Morgunblaðið - 22.11.2017, Page 1

Morgunblaðið - 22.11.2017, Page 1
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 ÍÞRÓTTIR Tindastóll Allt virðist til staðar fyrir Tindastólsmenn sem freista þess að vinna fyrsta stóra titilinn í sögunni. Sauðkrækingar hafa tvisvar leikið til úrslita. Eiga 17 prósent landsliðshópsins. Kári var í mörgum hlutverkum. 2-3 Íþróttir mbl.is SVÍÞJÓÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta kom mér gríðarlega á óvart og ég kom varla við gólfið þegar ég var kölluð upp. Ég var viss um að þjálfari meistaraliðsins Linköping yrði fyrir valinu,“ sagði knatt- spyrnuþjálfarinn Elísabet Gunn- arsdóttir við Morgunblaðið í gær. Þá var hún á leiðinni heim til Kristianstad frá Stokkhólmi eftir að hafa verið útnefnd þjálfari ársins í kvennaflokki í Svíþjóð á árinu 2017 á Fotbollsgalan 2017, uppskeruhátíð sænsku knattspyrnunnar sem hald- in var í Globen, íþrótta- og sýning- arhöllinni risavöxnu, í fyrrakvöld og sýnd beint í sænska sjónvarpinu. Undir stjórn Elísabetar hafnaði Kristianstad í 5. sæti sænsku úrvals- deildarinnar og tók mikið stökk eftir að hafa forðað sér naumlega frá falli haustið 2016 og verið hársbreidd frá gjaldþroti. Hún sagði í viðtali við Morgunblaðið í janúar 2017 að unnið væri að því að koma félaginu í fjár- hagslegt jafnvægi og markmiðið væri að koma liðinu upp í miðja deild. Gott að geta staðið við loforðin „Já, það má segja að þetta hafi allt gengið samkvæmt áætlun, bæði fjár- hagurinn og árangurinn. Veltan hjá liðinu 2016 var 4,8 milljónir sænskra króna, sú minnsta hjá öllum liðum deildarinnar. Hún var hækkuð í 6,4 milljónir á þessu ári, við erum enn neðarlega miðað við hin liðin en þetta var samt talsvert stökk. Það var nauðsynlegt að lyfta liðinu upp í miðja deild, til að halda áhuganum hjá fólki og fyrirtækjum í Kristians- tad. Við lofuðum því og það er gott að geta staðið við það,“ sagði El- ísabet. Kristianstad byrjaði illa, vann einn af fyrstu sex leikjum tímabils- ins, en klifraði síðan jafnt og þétt upp töfluna og náði að lokum 5. sæt- inu af Djurgården með því að vinna Kvarnsveden, 5:2, í lokaumferðinni 12. nóvember. „Við fögnuðum vel eftir leikinn en ég sagði líka skýrt og ákveðið að þetta væri í síðasta sinn sem við myndum fagna því að enda í 5. sæti. Þetta er besti árangurinn í sögu liðs- ins og ég held að við séum búin að slá Svíþjóðarmet því frá því í maí 2016 höfum við aldrei tapað leik með meira en eins marks mun. Enda var það mál manna í dómnefndinni að við hefðum leikið frábæran varn- arleik og það væri stærsti munurinn á liðinu,“ sagði Elísabet, sem var að ljúka sínu níunda tímabili sem þjálf- ari Kristianstad og hefur gert nýjan samning til næstu tveggja ára. Óskiljanlegt að við skulum halda Sif Sif Atladóttir landsliðsmiðvörður lauk sínu sjöunda tímabili með liðinu og hefur eins og Elísabet samið á ný til tveggja ára. „Hún var í algjöru lykilhlutverki hjá okkur og sérstaklega eftir að hún kom heim af EM, með gríð- arlegt sjálfstraust, og var hreint stórkostleg seinni hluta mótsins. Það er eiginlega óskiljanlegt að við skulum alltaf halda henni í okkar röðum og jafnframt furðulegt að önnur lið hafi ekki sótt meira í hana en raun ber vitni. Ég hef heyrt á öðrum þjálfurum að þeir telji hana of gamla, enda er það lenska hérna að þegar leikmaður verður 30 ára sé hann afskrifaður vegna aldurs. En ég hef þjálfað Sif í tíu ár, hjá Val og Kristianstad, og get sagt að hún hef- ur aldrei nokkurn tíma spilað betur undir minni stjórn en hún gerði í ár,“ sagði Elísabet. Að öðru leyti telur hún liðsheild- ina lykilatriðið hjá Kristianstad. „Já, við erum með mjög jafna leikmenn, og markaskorun dreifist vel sem sést best á því að varnarmennirnir okkar gerðu 12 mörk á tímabilinu. Nýju leikmennirnir sem við fengum fyrir tímabilið voru réttu karakter- arnir og svo erum við með yf- irburðalið í föstum leikatriðum í þessari deild, eins og við stefndum að. Ég ætla mér að halda lítið breyttum hópi, við erum langt komin með að semja á ný við alla okkar leikmenn og ég stefni á að bæta við tveimur leikmönnum, varnarmanni úr U20 ára landsliði Svía og miðju- manni úr U17 ára landsliðinu. Þessa leið vil ég fara, gefa ungum leik- mönnum tækifæri, enda erum við með tíu leikmenn í hópnum sem eru 20 ára og yngri.