Morgunblaðið - 23.10.2017, Qupperneq 2
Í ZNOJMO
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Landsliðskonan Fanndís Friðriks-
dóttir lætur vel af sér í Marseille í
Frakklandi þar sem hún hefur leikið
sem atvinnumaður síðan franska
deildin hófst í byrjun september.
Hefur hún til þessa leikið fimm leiki
með Marseille í deildinni.
„Ég kann mjög vel við mig en
þetta er allt öðruvísi en það sem
maður hefur vanist, hvort sem það
er lífernið eða fótboltinn sjálfur,“
sagði Fanndís þegar Morgunblaðið
settist niður með henni á hóteli ís-
lenska landsliðsins í Tékklandi. Þar
stendur fyrir dyrum næsti leikur Ís-
lands í undankeppni HM gegn
Tékkum á morgun klukkan 16 að ís-
lenskum tíma.
Fanndís telur ekki að gæði fót-
boltans í Frakklandi séu miklu meiri
en heima á Íslandi en segir margt
vera nokkuð frábrugðið.
„Þetta er töluvert öðruvísi en
heima. Við æfum alltaf á morgnana
klukkan níu og æfingarnar eru mun
lengri en heima. Allt í kringum
þetta er faglegt. Þegar við förum í
útileiki ferðumst við til dæmis degi á
undan til þess að vera ekki að
ferðast á leikdegi. Í kringum
kvennaliðið er fleira starfsfólk en ég
hefur áður kynnst en þetta er ekki
risastórt skref að taka,“ sagði
Fanndís en segir þó erfitt að finna
aðra eins æfingaaðstöðu fyrir
kvennalið og gerist í Smáranum í
Kópavogi.
„Ég kem náttúrlega úr Breiða-
bliki. Ekki er hægt að líkja öllu við
Breiðablik vegna þess að félagið er
með heimsklassaaðstöðu. Þar er allt
til alls. Í Marseille erum við á gervi-
grasvelli með lítillli stúku og nokkuð
venjulegum búningsklefum. Við er-
um ekki með lyftingaaðstöðu en för-
um með lóðin út á gervigrasið og
gerum styrktaræfingar þar. Að-
staðan er ekki tipp topp en þar er
flest sem þarf.“
Lyon er í sérflokki
Lyon frá Frakklandi hefur sigrað
í Meistaradeild Evrópu síðustu tvö
keppnistímabil. Fanndís segir Lyon
ekki gefa góða mynd af frönsku
deildinni því liðið sé í sérflokki. Hins
vegar séu flestir leikir annarra liða
mjög jafnir.
„Mér finnst franska deildin sterk.
Ég hef mætt liðum sem ég taldi að
ættu að vera léleg vegna árangurs
þeirra en svo eru þau langt frá því.
Ég held samt að Lyon sé algert yf-
irburðalið í deildinni en allir leikir
okkar liðs eru mjög jafnir. Deildin
er því jafnari en ég bjóst við því ég
hélt að hún væri tvískipt,“ útskýrði
Fanndís en hún er alla jafna á
vinstri kantinum hjá Marseille. Ým-
ist í leikkerfinu 4-3-3 eða 4-4-2.
Ljúft líf í suðrinu
„Við spilum 4-3-3- eða 4-4-2 og ég
er þá á vinstri kanti. Ég þarf að
verjast miklu meira en ég hef áður
þurft að gera í þessum leikkerfum.
Mér finnst ég ekki alltaf nýtast nógu
vel í sókninni því ég er svo aftarlega
á vellinum þegar við náum bolt-
anum. En þetta á eftir að komast
upp í vana eins og gengur með nýjar
áherslur,“ sagði Fanndís, sem allan
sinn feril hefur verið marksækin.
Fanndís segir lífið utan vallar
vera gott í suðurhluta Frakklands.
