Morgunblaðið - 22.11.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.11.2017, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksins Kiel, ráð- leggur króatíska leikstjórnandanum Domagoj Duvnjak að taka ekki þátt á Evrópumótinu í janúar sem fram fer í Króat- íu en Íslendingar eru einmitt í riðli með Króötum á mótinu. Duvnjak hefur verið frá keppni síðustu mánuðina, nánast frá HM í Frakklandi í janúar, vegna meiðsla en Alfreð reikn- ar með því að hann snúi til baka inn á völlinn í næsta mánuði. Upphaflega stóðu vonir til að Duvnjak yrði klár í slaginn í síð- asta mánuði. „Það væri best fyrir alla aðila að hann tæki ekki þátt í Evr- ópumótinu,“ sagði Alfreð í viðtali við þýska blaðið Handball Woche en Alfreð er annt um heilsu leikmannsins, sem hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Duvnjak hefur oftar en ekki reynst íslenska landsliðinu óþægur ljár í þúfu. Auk Króata og Íslendinga leika í riðlinum Serbar og Svíar og verður riðillinn spilaður annaðhvort í Split eða í Osijek, eins og greint er frá á forsíðunni. Telur best að sleppa EM Alfreð Gíslason Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, verður á meðal keppenda á PGA-meistaramótinu í Ástralíu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og fer það fram dagana 30. nóvember til 3. desember og er leikið á Royal Pines- vellinum. Frá þessu er greint á golf.is. Mótið er sameiginlegt verkefni hjá Evrópumótaröðinni og PGA-atvinnumótaröðinni í Ástralíu. PGA-meistaramótið í Ástralíu á sér langa sögu sem nær allt aftur til ársins 1905 þegar fyrst var keppt um titilinn. Á meðal keppenda eru margir af bestu kylfingum heims og má þar nefna Adam Scott frá Ástralíu og Sergio Garcia frá Spáni. Birgir Leifur gerir ráð fyrir að komast inn á 10- 15 mót í Evrópumótaröðinni samhliða því að vera með keppnisrétt á öllum mótum næsta tímabils í Áskorendamótaröðinni. Sigur hans á Áskorendamóti í ágúst á þessu ári styrkir stöðu hans varðandi þátttöku í Evrópumótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu. sport@mbl.is Birgir Leifur á leið til Ástralíu Birgir Leifur Hafþórsson Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Spartak Moskva – Maribor..................... 1:1 Ze Luis 82. – Jasmin Mesanovic 90. Sevilla – Liverpool................................... 3:3 Wissam Ben Yedder 51., 60.(víti), Guido Pizarro 90. – Roberto Firmino 2., 30., Sadio Mané 22. Staðan: Liverpool 5 2 3 0 16:6 9 Sevilla 5 2 2 1 11:11 8 Spartak Moskva 5 1 3 1 9:6 6 Maribor 5 0 2 3 2:15 2 F-RIÐILL: Manchester City – Feyenoord................ 1:0 Raheem Sterling 88. Napoli – Shakhtar Donetsk.................... 3:0 Lorenzo Insigne 56., Piotr Zielinski 81., Dries Mertens 83. Staðan: Manch. City 5 5 0 0 13:3 15 Shakhtar D. 5 3 0 2 7:8 9 Napoli 5 2 0 3 10:9 6 Feyenoord 5 0 0 5 3:13 0  Manchester City komið áfram. G-RIÐILL: Besiktas – Porto....................................... 1:1 Anderson Talisca 41. – Felipe 29. Mónakó – RB Leipzig.............................. 1:4 Radamel Falcao 43. – Jemerson 6.(sjálfsm.), Timo Werner 9., 31.(víti), Naby Keita 45. Staðan: Besiktas 5 3 2 0 9:4 11 Porto 5 2 1 2 10:8 7 RB Leipzig 5 2 1 2 9:9 7 Mónakó 5 0 2 3 4:711 2  Besiktas komið áfram. H-RIÐILL: APOEL Nicosia – Real Madrid .............. 0:6 Luka Modric 23., Karim Benzema 39., 45., Nacho Fernández 41., Cristiano Ronaldo 49., 54. Dortmund – Tottenham.......................... 1:2 Pierre-Emerick Aubameyang 31. – Harry Kane 49., Heung-Min Son 76. Staðan: Tottenham 5 4 1 0 12:4 13 Real Madrid 5 3 1 1 14:5 10 Dortmund 5 0 2 3 5:10 2 APOEL 5 0 2 3 2:14 2  Tottenham og Real Madrid komin áfram. England B-deild: Aston Villa – Sunderland ....................... 