Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 2
ÞÓR AKUREYRI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Óhætt er að segja að körfuknattleikslið Þórs frá Akureyri hafi gengið í gegnum tímana tvenna síðastliðna áratugi. Frá upphafi hefur verið reynt að byggja sem mest á heimamönnum sem koma upp yngri flokkana og hefur uppgangurinn því komið nokkuð í bylgjum. Þess á milli hefur fallið stundum verið hátt, en Þórsarar eru þekktir fyrir að halda alltaf ótrauðir áfram og byrja að byggja upp á ný þegar á móti blæs. Nú er liðið á öðru tímabili sínu í efstu deild eftir nokkra fjarveru þar áður, en uppgangur Þórs hefur verið hraður síðustu ár. Veturinn 2014-2015 hafnaði Þór í neðsta sæti 1. deildar, vann aðeins einn sigur og hélt aðeins sæti sínu þar sem fjölgað var um lið í deildinni. Metnaðurinn til að gera betur var hins vegar mikill og eftir tímabilið var Benedikt Guðmundsson, einn fremsti körfuknattleiksþjálfari landsins, ráðinn þjálfari bæði karla- og kvennaliðs félagsins. „Ég set stefnuna á efstu deild sem allra fyrst. Hvort það tekst á fyrsta ári verð- ur bara að koma í ljós en maður horfir á að ná því á öðru ári, ekki seinna,“ sagði Benedikt við Morgunblaðið eftir ráðninguna vorið 2015, en óhætt er að segja að áætlunin hafi gengið eftir. Strax á fyrsta tímabili Benedikts vann Þór 1. deildina og tryggði sér sæti í efstu deild á ný eftir sjö ára fjarveru. Í fyrra voru Þórsarar því nýliðar í efstu deild á öðru tímabili Benedikts með lið- ið. Strax var búist við miklu og var liðinu meðal annars spáð sæti í úrslita- keppninni fyrir tímabilið. Það gekk eftir þar sem Þór hafnaði í 8. sæti deild- arinnar en tapaði svo fyrir deildar- og verðandi Íslandsmeisturum KR í átta liða úrslitunum síðasta vor. Árangurinn var góður og héldu flestir að grunnurinn væri fyrir hendi að því að festa Þórsliðið loks í sessi í efstu deild á ný. Margt hefur hins vegar breyst í herbúðum Þórs eftir að síðasta tímabili lauk og hófst með því að Benedikt kvaddi Akureyri eftir farsælt tveggja ára starf. Hinn 19 ára gamli Tryggvi Snær Hlinason, sem skaust hátt upp á stjörnuhimininn sem eitt mesta efni íslenska körfuboltans í áraraðir samhliða uppgangi Þórs, samdi við spænska meistaraliðið Valencia og var einn af sjö leikmönnum sem hurfu á braut eftir síðasta tímabil. Þessum miklu breytingum hefur fylgt meiri svartsýni og var Þór spáð langneðsta sæti deildarinnar í spánni fyrir tímabilið nú í haust. Hjalti Þór Vilhjálmsson tók við þjálfun liðsins og bíður nú það verkefni að móta nánast nýjan leikstíl miðað við síðustu ár, þar sem hinn 216 sentimetra hái Tryggvi Snær var driffjöður jafnt í vörn sem sókn. Eftir tvo leiki í Dominos- deildinni hafa Þórsarar hins vegar sýnt klærnar og unnu Keflavík í síðasta leik eftir tap fyrir Haukum í fyrstu umferð. Þegar Einar Bollason kom óvænt norður Ef við spólum aftur til ársins 1967 þá komum við að fyrsta stóra skrefinu fram á við hjá körfuknattleiksliði Þórs. Einar Bollason, goðsögn í íslenskum körfubolta- heimi, var óvænt ráðinn spilandi þjálfari liðsins sum- arið 1967. Þór hafði þá vorið áður unnið sig upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og mik- ið lagt í sölurnar. Áhuginn fylgdi með og Skemman, heimavöllur Þórs á Akureyri, var alltaf full á heimaleikjum á þessum tíma. Koma Einars norður, sem hafði þar áður orðið þrefaldur Íslandsmeistari með yfirburðaliði KR, vakti skiljanlega mikla athygli og undir hans spilandi stjórn hafnaði Þór í 3. sæti efstu deildar tvö ár í röð. Einar þjálfaði jafnframt alla aðra flokka hjá Þór og gerði meðal annars kvennalið félagsins að Íslandsmeisturum árið 1969, sem var fyrsti titill kvennaliðsins af þremur næstu sjö árin. Einar fór aftur suður eftir tvö ár hjá Þór og við starfi hans tók Gutt- ormur Ólafsson. Segja má að þessi tími hafi verið gullaldarár Þórs þar sem liðið hefur komist næst því að berjast um titla, en svo fór smátt og smátt að halla undan fæti. Á áttunda áratugnum flakkaði Þórs- liðið nokkuð á milli deilda en árið 1981 var ákveðið að stokka spilin upp á nýtt og senda liðið til leiks í 2. deild. Jón Már Héðinsson, nú- verandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, var þá einn þekktasti leikmaður liðsins og segir að hina efnilegu leikmenn Þórs hafi einfaldlega skort reynslu af því að vinna leiki. Þór vann 2. deild- ina með yfirburðum og það gaf liðinu byr í seglin á ný þar