Morgunblaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 JÓLASERÍUR við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA kr.275 Inni- og útiseríur. Verð frá Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að missa tvíburasystur mína í bílslysi er nokkuð sem mun fylgja mér alla ævi. Ég hef aldrei verið samur maður á eftir; þetta er stöðugt í huganum. Þó eru liðin tæp þrettán ár síðan þetta gerð- ist,“ segir Þórir Guðmundsson, lögregluþjónnn á Ísafirði. „Á tímabili missti ég fótanna, var mikið úti á lífinu og hreinlega týndi sjálfum mér. Með góðri hjálp sálfræðings tókst mér að komast aftur á rétta braut. Hafði þá sem víti til varnaðar tvo stráka sem ég þekkti sem höfðu eftir svipaða reynslu leiðst út í vondan félagsskap og fíkniefnaneyslu. Sjálfur hef ég hins vegar getað nýtt þessa lífsreynslu uppbyggi- lega eins og ég geri nú með fyr- irlestrum og forvörnum í umferð- armálum.“ Leikgleðin hvarf Í gær var alþjóðlegur minn- ingardagur um fórnarlömb um- ferðarslysa, það er venju sam- kvæmt þriðja sunnudag í nóvember ár hvert. Er þetta gert að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli á þeirri stað- reynd að á ári hverju deyja um 4.000 manns á dag í umferðar- slysum í heiminum, auk allra þeirra sem slasast. Af þessu tilefni var í gær athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi þar sem björgunarfólk úr ýmsum stéttum var mætt og ávörp flutt. Meðal þeirra sem til máls tóku var Þórir sem missti Þóreyju tvíburasystur sína í bílslysi 19. janúar 2006. Þá var hún að koma frá Hnífsdal og ók um Eyrarhlíð inn á Ísafjörð í snjó og krapa, en fipaðist við aksturinn með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bílnum sem fór út af veginum og hafnaði á hvolfi úti í sjó. „Ég kom að slysinu, sem var hræðilegt. Þegar þetta gerðist var ég tæplega átján ára og var efni- legur körfuboltamaður. Leik- gleðin hvarf við þetta og áhugalít- ill lenti ég á varamannabekknum. Þetta leit illa út, en sem betur fer tókst mér að snúa taflinu við og í starfi mínu hefur mér gefist kost- ur á að beita mér í forvörnum og umferðarfræðslu. Þar förum við saman ég og félagi minn Haukur Árni Hermannsson lögreglumað- ur sem einnig kom að slysinu og það situr í honum ekkert síður en mér. Raunar var þetta reiðarslag fyrir samfélagið á Ísafirði, því Þórey var mjög virk til dæmis í íþróttastarfinu, vann í matvöru- búðinni en þangað komu flestir bæjarbúar og svo framvegis. Svona mál snerta alla, sérstaklega í litlum bæ.“ Aðgæsluleysi eitt andartak Í fræðslu sinni hafa Þórir og Haukur Árni meðal annars hamr- að á þeirri hættu sem fylgir því ef ökumenn nota síma undir stýri. Hættan sem því fylgir er flestum ljós – og því verður að halda til haga að notkun síma var að hluta, hið minnsta, orsök slyssins þegar Þórey lést. Þannig sýndi útskrift frá símafyrirtæki að fáeinum sek- úndum áður en en tilkynning um að bíll Þóreyjar hefði lent í sjón- um fékk hún send og svaraði sms- skilaboðum úr síma sínum. „Það er hafið yfir allan vafa að aðgæsluleysi eitt andartak vegna símanotkunar er helsta ástæða slyssins. Og þetta gerðist vel að merkja áður en snjallsímar með aðgang að netinu komu til sögunnar. Því höfum við í fyrir- lestrum okkar í framhaldsskól- anum á Ísafirði hamrað mjög á því hve notkun farsíma við akstur er hættuleg. Þetta er hættuspil, ekk- ert síður en hraðakstur eða ef fólk sest undir stýri ölvað eða undir áhrifum fíkniefna. Því er mín heit- asta ósk að fræðsla okkar lög- reglumanna fái krakkana til að hugsa, þannig að hegðun þeirra í umferðinni sé alltaf til fyrir- myndar.“ Stöðug sjálfshjálp Nú í byrjun nóvember höfðu alls 1.545 manns látist í umferð- inni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sér- staklega banaslysum. Árin 2007- 2016 létust að jafnaði 12,3 á hverju ári í umferðinni, en árin tíu þar á undan 24,4. Er það þakkað því meðal annars að bílar og vegir eru betri og ökumenn gætnari. En nú eru blikur á lofti. Árið 2015 var fjöldi látinna 18, árið 2016 létust 16 og 12 hafa látist í umferðinni það sem af er þessu ári. „Fjölgun slysa í umferðinni á síðustu árum helgast af mörgu – en veigamikil skýring er auðvitað að erlendum ökumönnum sem eru óvanir og reynslulausir í íslensk- um aðstæðum hefur fjölgað mjög. Þar bætist við að vegna fjárskorts getur lögreglan ekki sinnt öllu því sem þarf, svo sem frumkvæðis- vinnu eins og umferðareftirlit er. En þótt í litlu sé reynum við að sinna forvörnum og fræðslu og svo hef ég með fjölskyldunni með- al annars unnið með Samgöngu- stofu að gerð fræðsluefnis þar sem slysið þar sem Þórey lést er útgangspunkturinn. Fyrir mér er þetta starf líka sjálfshjálp, því slysið þar sem ég missti tvíbura- systur mína, sem var mér mjög náin, var áfall og ég þarf stöðugt að vera að vinna í sjálfum mér til að líða vel.