Morgunblaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2017 England Everton – Arsenal ................................... 2:5  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton. Manchester City – Burnley .................... 3:0  Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu 20 mínúturnar fyrir Burnley. Chelsea – Watford.................................... 4:2 Huddersfield – Manch. Utd..................... 2:1 Newcastle – Crystal Palace..................... 1:0 Stoke – Bournemouth .............................. 1:2 Swansea – Leicester ................................ 1:2 Southampton – WBA ............................... 1:0 Tottenham – Liverpool ............................ 4:1 Staðan: Man. City 9 8 1 0 32:4 25 Man. Utd 9 6 2 1 22:4 20 Tottenham 9 6 2 1 19:6 20 Chelsea 9 5 1 3 17:10 16 Arsenal 9 5 1 3 17:12 16 Watford 9 4 3 2 15:17 15 Newcastle 9 4 2 3 10:8 14 Burnley 9 3 4 2 8:9 13 Liverpool 9 3 4 2 14:16 13 Southampton 9 3 3 3 8:9 12 Huddersfield 9 3 3 3 7:10 12 Brighton 9 3 2 4 9:10 11 WBA 9 2 4 3 7:10 10 Leicester 9 2 3 4 12:14 9 Swansea 9 2 2 5 6:10 8 West Ham 9 2 2 5 8:17 8 Stoke 9 2 2 5 10:20 8 Everton 9 2 2 5 7:18 8 Bournemouth 9 2 1 6 6:13 7 Crystal Palace 9 1 0 8 2:19 3 B-deild: Middlesbrough – Cardiff ........................ 0:1  Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla. Sheffield United – Reading.................... 2:1  Jón Daði Böðvarsson lék ekki með Read- ing vegna meiðsla og Axel Óskar Andrés- son var ekki í leikmannahópnum. Bristol City – Leeds................................. 0:3  Hörður Björgvin Magnússon kom inná á 68. mínútu í liði Bristol. Aston Villa – Fulham .............................. 2:1  Birkir Bjarnason kom inná á 86. mínútu í liði Aston Villa. Barnsley – Hull......................................... 0:1 Bolton – QPR............................................ 1:1 Brentford – Sunderland .......................... 3:3 Derby – Sheffield Wednesday ................ 2:0 Nottingham Forest – Burton.................. 2:0 Wolves – Preston...................................... 3:2 Millwall – Birmingham ............................ 2:0 Staða efstu liða: Wolves 13 9 2 2 24:13 29 Cardiff 13 8 3 2 18:10 27 Sheffield Utd 13 9 0 4 18:11 27 Leeds 13 7 2 4 21:12 23 Aston Villa 13 6 4 3 19:13 22 Bristol City 13 5 6 2 20:14 21 Preston 13 5 6 2 17:11 21 Derby 12 5 4 3 17:13 19 Norwich 12 5 4 3 12:14 19 Ipswich 11 6 0 5 20:17 18 Fulham 13 4 6 3 17:14 18 Nottingham F. 13 6 0 7 17:21 18 Þýskaland Augsburg – Hannover .............................1:2  Alfreð Finnbogason fór af velli á 72. mín- útu í liði Hannover. Köln – Werder Bremen .......................... 0:0  Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópi Werder Bremen í leiknum. Staða efstu liða: Dortmund 9 6 2 1 25:7 20 Bayern M. 9 6 2 1 22:7 20 RB Leipzig 9 6 1 2 16:10 19 Hoffenheim 9 4 4 1 16:11 16 Schalke 9 5 1 3 12:9 16 Hannover 9 4 3 2 10:7 15 E.Frankfurt 9 4 2 3 10:9 14 Mönchengladb. 9 4 2 3 13:17 14 Leverkusen 9 3 3 3 20:14 12 Augsburg 9 3 3 3 12:10 12 B-deild: Nürnberg – Dynamo Dresden ............... 2:1  Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Nürnberg í leiknum. Spánn Valencia – Sevilla...................................... 4:0 Barcelona – Málaga.................................. 2:0 Celta Vigo – Atlético Madrid................... 0:1 Real Madrid – Eibar ................................ 3:0 Staða efstu liða: Barcelona 9 8 1 0 26:3 25 Valencia 9 6 3 0 25:10 21 Real Madrid 9 6 2 1 18:7 20 Atlético Madrid 9 5 4 0 14:5 19 Leganés 9 5 2 2 8:3 17 Villarreal 9 5 1 3 15:10 16 Real Betis 9 5 1 3 19:17 16 Sevilla 9 5 1 3 9:8 16 B-deild: Real Oviedo – Córdoba ........................... 2:0  Diego Jóhannesson kom inná á 79. mín- útu og skoraði seinna markið á 90. mínútu. Ítalía Udinese – Juventus.................................. 2:6  Emil Hallfreðsson lék allan tímann með Udinese. Rússland Tosno – Rostov ........................................ 1:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan tímann með Rostov og skoraði úr vítaspyrnu. Rubin Kazan – Dinamo Moskva............. 