Jóns- son eru að banka á dyrnar hjá meistaraflokki. En sagan endurtekur sig og það eru áhugaverð líkindi með Þórsliðinu á mis- munandi tímum síðustu áratugi. Stór nöfn í körfuboltanum hafa verið fengin norður; Einar Bollason fyrst og Benedikt Guðmundsson nú síðast, sem lyftu Þórsliðinu á hærri stall. Eftir brotthvarf Einars á sínum tíma fór að halla undan fæti og nú er það Þórsliðsins að afsanna það að brotthvarf Benedikts muni einnig leiða til niðursveiflu. Því miðað við hvað margir efnilegir leikmenn eru að skila sér upp í meistaraflokkinn á næstu árum má vonast eftir því að Þór fari aftur að festa sig í sessi á meðal þeirra bestu. kilmaður vi Rafn varsson er á u tímabili u með Þór. blaðið/Skapti Hallgrímsson ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Morgunblaðið/Kristján ermann D. Hermannsson gegn Warren Peebles, leikmanni Skallagríms, árið 2000. Heimsmeistaramótið í keilu verður haldið í Las Vegas dagana 24. nóvember til 4. desem- ber. Á mótinu er keppt bæði í kvenna- og karlaflokki. Keppt er í einstaklingskeppni, tví- menningi, þrímenningi og fimm manna liðum á mótinu. Landsliðsþjálfarar kvenna- og karla- liðanna tilkynntu í gær hvaða leikmenn myndu leika fyrir Íslands hönd í Las Vegas. Í kvenna- landsliðinu eru: Dagný Edda Þórisdóttir, KFR, Bergþóra Rós Ólafsdóttir, ÍR, Guðný Gunnarsdóttir, ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir, KFR, Katrín Fjóla Bragadóttir, KFR, og Linda Hrönn Magnúsdóttir, ÍR. Í karlalandsliðinu eru: Arnar Davíð Jónsson, KFR, Gunnar Þór Ásgeirsson, ÍR, Gústaf Smári Björnsson, KFR, Hafþór Harðarson, ÍR, Jón Ingi Ragnarsson, KFR, og Skúli Freyr Sigurðsson, KFR. hjorvaro@mbl.is Þessi spila í Las Vegas Dagný Edda Þórisdóttir Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans hjá Everton taka á móti franska liðinu Lyon í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knatt- spyrnu í kvöld. Everton hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í keppninni. „Við verðum að vinna. Lyon er með sterkt lið og þetta verður erfiður leikur fyrir okk- ur,“ sagði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, á fréttamannafundi fyrir leikinn í gær. Ekkert hefur gengið hjá Everton á leik- tíðinni og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki af átta í ensku úrvalsdeildinni. Margir telja að Koeman sé orðinn mjög valtur í sessi. „Fram til þessa hef ég fengið fullan stuðning. Stjórnin stend- ur við bakið á liðinu og þjálfaranum. Það er alltaf gott að heyra, en í fótboltanum snýst allt um úrslit,“ sagði Koeman. „Við verðum að vinna“ Ronald Koeman Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrverandi lands- liðsmaður í knattspyrnu og atvinnumaður um árabil, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK og tekur þar við af Jóhannesi Karli Guð- jónssyni, sem var á dögunum ráðinn til Skaga- manna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins eru samningsmálin í höfn. Brynjar hefur síðustu fjögur árin verið að- stoðarþjálfari Stjörnunnar, við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar, og tók þar þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli Garðabæjarliðsins. Brynjar, sem er 42 ára gamall, lék með meistaraflokki KR frá 1995 til 1997 en síðan með norsku liðunum Våleenga og Moss, sænska liðinu Örgryte og ensku liðunum Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading. Með Reading spilaði Brynjar tvö ár í ensku úrvalsdeildinni. sport@mbl.is Brynjar tekur við HK Brynjar Björn Gunnarsson Gríðarlegar breytingar hafa orðið á liði Þórs frá síðasta keppnistímabili. Bene- dikt Guðmundsson lét af störfum sem