2:1  Birkir Bjarnason sat á varamannabekk Aston Villa. Barnsley – Cardiff ................................... 0:1  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 74 mínúturnar fyrir Cardiff. Bolton – Reading ..................................... 2:2  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 66. mín., Axel Óskar Andr- ésson var ekki í leikmannahópi Reading. Bristol City – Preston ..............................1:2  Hörður Björgvin Magnússon sat á vara- mannabekk Bristol City. Brentford – Burton Albion...................... 1:1 Derby – QPR ............................................ 2:0 Millwall – Hull .......................................... 0:0 Nottingham Forest – Norwich ............... 1:0 Sheffield United – Fulham.......................4:5 Staða efstu liða: Wolves 17 12 2 3 31:15 38 Cardiff 18 11 4 3 25:13 37 Sheffield Utd 18 12 0 6 31:20 36 Aston Villa 18 9 5 4 26:17 32 Bristol City 18 8 7 3 27:18 31 Derby 17 8 5 4 26:20 29 Nottingham F. 18 9 0 9 26:27 27 Middlesbrough 17 7 5 5 22:15 26 Leeds 17 8 2 7 26:20 26 Ipswich 16 8 1 7 28:24 25 Preston 18 6 7 5 21:20 25 KNATTSPYRNA Grill 66-deild kvenna Valur U – ÍR ......................................... 22:30 Staðan: HK 7 5 2 0 197:135 12 KA/Þór 6 6 0 0 182:124 12 ÍR 7 4 0 3 186:174 8 FH 6 3 2 1 129:120 8 Víkingur 6 2 1 3 144:164 5 Afturelding 6 2 1 3 105:122 5 Fylkir 6 2 0 4 124:139 4 Fram U 6 1 0 5 129:170 2 Valur U 6 0 0 6 116:164 0 Coca Cola-bikar karla 32 liða úrslit: Valur 2 – Hvíti riddarinn ..................... 23:26  Hvíti riddarinn mætir Val. ÍBV 2 – Afturelding.............................. 23:39  Afturelding mætir Fram. Svíþjóð Guif – Hammarby................................ 28:25  Örn Ingi Bjarkason var ekki í leik- mannahópi Hammarby. Ungverjaland Cegledi – Pick Szeged ....................... 26:30  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark fyrir Pick Szeged. Spánn Granollers – Barcelona....................... 19:43  Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona. HANDBOLTI heldinn hópur og það hefur verið mjög gaman að tilheyra þessu liði síðustu ár,“ segir Pétur Rúnar. Eins og fyrr segir var hann í Tindastólsliðinu sem varð í 2. sæti deildarinnar 2015 og tapaði gegn KR í úr- slitaeinvíginu sama ár: „Mér finnst við vera með enn betra lið núna. Við Viðar erum orðnir þremur árum eldri, Hann- es Ingi hefur bæst við, Chris Ca- ird hefur fest sig vel í sessi hérna, Björgvin er líka mættur og svo fengum við Arnar og Axel í sumar. Við erum með sterkari hóp, komnir með meiri breidd og ættum að geta verið sterkari út tímabilið, jafnvel þó að Kaninn okkar fengi höfuðhögg,“ segir Pétur, og vísar til þess þegar Bandaríkja- maðurinn Myron Dempsey missti af nán- ast öllu úrslitaeinvíginu við KR vegna höf- umeiðsla. Pétur bendir á að ekki aðeins sé leik- mannahópur Tindastóls betri en áður, held- ur sé Israel Martin þjálfari nú með góðan að- stoðarmann með sér, Fernando Bethencourt. Báðir séu þeir afar vel liðnir, ekki bara af leik- Rennur stóra stund Stóla upp í vor?  