0:0  Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rubin Kazan. KNATTSPYRNA þegar liðið lagði Gróttu að velli, 29:25, í Hertz-höllinni í gær. Liðin höfðu hvorugt náð að vinna sigur þegar kom að leiknum í gær og það var ljóst frá upphafi leiks að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir þeim stigum sem í boði voru. Leikurinn var jafn á öllum tölum og liðin skiptust á að hafa foryst- una. Varnir beggja liða voru nokkuð þéttar í leiknum, en hvorugt liðið fékk þó mörg auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Það var því ljóst að úrslit leiksins myndu ráðast af því hvort liðið næði að spila þéttari vörn á lokakafla leiksins og leik- menn hvors liðsins næðu að nýta færin betur á ögurstund. Það voru leikmenn Aftureldingar sem voru sterkari á svellinu þegar mest á reyndi og liðið landaði langþráðum sigri. Grótta mun sækja í sig veðrið Mikk Pinnonen og Birkir Bene- diktsson voru potturinn og pannan í sóknarleik Aftureldingar. Góð mark- varsla Lárusar Helga Ólafssonar á lykilaugnablikum undir lok leiksins átti ríkan þátt í að tryggja Aftureld- ingu stigin tvö. „Við spiluðum heilt yfir vel í þess- um leik að mínu mati. Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem sigur- inn hefði getað endað báðum meg- in. Við náðum að þétta vörnina síð- ustu tíu mínútur leiksins og Lár-us Helgi [Ólafsson] skellti í lás í mark- inu. Það var það sem skilaði sigr- inum. Við fögnum þessum sigri vel, en megum þó ekki gleyma okkur í fagnaðarlátunum,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureld- ingar, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Grótta er að styrkjast með hverj- um leiknum sem líður, en liðið hefur verið að fá síðustu púslin í leik- mannahóp sinn með því að fá Daða Laxdal Gautason, Nökkva Dan El- liðason og Örn Östenberg til liðs við sig, auk þess sem Finnur Ingi Stef- ánsson er óðum að finna sitt fyrra form. Það er því óþarfi fyrir Seltirn- inga að örvænta þrátt fyrir að stiga- söfnunin hafi verið dræm það sem af er leiktíð. Dramatískar lokamínútur Ungt lið Selfyssinga gerði gríð- arlega góða ferð í Hafnarfjörðinn og lagði Hauka, 24:23, eftir æsispenn- andi lokamínútur. Alexander Már Egan skoraði sigurmarkið hálfri mínútu fyrir leikslok og Halldór Ingi Jónasson skaut í stöng hinum megin í blálokin og þar við sat. Sig- HANDBOLTINN Ívar Benediktsson Hjörvar Ólafsson Jóhann Ingi Hafþórsson Kristófer Kristjánsson FH-ingar undirstrikuðu í gærkvöldi að þeir hafa á að skipa besta hand- knattleiksliði landsins í karlaflokki um þessar mundir. Þeir gerðu það með því að taka Íslands- og bik- armeistara Vals í kennslustund á heimavelli Valsmanna að Hlíð- arenda. Niðurstaðan var 12 marka sigur Hafnarfjarðarliðsins sem hafði öll ráð í hendi sinni frá upphafi til enda og var sigur þeirra síst of stór. FHvar með 10 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:5. Varn- arleikur liðsins, þar sem Ísak Rafnsson var í aðahlutverki, var frá- bær auk þess sem Ágúst Elí Björg- vinsson var góður í markinu. Þessu var fylgt eftir með beittum sókn- arleik og beittum hraðaupphlaupum. FH-liðið sló öll vopn úr höndum Valsmanna sem voru sem felmtri slegnir sem er afar óvenjulegt þeg- ar Valur á hlut og það á heimavelli í víginu sjálfu, Valshöllinni. Eftir frammistöðu fyrri hálfleiks- ins virtist Valsmönnum hafa fallið allur ketill í eld. Þeir virtust sjá sæng sína upp reidda strax í upp- hafi síðari hálfleiks. Hvorki gekk né rak há þeim í síðari hálfleik að snúa við blaðinu. FH-ingar héldu þeim í heljargreipum fyrsta stundarfjórð- unginn. Þar með tapaði Valsliðið sínum fyrsta leik á yfirstandandi Íslands- móti. FH-ingar eru hinsvegar enn ósigraðir og haldi þeir áfram að leika eins þeir hafa gert getur sig- urgangan haldið áfram. Sem fyrr segir var varnarleikur FH til fyrirmyndar. Sóknarleik- urinn gekk einnig snurðulaust lengi vel þar sem Gísli Kristján Þorgeirs- son og Óðinn Þór Ríkharðsson voru fremstir meðal jafningja. Valsliðið var langt frá sínu besta, eins og nærri má geta. Allir leik- menn geta gert betur. „Frammi- staðan var okkur til skammar. FH- liðið var mörgum skrefum á undan okkur frá upphafi til enda leiksins,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, við Morgunblaðið í leikslok og hitti svo sannarlega