Morgunblaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2017 ÍSHOKKÍ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is SA náði átta stiga forskoti á toppi Hertz-deildar karla í íshokkí á laugardaginn var með 4:3-sigri á Birninum í Egilshöllinni. Norð- anmenn eru með 20 stig eftir sjö sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Björninn er enn í öðru sæti með 12 stig og Íslandsmeistarar Esju koma þar á eftir með tíu stig. SR rekur lestina án stiga. Megum ekkert slaka á SA komst í 4:0 á laugardaginn en Björninn skoraði þrjú mörk seint í leiknum og gerði leikinn óvænt spennandi í blálokin. „Við vorum með yfirburði í 55 mínútur en svo fórum við að reyna að spila öruggt og breyta leiknum síðustu mínúturnar og þá hrynur þetta hjá okkur og þeir skora þrjú mörk. Við megum ekkert slaka á, það er alveg á hreinu,“ sagði Sig- urður Sigurðsson, en hann skoraði tvö mörk fyrir SA í leiknum. Esja hafði gríðarlega yfirburði í deildinni á síðustu leiktíð og margir bjuggust við svipaðri sögu í vetur. Esjumenn hafa hins vegar unnið þrjá og tapað þremur í fyrstu sex leikjum sínum og virka nokkuð frá sínu besta. „Esjumenn eru klárlega veikari en í fyrra. Þeir misstu tvo lykilmenn um dag- inn og þeir hafa ekki unnið leik síðan. Þeir eru veikari en við er- um ekki búnir að afskrifa þá, það er af og frá,“ sagði Sigurður um Íslandsmeistarana. Landsliðsmennirnir Björn Ró- bert Sigurðarson og Steindór Ingason féllu á lyfjaprófi í síðasta mánuði og virðist það hafa haft mikil áhrif á meistarana, enda um mjög sterka landsliðsmenn að ræða. Sigurður segir SA á sama tíma vera með betra lið en á síð- ustu leiktíð. „Við erum með aðeins breiðari hóp í ár og það eru aðeins fleiri á æfingum og þetta hefur gengið vel hjá okkur. Okkar styrkur hefur alltaf verið reynslan og hefðin og svo erum við komnir með góða stráka í bland við það. Við fengum góða útlendinga og við erum að treysta á unga markmenn sem hafa verið að standa sig vel og þetta virðist vera að smella hjá okkur, það er meðvindur í SA núna.“ Skautafélag Akureyrar er langsigursælasta félagið í íshokkí hérlendis. SA hefur orðið Íslands- meistari sex sinnum á síðustu átta árum og 19 sinnum alls. Veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér Esja keppti í Evrópukeppni, fyrst íslenskra félaga fyrr í mán- uðinum. Sigurður segir það mjög gott fyrir íslenskt íshokkí, en við- urkennir að það hafi ekki komið til tals hjá SA að fara í Evr- ópukeppni. „Það er frábært að þeir fóru út, það er gríðarlegur metnaður hjá þeim og það var gaman að fylgjast með þeim. Það er aldrei að vita hvort við gerum þetta einhvern tímann, þetta hefur einfaldlega aldrei komið til tals hjá okkur, en maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Sigurður að lokum. Morgunblaðið/Golli Barningur Hart barist á ísnum í leik Bjarnarins og SA Víkinga í Laugardalnum á laugardagskvöldið. Má ekki afskrifa Esju  SA með átta stiga forskot á toppnum  Akureyringar bæta í en Esja missir menn  Af og frá að afskrifa Esju  Evrópukeppnin frábær fyrir íslenskt íshokkí Danmörk Helsingör – Bröndby .............................. 0:1  Hjörtur Hermannsson lék allan tímann fyrir Bröndby. Lyngby – OB............................................. 1:1  Hallgrímur Jónasson var ekki í leik- mannahópi Lyngby. Silkeborg – SönderjyskE ....................... 1:0  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn fyrir SönerjyskE. Hobro – Nordsjælland ............................ 4:0  Rúnar Alex Rúnarsson lék allan tímann í marki Nordsjælland. Staða efstu liða: Midtjylland 13 9 1 3 32:19 28 Brøndby 13 8 3 2 26:11 27 Nordsjælland 13 8 2 3 31:24 26 Hobro 13 6 4 3 22:16 22 København 13 6 3 4 25:15 21 Horsens 13 5 5 3 19:16 20 OB 13 4 6 3 13:11 18 B-deild: Vejle – Viborg...........................................3:1  Björn Daníel Sverrisson kom inná á 86. mínútu í liði Vejle. Brabrand – Vendsyssel .......................... 2:1  Mikael Anderson kom inná sem vara- maður hjá Vendsyssel. Roskilde – Fredericia.............................. 1:1  Frederik Schram lék í marki Roskilde. Svíþjóð Gautaborg – Östersund .......................... 0:1  Elías Már Ómarsson sat á bekknum hjá Gautaborg allan tímann. Sundsvall – Norrköping ......................... 2:2  Kristinn Steindórsson fór af velli á 79. mínútu í liði Sundsvall en Kristinn Freyr Sigurðsson var ónotaður varamaður.  Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þór- arinsson léku allan tímann með Norrköp- ing, Arnór Sigurðsson kom inná á 82. mín- útu en Alfons Sampsted sat á bekknum allan tímann. Staðan: Malmö 27 18 6 3 58:25 60 AIK 27 14 8 5 43:20 50 Djurgården 27 14 6 7 51:29 48 Östersund 28 12 10 6 44:31 46 Häcken 27 12 9 6 37:26 45 Norrköping 28 13 5 10 40:37 44 Elfsborg 28 10 8 10 49:52 38 Gautaborg 28 9 10 9 41:35 37 Sirius 27 10 6 11 40:43 36 Örebro 28 10 6 12 37:50 36 Hammarby 27 8 10 9 34:36 34 Kalmar 27 9 5 13 30:43 32 Sundsvall 28 6 10 12 25:42 28 Jönköping 27 5 10 12 29:46 25 Halmstad 28 4 8 16 25:43 20 Eskilstuna 28 4 7 17 26:51 19 B-deild: Gefle – Frej .............................................. 3:0  Nói Snæhólm Ólafsson var ekki í leik- mannahópi Frej. Noregur Aalesund – Kristiansund ........................ 1:1  Adam Örn Arnarson lék allan tímann með Aalsund, Aron Elís Þrándarson fór af velli á 69. mínútu og Daníel Leó Grétarsson á 76. mínútu. Brann – Rosenborg ................................. 0:3  Viðar Ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekk Brann.  Matthías Vilhjálmsson hjá Rosenborg er frá keppni vegna meiðsla. Molde – Haugesund................................. 1:0  Björn Bergmann Sigurðarson fór af velli á 81.mínútu í liði Molde en Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópnum. Sandefjord – Strömsgodset.................... 1:2  Ingvar Jónsson lék í marki Sandefjord. Stabæk – Tromsö .................................... 1:2  Aron Sigurðarson var ónotaður vara- maður hjá Tromsö. Viking – Vålerenga ................................ 1:7  Samúel Kári Friðjónsson kom inná á 26. mínútu í liði Vålerenga og skoraði fimmta markið. Staðan: Rosenborg 26 17 6 3 54:17 57 Molde 26 14 5 7 45:31 47 Sarpsborg 26 11 11 4 41:32 44 Strømsgodset 26 11 8 7 33:30 41 Brann 26 11 7 8 43:30 40 Haugesund 26 11 6 9 30:28 39 Vålerenga 26 10 6 10 43:37 36 Odd 25 10 5 10 23:30 35 Stabaek 26 9 7 10 40:47 34 Sandefjord 26 10 3 13 33:40 33 Lillestrøm 25 8 7 10 33:38 31 Tromsø 27 8 7 12 35:48 31 Kristiansund 26 7 9 10 35:40 30 Sogndal 26 7 7 12 31:39 28 Aalesund 26 6 8 12 32:41 26 Viking 27 4 6 17 30:53 18 B-deild: Arendal – Start ....................................... 0:2  Kristján Flóki Finnbogason lék allan tímann fyrir Start en Guðmundur Krist- jánsson sat á bekknum. Jerv – Bodö/Glimt .................................. 1:4  Oliver Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Bodö/Glimt. Holland PSV – Heracles ........................................ 3:0  Albert Guðmundsson kom inná á 87. mínútu og fiskaði vítaspyrnu og mann af velli á 90. mínútu. Excelsior – Sparta ................................... 1:1  Ögmundur Kristinsson lék allan tímann í marki Excelsior. KNATTSPYRNA Fjölnir og Grótta skildu jöfn, 22:22 þegar liðin mættust í slag tveggja neðstu liðanna í sjöttu umferð Ol- ísdeildar kvenna í handbolta í Dal- húsum í Grafarvogi í gærkvöldi. Liðin höfðu hvort um sig eitt stig fyrir leikinn og átti sigurliðið mögu- leika á að skilja hitt liðið eftir eitt og yfirgefið á botni deildarinnar. Jafn- tefli varð hins vegar niðurstaðan og liðin sitja því áfram saman á botni deildarinnar. Andrea Jacobsen sem hefur feng- ið nokkuð stórt hlutverk í leikjum A- landsliðs kvenna í undankeppni EM í haust var markahæst í liði Fjölnis með sex mörk í leiknum. Guðrún Jenný Sigurðardóttir kom næst hjá Fjölni með fimm mörk. Kristjana Björk Steinarsdóttir var atkvæðamest í liði gestanna af Seltjarnarnesinu, en hún skoraði fjögur mörk. Lovísa Thompson, sem hefur verið í lykilhlutverki í A- landsliðinu í leikjunum í und- ankeppni EM skoraði síðan þrjú mörk líkt og Emma Harvin Sardars- dóttir, Savica Mrkic, Unnur Ómars- dóttir og Þóra Guðný Arnarsdóttir. Grótta og Selfoss hafa nú tvö stig hvort lið eftir þetta jafntefli og sitja á botni deildarinnar. Liðin eru einu stigi á eftir Selfossi sem situr í sjötta sæti deildarinnar. Deildin í ár virðist vera ansi jöfn, en svo virðist sem Valur, Fram og ÍBV séu í nokkrum sérflokki og eigi sæti í úrslitakeppninni nokkuð víst. Þá muni þau fimm lið sem eftir eru bítast um að komast í úrslitakeppni, sigla lygnan sjó eða sogast í fallbar- áttu deildarinnar. Morgunblaðið/Golli Spenna Berglind Benediktsdóttir brýst í gegnum vörn Gróttu. Liðin skiptu stig- unum í botnslag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.