sem leik- menn á borð við Konráð Óskarsson, Björn Sveinsson og Jóhann Sigurðsson, svo einhverjir séu nefndir, báru liðið uppi næstu árin. Umdeild ákvörðun sem olli fjaðrafoki Þór hélt áfram að flakka nokkuð á milli deilda en næsta upp- sveifla kom þegar Ágúst Herbert Guðmundsson, einn helsti mátt- arstólpinn í körfuboltanum hjá Þór síðustu ár og áratugi sem leik- maður og síðar þjálfari, tók við liðinu um miðjan tíunda áratuginn. Undir hans stjórn festi liðið sig í sessi í efstu deild og náði sínum besta árangri á síðari árum. Það var veturinn 1999-2000 þegar liðið hafnaði í 7. sæti og tapaði fyrir Haukum í oddaleik í átta liða úrslit- um um Íslandsmeistaratitilinn. Aftur fór hins vegar að halla undan fæti. Pétur Guðmundsson, eitt þekktasta nafn íslenskrar körfuboltasögu, var ráðinn þjálfari Þórs sumarið 2002 en hætti skömmu síðar. Rétt áður en tímabilið hófst var ákveðið að draga Þórsliðið úr keppni í úrvalsdeildinni vegna rekstrarerfiðleika og byrja upp á nýtt í 2. deild, þeirri þriðju efstu. Það olli gríðarlegu fjaðrafoki innan félagsins, en Þór Undir Þórsurum komið að sagan endurtaki sig ekki Lyk Ingv Ingv öðru sínu Morgunb 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Tékklandi og Katar í tveimur vináttuleikjum í næsta mánuði sem báðir fara fram í Katar. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins fyrir úrslita- keppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Ísland mætir Tékklandi 8. nóvember en Tékkar náðu ekki að tryggja sér sæti á HM. Þeir höfnuðu í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum og Norður-Írum. Ísland og Tékkland hafa mæst fimm sinnum þar sem Íslendingar hafa unnið tvo leiki en Tékkar þrjá. Síðasta viðureign liðanna fór fram á Laugardalsvelli í júní 2015 í undankeppni EM þar sem Ís- lendingar höfðu betur, 2:1, með mörkum frá Aroni Einari Gunnarssyni og Kol- beini Sigþórssyni. Leikurinn við Katar fer svo fram 14. nóvember og verður það í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast á knattspyrnuvellinum. gummih@mbl.is Spila tvo leiki í Katar Heimir Hallgrímsson Sex leikmenn úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg, sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, og fimm leikmenn úr Bayern München eru í þýska lands- liðshópnum sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í knattspuyrnu í Wiesbaden í Þýskalandi á morgun. Miðju- maðurinn Melanie Leupolz úr Bayern München og fram- herjinn Alexandra Popp úr Wolfsburg koma inn í þýska hópinn á nýjan leik. Leupolz hefur verið frá keppni í meira en ár vegna meiðsla og Popp missti af Evrópumótinu í Hol- landi í sumar vegna meiðsla. „Leikurinn við Ísland er sérstaklega mikilvægur. Ísland var með á EM eins og við og ég held að íslenska liðið sé erf- iðasti mótherji okkar í riðlinum,“ segir Steffi Jones, þjálfari þýska landsliðs- ins, á vef þýska knattspyrnusambandsins. Þjóðverjar hafa unnið báða leiki sína, Slóvena 6:0 og Tékka 1:0, en Íslendingar mæta Tékkum á þriðjudaginn. gummih@mbl.is Tvær sterkar snúa til baka Alexandra Popp Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Benfica – Manchester United ............... 0:1 Marcus Rashford 64. Rautt spjald: Luisao (Benfica) 90. CSKA Moskva – Basel ........................... 0:2 Taulant Xhaka 29., Dimitri Oberlin 89. Staðan: Manchester United 9, Basel 6, CSKA Moskva 3, Benfica 0. B-RIÐILL: Anderlecht – Paris SG........................... 0:4 Kylian Mbappe 3., Edinson Cavani 44., Neymar 66., Ángel Di Maria 88. Bayern München – Celtic ...................... 3:0 Thomas Müller 17., Joshua Kimmich 29., Mats Hummels 51. Staðan: Paris SG 9, Bayern München 6, Celtic 3, Anderlecht 0. C-RIÐILL: Qarabag – Atlético Madrid .................... 0:0 Chelsea – Roma....................................... 3:3 David Luiz 11., Eden Hazard 38.,75. – Aleksandar Kolarov 40., Edin Dzeko 64.,70. Staðan: Chelsea 7, Roma 5, Atletico Ma- drid 2, Qarabag 0. D-RIÐILL: Barcelona – Olympiacos ........................ 3:1 Dimitrios Nikolaou 18. (sjálfsmark), Lio- nel Messi 61., Lucas Digne 64. – Dimitrios Nikolaou 89. Rautt spjald: Gerard Pique (Barcelona) 41. Juventus – Sporting ............................... 2:1 Miralem Pjanic 29., Mario Mandzukic 84. – Alex Sandro 12. (sjálfsmark), Staðan: Barcelona 9, Juventus 6, Sporting 3, Olympiacos 0. KNATTSPYRNA Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: H-Burgdorf – Kiel ............................... 