naglann á höfuðið. Afturelding vann fyrsta sigurinn Afturelding innbyrti sinn fyrsta deildarsigur á yfirstandandi leiktíð ur gestanna var einkar sætur þar sem Haukar voru sex mörkum yfir snemma í síðari hálfleik. Lærisvein- ar Patreks Jóhannessonar neituðu hins vegar að gefast upp og tryggðu sér sigur. Markvarslan virtist ætla að skilja liðin að, Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði í fyrri hálfleik á meðan markmenn gestanna vörðu varla skot. Það breyttist hins vegar í síðari hálfleik. Selfoss fór að nýta færin sín betur og fá auðveld mörk eftir góðan varnarleik. Elvar Örn Jónsson fór fyrir sínu liði, skoraði sjö mörk og var heilinn í sóknarleik liðsins. Haukar Þrastarson var einn- ig gríðarlega sterkur, en hann er fæddur árið 2001. „Ef maður horfir á hvenær menn eru fæddir er það frábært. Á móti reynslumiklu og sterku liði með landsliðsmarkmann. Að vinna hér er eitthvað sem ekki mörg lið gera,“ sagði Patrekur Jó- hannesson í samtali við Morg- unblaðið eftir leik. Sóknarleikur Hauka var allt of einhæfur. Ef Daníel Þór Ingasyni tókst ekki að skora eða leggja upp á liðsfélaga sína, var enginn til að taka við keflinu af honum. Hákon Daði Styrmisson skoraði góð mörk úr hraðaupphlaupum og vítum, en úr opnu spili var Daníel sá eini með lífsmarki. Hann skoraði níu mörk og lagði upp nokkur auk þess. Í fyrsta skipti á tímabilinu virtust Hauk- arnir virkilega sakna Adams Hauks Baumruk sem hefur verið frá alla leiktíðina vegna veikinda. Atli Már Báruson var óvenju slakur og að- eins fimm Haukamenn komust á blað. Selfoss á mikið hrós skilið, mörg mun reynslumeiri lið hefðu hengt haus, sex mörkum undir á útivelli gegn einu sterkasta liði landsins. Reynsla og færni Patreks sem þjálf- ara er akkúrat það sem efnilegir FH-ingar rassskelltu meistarana  FH komið á toppinn eftir sigurinn gegn Val  Selfoss vann Haukana Gegnumbrot Gísli Þorgeir Kristjánsson brýst í gegnum vörn Vals en til varnar er Mark Maximilian Jonsson er hér að skora Hertz-höllin, úrvalsdeild karla, Ol- ísdeildin, sunnudaginn 22. október 2017. Gangur leiksins: 0:1, 3:4, 5:6, 8:8, 11:10, 14:12, 16:14, 19:17, 21:20, 22:22, 24:25, 25:29. Mörk Gróttu: Maximilian Jonsson 7/3, Finnur Stefánsson 4, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Þórir Bjarni Traustason 3, Nökkvi Dan Elliðason 2, Daði Laxdal Gautason 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 2, Hannes Grimm 1. Grótta – Afture Valshöllin, úrvalsdeild karla, Olísdeildin, sunnudaginn 22. október 2017. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 4:6, 5:11, 5:12, 5:15, 6:16, 8:20, 11:23, 14:25, 18:28, 21:33. Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Árni Þór Sigtryggsson 5, Sveinn Jose Rivera 3, Ant- on Rúnarsson 3/1, Stiven Tobar Valencia 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Magnús Óli Magnússon 1, Ásgeir Snær Vignisson 1. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 6, Einar Baldvin Baldvinsson 2. Utan vallar: 14 mínútur. Mörk FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 9, Ágúst Birgisson 5, Arnar Freyr Ársælsson 4, Ás- björn Friðriksson 4/2, Gísli Þorgeir Krist- jánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Þorgeir Björnsson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 14. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 398. Valur – FH 21:33 Austurberg, úrvalsdeild karla, Ol- ísdeildin, sunnudaginn 22. október 2017. Gangur leiksins: 2:1, 6:3, 8:3, 9:6, 11:8, 13:11, 15:13, 18:15, 21:19, 22:20, 24:23, 25:27. Mörk ÍR: Daníel Ingi Guðmundsson 8/3, Bergvin Þór Gíslason 7, Elías Bóasson 4, Kristján Orri Jóhannsson 2, Sveinn Andri Sveinsson 2, Grétar Ari Guðjónsson 1, Eggert Jóhannsson 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 13. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 6, Grétar Þór Eyþórsson 5, Sigurbergur Sveinsson 5/2, Kári Kristján Krist- jánsson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Róbert Aron Hostert 2, Daníel Griffin 2, Magnús Stefánsson 1, Dagur Arn- arsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 6, Stephen Nielsen 4. Utan vallar: 10 mínútur. ÍR – ÍBV 25:27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.