„Lífið er hrikalega ljúft. Ég bý á
mjög skemmtilegum stað. Er í raun
alveg við stóra fótboltaleikvanginn
þar sem Ísland spilaði á EM í fyrra
og fyrir mig er stutt niður í bæ eða á
ströndina. Ég kem yfirleitt heim eft-
ir æfinguna í hádeginu. Fæ mér þá
að borða, legg mig kannski aðeins,
en þá er bara allur dagurinn fram
undan. Ekki skemmir fyrir að ennþá
er mjög gott veður á þessum árs-
tíma,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir í
samtali við Morgunblaðið en hún er
samningsbundin franska liðinu út
keppnistímabilið eða fram í júní.
AFP
Í Frakklandi Fanndís í leik á móti Frökkum en hún leikur nú á móti frönskum knattspyrnukonum að staðaldri.
Öðruvísi líferni
Fanndís Friðriksdóttir lætur vel af sér í atvinnumennskunni í suðurhluta
Frakklands Er þó á köflum fullaftarlega á vellinum fyrir sinn smekk
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2017
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Belgía
Lokeren – Charleroi................................ 1:1
Ari Freyr Skúlason lék allan tímann með
Lokeren. Arnar Þór Viðarsson er aðstoð-
arþjálfari liðsins.
Sviss
Zürich – Grasshoppers ........................... 0:3
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tím-
ann með Zürich.
Rúnar Már Sigurjónsson sat á bekknum
hjá Grasshoppers allan tímann.
Tyrkland
Osmanlispor – Karabükspor.................. 3:0
Ólafur Ingi Skúlason lék allan tímann
fyrir Karabükspor.
B-deild:
Elazigspor – Samsunspor....................... 2:2
Theódór Elmar Bjarnason fór af velli á
90. mínútu í liði Elazigspor.
Búlgaría
Levski Sofia – CSKA Sofia ..................... 2:2
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann
með Levski Sofa.
Kína
Shanghai SIPG – Guangzhou R&F ...... 1:2
Sölvi Geir Ottesen kom inná hjá Gu-
angzhou á 81. mínútu.
Undankeppni HM kvenna
1. RIÐILL:
Kasakstan – Bosnía.................................. 0:2
Bosnía 3, England 3, Wales 3, Kasakstan
0, Rússland 0.
7. RIÐILL:
Finnland – Serbía..................................... 1:0
Finnland 3, Austurríki 3, Serbía 3, Ísrael
0, Spánn 0.
Dominos-deild kvenna
Snæfell – Stjarnan................................ 55:72
Staðan:
Haukar 4 4 0 310:246 8
Stjarnan 5 4 1 388:311 8
Valur 4 3 1 330:309 6
Snæfell 5 2 3 354:361 4
Skallagrímur 4 2 2 302:289 4
Breiðablik 4 1 3 269:313 2
Keflavík 4 1 3 294:309 2
Njarðvík 4 0 4 212:321 0
1. deild karla
Snæfell – Hamar............................... 105:102
Gnúpverjar – ÍA ................................... 83:80
Breiðablik 8, Skallagrímur 6, Vestri 6,
Snæfell 4, Fjölnir 4, Hamar 2, Gnúpverjar
2, ÍA 0 FSu 0.
1. deild kvenna
Hamar – Ármann ................................. 79:61
KR – Fjölnir.......................................... 74:57
KR 6, Grindavík 6, Þór Akureyri 4,
Fjölnir 4, Hamar 2, ÍR 0, Ármann 0.
Spánn
Murcia – Valencia................................ 91:93
Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við
sögur með liði Valencia.
B-deild:
Palma – Castello .................................. 78:80
Ægir Þór Steinarsson skoraði 6 stig fyr-
ir Castello, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsend-
ingar.
B-deild kvenna:
Santa Gema – Leganés ....................... 44:65
Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 11
stig fyrir Leganés og tók 5 fráköst.
Frakkland
Cholet – Nanterre ............................... 77:80
Haukur Helgi Pálsson skoraði 11 stig,
tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í liði
Cholet.
Rússland
Tsmoki Minsk – Astana ...................... 75:66
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17
stig fyrir Astana, tók 3 fráköst og átti 3
stoðsendingar.