24:22  Rúnar Kárason skoraði ekki fyrir Burg- dorf.  Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. Flensburg – Füchse Berlin................. 26:29  Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Füchse Berlin. Ferndorf – Rhein-Neckar Löwen...... 24:28  Alexander Petersson skoraði 7 mörk fyr- ir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson ekk- ert. Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Aalborg – Kolding............................... 38:30  Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk fyrir Aalborg og Arnór Atlason 1. Aron Kristjánsson er þjálfari liðsins.  Ólafur Gústafsson skoraði 2 mörk fyrir Kolding. Holstebro – Skjern .............................. 32:21  Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk fyrir Holstebro.  Tandri Már Konráðsson skoraði ekki fyrir Skjern. Noregur Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Drammen – Runar............................... 34:19  Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram- men. Haslum – Elverum............................... 29:24  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Elverum. A-deild kvenna: Sola – Byåsen ....................................... 25:22  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Byåsen. Frakkland Dunkerque – Cesson Rennes ............. 22:21  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson. Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Nimes – Ivry......................................... 29:26  Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði ekki fyrir Nimes. Ungverjaland Debreceni – Alba Fehervar ............... 25:27  Arna Sif Pálsdóttir lék ekki með Debrec- ini. HANDBOLTI Dominos-deild kvenna Haukar – Valur..................................... 94:80 Njarðvík – Snæfell ............................... 63:80 Skallagrímur – Breiðablik ................... 78:69 Stjarnan – Keflavík .............................. 81:63 Staðan: Haukar 4 4 0 310:246 8 Stjarnan 4 3 1 316:256 6 Valur 4 3 1 330:309 6 Snæfell 4 2 2 299:289 4 Skallagrímur 4 2 2 302:289 4 Breiðablik 4 1 3 269:313 2 Keflavík 4 1 3 294:309 2 Njarðvík 4 0 4 212:321 0 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Golden State – Houston....................121:122 Cleveland – Boston .............................102:99 KÖRFUBOLTI Óðinn Ásgeirsson, fæddur 1979, er að öðrum ólöst- uðum einn fremsti körfuknattleiksmaður Þórs frá upp- hafi og það þrátt fyrir að hafa ekki byrjað að æfa íþróttina fyrr en 14 ára. Eftir að hafa stigið sín fyrstu spor í meistaraflokki Þórs fór hann sem skiptinemi til Jamaíku veturinn 1997-1998 og spilaði þar með skóla- liði og úrvalsdeildarliði. Hann átti svo langan feril með Þór í efstu og næstefstu deild hér á landi. Óðinn fór til KR veturinn 2002-2003 eftir að ákveðið var að senda Þór niður í 2. deild. Hann spilaði svo með Ullriken Eagles í Noregi 2003-2004 samhliða kennara- námi þann vetur, en sneri aftur til Þórs veturinn eftir og lauk ferlinum með uppeldisfélaginu. Óðinn skoraði mest 37 stig í leik í efstu deild, en það afrekaði hann í leik með Þór gegn Hamri árið 2001. Hann sleit hásin gegn Njarðvík í aðeins þriðja deildarleiknum haustið 2005 og var frá allt það tímabil og segir að þau meiðsli hafi alltaf háð sér í kjölfarið. Óðinn spilaði með Þórsliðinu allt þar til hann til- kynnti árið 2011 að hann væri hættur, þá 32 ára gam- all. Það reyndist þó ekki alveg endapunkturinn, því hann spilaði nokkra leiki með Þór í 1. deildinni vorið 2013. Óðinn var valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir Norðurlandamótið sumarið 2001 sem haldið var hér á landi. Ísland sendi þá í fyrsta sinn tvö lið til leiks og lék Óðinn þrjá leiki með B-landsliðinu gegn Dan- mörku, Finnlandi og A-landsliði Íslands. Óðinn var tvívegis kjörinn íþróttamaður Íþrótta- félagsins Þórs, árin 2000 og 2007. Hann var því til viðbótar kjörinn körfuknattleiksmaður ársins hjá Þór árin 2001 og 2010. Þá var Óðinn valinn í úrvalslið efstu deildar tvö ár í röð tímabilin 2000-01 og 2001- 02. Óðinn er í dag kennari við Hrafnagilsskóla í Eyja- fjarðarsveit. yrkill@mbl.is Spilaði í Noregi og á Jamaíku Sannur Þórsari Óðinn Ásgeirsson og He  Þórsarar vonast til að festa sig aftur í sessi til lengri tíma á meðal þeirra bestu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.