Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 32

Morgunblaðið - 20.11.2017, Síða 32
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Þrír í 8 fm herbergi og borga 210.000 2. Hæddist að mér fyrir að „vanmeta … 3. Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl 4. Búið að ná ökutækjunum í sundur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Joshua Bell og Akademía St. Mart- in in the Fields koma fram í Eldborg Hörpu annað kvöld, þriðjudag, kl. 19.30. Á efnisskránni eru Branden- borgarkonsert nr. 3 eftir Johann Sebastian Bach, Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla ásamt Fiðlukonserti í D-dúr op. 61 eftir Ludwig van Beethoven. Ljósmynd/Alan Kerr Joshua Bell leikur í Hörpu á morgun  Eugen Prochác, sellóleikari frá Bratislava, og Peter Máté flytja þrjú verk fyrir selló og píanó eft- ir austurríska tón- skáldið Johann Nepomuk Humm- el (1778–1837). Tónleikarnir verða í Hannesarholti á miðvikudagskvöld kl. 20. Verk Hummel hljóma í Hannesarholti  Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunn- arsson ásamt Halldóri Smárasyni, út- setjara og píanóleikara, verða í jóla- stuði í Salnum á miðvikudag og fimmtudag kl. 20. Á efnisskránni eru jóla- lög og tónlist með hátíðarbrag auk þess sem búast má við því að strák- arnir bregði á leik. Sætabrauðsdreng- irnir syngja í Salnum Á þriðjudag Norðan- og norðaustan 10–18 m/s. Snjókoma eða él um landið norðan- og austanvert, en yfirleitt þurrt og bjart suð- vestan til. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. SPÁ KL. 12 Í DAG Norðan- og norðaustan 5–13 m/s. Él nyrðra, en bjart að mestu syðra. 10–18 m/s og snjókoma norðanlands í kvöld, en áfram bjart sunnan til. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR Haukar léku Njarðvík grátt þegar liðin áttust við í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gær en Haukarnir lönduðu 33 stiga sigri. Íslandsmeist- arar KR gerðu góða ferð í Keflavík og lögðu heima- menn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Tindastóll vann öruggan sigur gegn nýliðum Hattar á Króknum og heldur topp- sæti deildarinnar. »4–5 Haukar léku sér að Njarðvík Kraftlyftingakappinn Júlían K.J. Jó- hannsson gerði það gott á HM í kraft- lyftingum sem fram fór í Pilsen í Tékklandi um helgina. Hann vann til gullverðlauna í réttstöðulyftu og bronsverðlauna í samanlögðum árangri á mótinu. »2 Gull og brons hjá Júlían á HM í kraftlyftingum Sundfólkið Hrafnhildur Lúthers- dóttir og Aron Örn Stefánsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar unnu til fimm gullverðlauna í einstaklings- greinum um helgina á Íslands- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug og bæði náðu þau lágmarki fyrir Evrópumótið sem fram fer í Dan- mörku í næsta mánuði. »1 Hrafnhildur og Aron voru sigursæl ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Herdís Friðriksdóttir, verkefna- stjóri og eigandi ferðaskrifstof- unnar Understand Iceland, fékk ný- verið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og um- hverfisvernd á Suðurlandi. Ferðaskrifstofa Herdísar hefur um árabil sérhæft sig í fræðsluferð- um og snýst nýja verkefnið um að fá bandaríska háskólanema til Íslands og tengja þá við einstaklinga, fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi sem starfa í eða að sjálf- bærni. „Eins og heimurinn er orð- inn í dag hafa margir áhyggjur af loftslagsbreytingum og fólk er að spyrja hvað er hægt að gera til að snúa þessu við? Og það er fullt af svörum þarna úti,“ segir Herdís. Hún stefnir á að kynna nemendur fyrir grænum og endurnýjanlegum orkugjafa ásamt því að opna gagn- rýnið samtal um sjálfbærni. Í mörg horn að líta á Suðurlandi Herdís segir að Suðurland hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar eru hennar heimkynni en bendir á að þar séu einnig margir staðir sem eru áhugaverðir að heimsækja og sækja fræðslu. „Hveragerðisbær er til dæmis að byrja með verkefni sem heitir Sjálf- bært Ísland og þau eru opin fyrir samstarfi. Í Skaftholti er sjálfbært samfélag og svo er Náttúrustofan á Höfn, sem sér um mælingar á jökl- unum. Svo má nefna vindmylluverk- efnið hjá Landsvirkjun ásamt Hellisheiðarvirkjun. Á sama tíma þarf líka að skoða hversu mikið við ætlum að virkja, þetta er græn orka, en hversu græn er hún ef hún er notuð öll í álver?“ Herdís hefur nú þegar sett sig í samband við nokkra háskóla vest- anhafs og er markmiðið að bjóða upp á fyrstu ferðina næstkomandi vor. „Við erum aðallega að tala við skóla frá Michigan, Wisconsin, Minnesota, við tengjumst helst austurströnd Bandaríkjanna,“ segir Herdís en fræðsluferðir eru hluti af náminu í mörgum bandarískum há- skólum. „Markmiðið er að skólarnir komi með hópa til okkar og við tök- um við þeim. Þetta verða allt frá þriggja mánaða kúrsum niður í viku kúrsa. Erlendis heitir þetta „study abroad“ og er í raun bara fræðslu- ferð sem hluti af náminu þeirra.“ Í þeim fræðsluferðum sem hún hefur nú þegar farið með ferðamenn frá Bandaríkjunum hefur hún feng- ið gríðarlega góð viðbrögð. „Fólk bara elskar Ísland, það er pínu vandræðalegt,“ segir Herdís og hlær við. Kynnir háskólanemum landið  „Fólk bara elskar Ísland,“ segir Herdís Morgunblaðið/Eggert Náttúrubarn Herdís Friðriksdóttir er í leiðsöguskólanum og stefnir einnig að því að taka meiraprófið til að geta séð um akstur með ferðamenn um Suðurlandið. Hún stefnir að því að fá fyrsta hópinn af háskólanemum til Íslands í vor. Herdís segir að verk- efnið bjóði upp á marga möguleika en meðal annars sé hægt að bjóða háskólahópunum að taka þátt í þeim umhverfisrann- sóknum sem verið er að vinna að á Suðurlandi. „Þetta yrði þá meiri samvinna á milli Understand Ice- land og þeirra aðila sem vilja starfa með okkur, nemarnir læra af þeim og þeir leggja fram vinnu til rannsókna. Nemarnir og kennarar þeirra búa oft yfir þekkingu sem myndi nýtast samstarfsaðilanum einnig,“ segir Herdís. Hún vonar einnig að þeir há- skólanemar sem koma hingað nýti sér þekkinguna í heimalandi sínu, enda umhverfisvernd og loftslags- breytingar eitthvað sem hefur áhrif á alla. Þekkingin nýtist á marga vegu ERLENDIR HÁSKÓLANEMAR GETA AÐSTOÐAÐ VIÐ SJÁLFBÆRNIS- OG UMHVERFISRANNSÓKNIR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.