Allt virðist til staðar svo að leit Tindastóls að fyrsta titlinum ljúki  Tvisvar hefur liðið komist að lokahindrun TINDASTÓLL Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Tindastóll trónir á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta nú á meðan á lands- leikjahléinu stendur. Sú staða er verðskulduð og allt virðist til staðar í „Síkinu“ á Sauðárkróki til þess að liðið stígi í vetur skrefið stóra sem beðið hefur verið eftir lengi í bænum – vinni fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. „Við höfum verið að spila mjög vel. Það er góð stígandi í þessu viku eftir viku hjá okkur. Það var smáhiksti í þessu hjá okkur í fyrsta leik, og við vorum mjög lengi í gang í öðrum leik, en síðan þá höfum við verið að bæta okkur nánast með hverri æfingu. Við erum á réttri leið,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, sem 21 árs gamall hefur engu að síður verið lykilmaður í liði Tindastóls síðustu ár og einn albesti ungi leikmaður landsins. Pétur er einn af mörgum leikmönnum liðsins nú sem hafa stórt Tindastóls- hjarta og þrá líklega fátt heitar en að færa félaginu verðlaunagrip. Æskuvinur hans, Viðar Ágústsson, „gömlu brýnin“ Helgi Freyr Margeirsson og Helgi Rafn Viggósson, og landliðsmennirnir sem snúnir eru heim, Sigtryggur Arnar Björnsson og Axel Kárason, eru þar á meðal. Leikmannahópurinn er líklega betri en nokkru sinn fyrr, og spænski þjálfarinn Israel Martin þykir afar klókur og hefur lært vel á íslenska boltann síðan hann kom fyrst á Krókinn sumarið 2014. En þó að útlitið sé gott núna þá vita Tindastólsmenn líka að áföllin geta dunið á þegar síst skyldi. „Síðan að ég byrjaði í meistaraflokki í 1. deildinni hérna fyrir nokkrum árum hafa verið talsverðar væntingar hérna um árangur. Við setjum okkur háleit markmið og erum með lið til að berjast þarna efst uppi. Við ætlum bara að halda áfram á þessari sömu braut og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta er mjög sam- Lykilmaður Pétur Rúnar Birgisson er í stóru hlutverki en í vetur hefur hann skorað 12,6 stig, tekið 5,6 frá- köst og átt 6,4 stoðsend- ingar að meðaltali í leik. Af 12 manna landsliðshópi Íslands sem mætir Tékklandi í undankeppni HM á föstudag eru tveir leikmenn, eða 17% hópsins, úr Tindastóli. Þetta eru þeir Axel Kárason og Sigtryggur Arn- ar Björnsson, sem báðir ákváðu að halda heim til Sauðárkróks í sumar og ganga í raðir Tinda- stóls að nýju. Axel kom frá Danmörku þar sem hann hefur leikið síðustu ár en Arnar lék síðast með Skallagrími þar sem hann var í algjöru lyk- ilhlutverki. Stólarnir héldu Bandaríkjamanninum Antonio Hester í sínum röðum frá síðasta tímabili. Hann glímir reyndar við meiðsli og gæti verið frá keppni fram yfir áramót, en til að leysa hann af hólmi samdi Tindastóll til þriggja mánaða við Brandon Garrett sem leikið hefur tvo síðustu leiki liðsins. Annar lykilmaður, Pétur Rúnar Birgisson, hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli, ökklatognun, en stefnir á að spila stórleikinn við KR í næstu umferð, hinn 4. desember. Israel Martin tók aftur við sem aðalþjálfari Tindastóls eftir að José Costa var rekinn í nóv- ember fyrir ári og er Martin áfram í brúnni í vetur. Landi þeirra frá Spáni, Fernando Bet- hencourt, var í sumar ráðinn aðstoðarþjálfari Martins. Eiga 17% landsliðshópsins Morgunblaðið/Golli Liðsauki Sigtryggur Arnar Björnsson kom til Tindastólsmanna frá Skallagrími í sumar. Leikmannahópurinn í vetur: Antonio Hester, miðherji Axel Kárason, framherji Björgvin Hafþór Ríkharðsson, bakvörður Brandon Garrett, framherji Christopher Caird, framherji Elvar Ingi Hjartarson, bakvörður Finnbogi Bjarnason, bakvörður Friðrik Þór Stefánsson, bakvörður Hannes Ingi Másson, framherji Helgi Freyr Margeirsson, framherji Helgi Rafn Viggósson, miðherji Hlynur Freyr Einarsson, bakvörður Pétur Rúnar Birgisson, bakvörður Þröstur Kárason, bakvörður Sigtryggur Arnar Björnsson, bakvörður Viðar Ágústsson, bakvörður M or gu nb la ði ð/ Ó fe ig ur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.