þjálfari eftir að hafa stýrt Þórsurum sem nýliðum í 8. sæti og inn í úrslita- keppnina í fyrra, eftir að hafa unnið 1. deildina árið áður. Við starfi hans tók Hjalti Þór Vilhjálmsson, sem bíður nú það verkefni að púsla saman nánast nýju liði fyrir norðan. Alls hafa sjö leikmenn yfirgefið Þór frá síðasta ári, og munar þar mest um landsliðsmanninn Tryggva Snæ Hlina- son sem gekk í raðir Spánarmeistara Valencia. Án hæðar hans þarf Þór að breyta leikstíl sínum í staðinn fyrir að geta stólað mikið á Tryggva í vörn og sókn. Fyrirliði síðustu tveggja ára, Þröstur Leó Jóhannsson, fór heim til Keflavíkur og er Ingvi Rafn Ingvars- son nú fyrirliði. Hjalti tók þá Marques Oliver og bróður sinn Hreiðar Bjarka Vilhjálmsson með sér norður frá Fjölni og þá komu Pálmi Geir Jónsson og Ragnar Ágústsson frá Tindastóli. Leikmannahópur Þórs í vetur: Arnór Jónsson bakvörður Atli Guðjónsson bakvörður Baldur Örn Jóhannesson framherji Bjarni Rúnar Lárusson framherji Einar Ómar Eyjólfsson framherji Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson bakv. Ingvi Rafn Ingvarsson bakvörður Júlíus Orri Ágústsson bakvörður Kolbeinn Fannar Gíslason bakvörður Marques Oliver framherji Pálmi Geir Jónsson framherji Ragnar Ágústsson bakvörður Sigurður Traustason bakvörður Sindri Davíðsson bakvörður Svavar Sigurður Sigurðsson bakv. Hjalti glímir við stórar breytingar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýr þjálfari Hjalti Þór Vilhjálmsson kom frá Fjölni og tók við Þór í sumar.  Sigmundur Már Herbertsson körfuboltadómari dæmdi í gærkvöld og fyrrakvöld leiki í Evrópubikar karla. Báðir leikirnir voru í Belgíu, en í þeim fyrri mætti Basic-Fit Brussels liði Ker- avnos frá Kýpur og í þeim seinni tóku KR-banarnir í Belfius Mons-Hainaut á móti Sigal Prishtina frá Kósóvó. Sig- mundur dæmir svo í Meistaradeild kvenna í næstu viku þar sem franska liðið Bourges Basket tekur á móti Galatasaray frá Tyrklandi.  Enski knattspyrnuframherjinn Gary Martin gæti verið á leið aftur til Íslands, en hann greindi frá því í gær að hann hefði samið um starfslok sín við Lokeren í Belgíu. Martin lék með ÍA, KR og Víkingi R. hér á landi áður en Rúnar Kristinsson, sem nú er tek- inn við KR að nýju, fékk hann til Lille- ström í Noregi og síðar til Lokeren.  Danska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að kvennalandslið Danmerkur myndi ekki mæta í leikinn við Svíþjóð á morgun í undankeppni HM. Ástæð- an er löng og erfið kjaradeila lands- liðskvenna við sambandið sem ekki sér fyrir endann á, en hún hefur stað- ið yfir í heilt ár. Það er þó í höndum UEFA og FIFA að ákveða að leik sé af- lýst og sú ákvörðun þarf ekki að liggja fyrir fyrr en í dag. Leikmenn beggja landsliða æfðu í gær og und- irbjuggu sig fyrir leikinn, og lýsti fyr- irliði Svía, Caroline Seger, því yfir í viðtali að leik- menn danska lands- liðsins hefðu fullan stuðn- ing frá Svíum. Ekki er ljóst hvaða refsingu danska knatt- spyrnusambandið fær ef ekkert verður af leiknum, en liðinu verður þá dæmdur 3:0-ósigur og það gæti verið dæmt úr keppni, og fengið bann í fleiri keppnum, auk þess að fá háa sekt. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Olís-deild kvenna: Fram-hús: Fram – ÍBV ........................18.00 KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: TM-höllin: Keflavík – Grindavík ..........19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór AK. ...19.15 Egilstaðir: Höttur – Valur....................19.15 DH-höllin: KR – ÍR...............................19.15 Bikarkeppni karla: Njarðvík: Njarðvík-b – Skallagrímur..19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.