Danmörk
Hörsholm – Stevnsgade...................... 84:56
Sandra Lind Þrastardóttir skoraði ekki
en tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Philadelphia – Toronto Raptors........ 94:128
Cleveland – Orlando........................... 93:114
Miami Heat – Indiana ......................112:108
New York Knicks – Detroit............. 107:111
Chicago Bulls – San Antonio Spurs.... 77:87
Houston Rockets – Dallas ................ 107:91
Memhpis Grizzlies – Golden State.. 111:101
Milwaukee Bucks – Portland ..........113:110
Utah Jazz – Oklahoma ......................... 96:87
LA Clippers – Phoniex Suns ..............130:88
KÖRFUBOLTI
Stjarnan komst upp að hlið Hauka í
toppsæti Dominos-deildar kvenna í
körfuknattleik eftir öruggan úti-
sigur gegn Íslandsmeisturum Snæ-
fells, 72:55, en liðin áttust við í
Stykkishólmi. Haukar og Stjarnan
er bæði með átta stig en Haukar
hafa leikið einum leik færra. Ís-
landsmeistararnir eru hins vegar að-
eins með fjögur stig en þetta var
þriðji tapleikur þeirra í fyrstu fimm
leikjunum. Segja má að Stjörnukon-
ur hafi lagt grunninn að sigri sínum
strax í fyrsta leikhluta en staðan eft-
ir hann var 30:10 og í hálfleik var
staðan 48:19, Garðabæjarliðinu í vil.
Stjarnan hélt svo fengnum hlut í
seinni hálfleik og landaði öruggum
sigri. Danielle Victoria Rodriguez
átti stórleik fyrir Stjörnuna en hún
skoraði 31 stig, tók 14 fráköst, gaf 12
stoðsendingar og stal fimm boltum.
Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði
17 stig og Ragna Margrét Brynj-
arsdóttir 12. Kristen Denise
McCarthy skoraði 17 stig fyrir Snæ-
fell og tók 18 fráköst, Berglind
Gunnarsdóttir skoraði 11 og Sara
Diljá Sigurðardóttir 10.
gummih@mbl.is
Rodriguez lék
meistarana grátt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frábær Danielle Victoria Rodriguez fór fyrir liði Stjörnunnar, sem vann
góðan sigur á Íslandsmeisturum Snæfells í Dominos-deildinni.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur lauk
í gær sínum besta hring á Swinging Skirts LPGA-
mótinu á Taívan þegar hún lék lokahringinn á
tveimur höggum undir pari vallarins, 70 höggum.
Þar með rétti hún sinn hlut dálítið eftir basl
fyrstu þrjá dagana þegar hún lék á 76, 77 og 77
höggum. Ólafía lauk keppni á 12 höggum yfir pari
og endaði í 67.-72. sæti af 80 keppendum á
mótinu.
Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu vann sannfærandi
sigur, lék samtals á 17 höggum undir pari og varð
sex höggum á undan Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi
sem hafnaði í öðru sæti. vs@mbl.is
Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir
Lokahringurinn var bestur
Bayern München jafnaði Borussia Dortmund að stigum í
toppsæti þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu um helgina.
Bæði lið eru með 20 stig en Dortmund heldur toppsætinu
með betri markatölu. Corentin Tolisso tryggði Bæjurum 1:0-
sigur gegn Hamburg, sem lék manni færri í 50 mínútur. Jupp
Heynckes, sem tók við þjálfun Bayern-liðsins á dögunum,
hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum en liðið mætir Leipzig í
tveimur leikjum í vikunni.
Liðin eigast við í bikarnum á miðvikudaginn og í deildinni á
laugardaginn. Dortmund fór illa að ráði sínu gegn Eintracht
Frankfurt en eftir að hafa komist í 2:0 á útivelli tókst heima-
mönnum að jafna metin með því að skora tvívegis á fjögurra
mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik.
Bayern jafnaði Dortmund
Corentin
Tolisso