“ Reyndi að fá Guðnýju og Ingibjörgu Elísabet kveðst alltaf horfa til Ís- lands og hafa áhuga á að fá fleiri ís- lenska leikmenn í hópinn en segir að það gangi ekkert alltof vel. „Það er ekkert leyndarmál að ég reyndi seinnipartinn í sumar að fá Guðnýju Árnadóttur úr FH og Ingi- björgu Sigurðardóttur úr Breiða- bliki lánaðar. Þær sögðu báðar nei og félögin voru heldur ekki sam- vinnuþýð. Ég myndi vilja sjá breytt hugarfar heima á Íslandi. Ég er ekki að reyna að stela leikmönnum en þarna var ég tilbúin að gefa ungum leikmönnum, 17 og 19 ára, byrj- unarliðssæti í sænsku úrvalsdeild- inni. Þær hefðu í stað örfárra leikja heima fengið 11 leiki í þessari deild og öðlast mikilvæga reynslu. En ég er alltaf opin fyrir því að íslenskir leikmenn komi til okkar og fái að prófa. Við erum til dæmis í góðu samstarfi við HK/Víking sem hefur í sex ár sent tvo unga leikmenn á hverju ári til æfinga hjá okkur.“ Elísabet stefnir leynt og ljóst lengra með lið Kristianstad á sínu 10. ári sem þjálfari. „Það er raun- hæft að stefna á að ná þriðja sætinu 2018, það er engin spurning. Þetta verður 20 ára afmælisár félagsins og mitt tíunda ár sem þjálfari liðsins. Það er skrifað í skýin að þetta verði gott ár,“ sagði Elísabet Gunn- arsdóttir, sem verður áfram með ís- lenskt þjálfarateymi með sér því Björn Sigurbjörnsson er aðstoð- arþjálfari liðsins og Orri Sigurðsson styrktarþjálfari. „Í síðasta sinn sem við fögnum fimmta sætinu“  Elísabetu kom gríðarlega á óvart að vera kjörin þjálfari ársins í Svíþjóð  Markmið ársins náðust hjá Kristianstad  Stefnir á þriðja sætið á næsta ári Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað liðið í níu ár og Björn Sigurbjörnsson hefur verið aðstoðarþjálfari hennar undanfarin ár. Ljósmynd/Christine Olsson/TT Globen Elísabet Gunnarsdóttir tekur við verðlaununum í Stokkhólmi. Handknattleiks- maðurinn Örn Ingi Bjarkason hefur lítið leikið með sænska úr- valsdeildarliðinu Hammarby það sem af er leiktíð. Örn Ingi sagði við Morg- unblaðið í gær- kvöldi að hann myndi ekki leika með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Þrálát meiðsli í hné hefðu tekið sig upp á ný í haust og síðan hefði hann verið í endurhæfingu. Hnémeiðsli hafa lengi gert Erni Inga gramt í geði og haldið honum frá handbolta- vellinum um lengri og skemmri tíma síðustu árin. „Ég, þjálfarinn og læknirinn hjá Hammarby ákváðum að ég myndi taka pásu og sinna endurhæfingu af krafti. Þeir vilja að ég prófi aftur í janúar og láti reyna á hvort ég geti spilað og ef allt gengur vel mun ég vonandi spila með. Annars verð ég að halda áfram með endurhæfinguna og reyna að ná mér aftur góðum,“ sagði Örn Ingi við Morgunblaðið. iben@mbl.is Hnéð leikur Örn Inga áfram grátt Örn Ingi Bjarkason Talsverðar líkur eru taldar á að leikir íslenska landsliðsins, und- ir stjórn Geirs Sveinssonar, á Evrópumótinu í handknattleik karla í janúar fari ekki fram í Split heldur í Osijek. Íþróttahöllin í Split er ekki tilbú- in vegna þess að félagið sem reisti hana og átti varð gjaldþrota fyrir nokkru. Ekki hafa náðst samningar milli króatíska handknattleiks- sambandsins og þrotabúsins vegna kostnaðar við rekstur íþróttahall- arinnar meðan á keppninni stendur og um betrumbætur á henni svo hægt verði að leika handknattleik þar. Ber talsvert á milli, ef marka má króatíska fjölmiðla. Höllin stendur auð og ófrágengin að hluta og hefur gert um skeið. Króatíska handknattleiks- sambandið, sem heldur mótið, þarf að staðfesta í dag við Handknatt- leikssamband Evrópu, EHF, að leikstaðirnir séu tilbúnir. Fullvíst er að EHF þoli ekki frekari töf á málum í Split. Í Osijek er fyrsta flokks keppnishöll sem hýsti m.a. leiki á HM karla fyrir átta árum. Allt mun vera klárt á hinum leik- stöðunum þremur: Varazdin, Porec og Zagreb. iben@mbl.is Leikir Íslands á EM fluttir frá Split? Geir Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.