“ Missti tvíburasystur sína í umferðarslysi og lætur nú til sín taka í forvarnamálum og fræðslu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Feðgin Þórir Guðmundsson, nú lögregluþjónn á Ísafirði, og dóttir hans, Sigrún Þórey, sem heitir eftir föðursystur sinni, Þóreyju Guðmundsdóttur. Nýti reynsluna uppbyggilega  Þórir Guðmundsson er fæddur árið 1988. Húsasmíða- meistari og byggingaiðnfræð- ingur að mennt. Hóf störf við afleysingar í lögreglunni á Ísa- firði árið 2010. Er nú fastráð- inn og hefur lokið námi í lög- regluskóla.  Kona Þóris er Guðrún Krist- ín Bjarnadóttir og eiga þau tvö börn. Hver er hann? Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Banaslys Þórey missti stjórn á bílnum sem hafnaði úti í sjó milli Ísafjarð- arkaupstaðar og Hnífsdals. Þetta gerðist 19. janúar 2006. Höskuldur Daði Magnússon Erla María Markúsdóttir Stjórnarmyndunarviðræður Fram- sóknarflokks, Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokks halda áfram í dag. Formenn flokkanna, þau Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobs- dóttir og Bjarni Benediktsson, munu hittast á fundi í Ráðherrabústaðnum klukkan 9.30. Vinna við málefnasamning flokk- anna hefur reynst tímafrekari en gert var ráð fyrir í síðustu viku. Við- mælendur blaðsins eru sammála um að þeim miði vel. Gert er ráð fyrir að við bætist frekari fundir með sér- fróðum aðilum nú í byrjun vikunnar. Alltaf dálítið tímafrekt „Þetta hefur gengið ágætlega,“ sagði Bjarni Benediktsson við Morg- unblaðið í gærkvöld. „Ætli það verði ekki að segja eins og er að maður hefur tilhneigingu til að vanmeta þann tíma sem þarf til að ræða sig að niðurtöðu um slík mál- efni. Það er ekkert sérstakt sem hef- ur tafið eða komið upp á. Það vilja allir vanda til verka. Þegar það eru þrír flokkar við borðið er þetta alltaf dálítið tímafrekt. Ég vonast enn til að vera á undan Þjóðverjunum en þetta gæti kostað einhverja daga í viðbót.“ Undir þetta tekur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsókn- arflokksins: „Við viljum gera þetta vel og við erum að vanda okkur.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að helgin hafi meðal ann- ars nýst í að fara yfir stöðu viðræðn- anna með flokksmönnum. „Síðan fer væntanlega að líða að því að við för- um að ræða við þingmenn í okkar flokkum um einstaka þætti áður en við reynum að setjast aftur niður yf- ir þetta sameiginlega.“ Það vilja allir vanda til verka  Formennirnir funda áfram í dag og hitta fleiri sérfræðinga Morgunblaðið/Eggert Fundað Formennirnir hittast á fundi fyrir hádegi í dag. Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðn- aðarsambands Íslands var haldin fyrir helgi og krefst þess í ályktun, rétt eins og hún gerði í fyrra, að kjararáð breyti fyrri úrskurðum sín- um, þar sem laun alþingismanna hafi hækkað langt umfram aðra í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að tengja kjararáð við raunveruleik- ann. „Við erum bara að benda á það að það er ekkert hægt að halda áfram með SALEK-samstarfið, þetta rammasamkomulag, nema þá að úr- skurðum kjararáðs verði breytt, þannig að laun alþingismanna hækki ekki um 45% eins og þeir voru að njóta,“ segir Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, í samtali við Morgun- blaðið. 5.500 félagsmenn eru innan aðildar- félaga Rafiðn- aðarsam- bandsins. Allir þurfi að dansa í takt „Það hefur áhrif á stöðuna á vinnumarkaði að úrskurðirnir eru algjörlega úr takt við þennan raunveruleika og menn vilja sjá þessa breytingu.“ Í ályktun trúnaðarmannaráð- stefnunnar segir að öllum ætti að vera ljóst að launafólk sé ekki reiðubúið til þess að fylgja afmark- aðri línu launahækkana á meðan hópar sem heyri undir kjararáð njóti launahækkana umfram það sem almennt gerist. Kristján segist ætla að reyna að vera jákvæður og bjartsýnn á að næsta ríkisstjórn grípi til aðgerða í þessum efnum. Allir þurfi að dansa í takt til að möguleiki sé á að SA- LEK-samkomulagið gangi upp. Annars verði óstöðugleiki „Þeir hafa fengið fjölmörg tæki- færi til þess en ekki nýtt þau ennþá. Þeir verða að gera þetta, nema þeir vilji mikinn óstöðugleika á vinnu- markaði á næstu mánuðum,“ segir Kristján Þórður, sem telur að launa- liðurinn muni vega töluvert þungt í þeim kjaraviðræðum sem fram und- an eru. athi@mbl.is Kristján Þórður Snæbjarnarson Rafiðnaðarmenn vilja tengja kjararáð við raunveruleikann  Krefjast þess í annað sinn að fyrri úrskurðum verði breytt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.