Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.11.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 19.11.2017, Blaðsíða 5
Daníel: Þau fóru á milli kennslustofa og heimsóttu bekkina. Valtýr: Stundum fundum við á skóla- tíma og stundum eftir skóla. Stundum funda kennarar eða foreldrar með okkur. Daníel: Stundum fáum við köku á réttindaráðsfundum. Bergþóra: Siggi kokkur verður eigin- lega að baka sjónvarpsköku þegar við fáum viðurkenninguna. Vitið þið hvað UNICEF er? Víglundur: UNICEF er barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þau passa upp á barnasáttmálann. Auður: Þau veita líka neyðaraðstoð. Anja: Á hverju ári söfnum við fyrir UNICEF með áheitahlaupi í skólanum. Ylfa: Þetta kallast UNICEF-hlaup. Bergþóra: Við fáum kort og þurfum að hlaupa á milli staða og safna lím- miðum. Daníel: Allur skólinn tekur þátt í þessu. Hafið þið safnað miklum peningum? Örn Bragi: Við söfnuðum held ég um 400 þúsund krónum í fyrra. Daníel: Í fyrra söfnuðum fyrir börnum í Sýrlandi. Ylfa: Við höfum líka safnað fötum og sent út í heim. Hafið þið gert einhverja sáttmála í skólanum? Auður: Já, hver bekkur er búinn að gera sinn eigin bekkjarsáttmála. Valtýr: Þar stendur meðal annars að við eigum að vera góð við aðra. Auður: Vera hjálpsöm og þessháttar. Ylfa: Svo skrifum við öll undir bekkjar- sáttmálann og krakkarnir eiga að fara eftir honum. Bergþóra: Fulltrúar UNICEF fóru einmitt yfir þessa sáttmála hjá okkur. Hverju mynduð þið helst vilja breyta í heiminum ef þið fenguð að ráða? Daníel: Bæta jafnrétti. Ingibjörg Ösp: Engin hryðjuverk Ylfa: Já, engin stríð Víglundur: Reka Donald Trump. Auður: Ekkert vont fólk í heiminum. Bergþóra: Hætta öllu stríði og útrýma byssum. Og að allir njóti réttinda sinna. Anja: Ég myndi vilja að allir væru vinir. Valtýr: Já, sama hér. Hjalti: Það gæti reyndar orðið svolítið einsleitt. Örn Bragi: Gleymum öllum styrjöldum. En á Íslandi, mynduð þið vilja bæta eitthvað? Ingibjörg Ösp: Það væri gott ef allir ættu nægan pening til að geta keypt hús og það sem þarf til að lifa. Valtýr: Enga bófa. Örn Bragi: Að lækka fasteignaverðið. Eftir helgi fáið þið svo viðurkenningu. Segið mér aðeins frá því? Bergþóra: Já, þá verður Laugarnes- skóli heiðraður sem réttindaskóli. Hjalti: Okkar skóli og Flataskóli eru þeir fyrstu sem fá svona viðurkenningu. Örn Bragi: Þá fáum við líka fána til að flagga. Daníel: Allir hafa jöfn tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri í þessum skóla. Haldið þið að þetta hafi einhverja þýðingu fyrir ykkur? Ylfa: Við þurfum auðvitað að standa okkur. Bergþóra: Við hvetjum fleiri skóla til að gera bekkjarsáttmála og stofna réttindaráð. Þá eiga krakkar auðveldara með þekkja réttindi sín. Réttindaskóli UNICEF Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagn- rýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna                                             !"           #    #      

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.