Morgunblaðið - 13.01.2018, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018
leikinn gegn Svíum. Óhætt er að segja
að Geir og Óskar Bjarni Óskarsson
hafi veðjað rétt. Sást það glögglega í
fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið
virtist hafa lítið fyrir því að skora.
Pressan var á Svíum
Eftir velgengni Svía á HM í Frakk-
landi í fyrra voru væntingarnar tals-
verðar til liðsins í Svíþjóð að þessu
sinni. Svíþjóð var almennt álitið sig-
urstranglegra liðið gegn Íslandi. Hjá
veðbönkum gátu getspakir um það bil
fimmfaldað upphæðina sem lögð var
undir íslenskan sigur.
Svíar eiga marga mjög fram-
bærilega handboltamenn en lið þeirra
er hins vegar ungt og ungu mennirnir
réðu ekki við mótlætið sem þeim
mætti í upphafi leiks í Split í gær. Þeir
fóru á taugum. Kristján Andrésson,
þjálfari þeirra, hafði orð á því við
Morgunblaðið á fimmtudaginn að liðið
væri ungt og leikmenn þyrftu að finna
ró til að útfæra áhersluatriðin.
Fyrsta leik á stórmóti getur fylgt
taugaveiklun. Í þessu tilfelli bjó ís-
lenska liðið einfaldlega betur þegar
kom að reynslu og velgengni á stór-
mótum. Reynsluheimur manna eins og
Björgvins, Guðjóns Vals Sigurðssonar,
Aron Pálmarssonar, Ásgeir Arnar
Hallgrímssonar og Arnórs Atlasonar
er verðmætur. Hann er jafnframt
nauðsynlegur þegar yngri mönnum er
rétt keflið. Ásgeir og Arnór spiluðu til
að mynda ekki mikið í þetta skiptið en
geta hjálpað til við að stilla spennuna
hjá mönnum sem eru á sínu fyrsta og
öðru stórmóti.
Svíar felldir á eigin bragði
Við sem fylgjumst vel með hand-
boltanum vitum fullvel að Björgvin er
ekki stöðugasti handboltamaður Ís-
lendinga. En hann er stuðkarl og hef-
ur unnið til verðlauna á stórmótum.
Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að
hann hrökkvi í stuð og það gerðist í
gær. Björgvin lék væntanlega sinn
besta landsleik í nokkur ár í Split í
gær og var það afskaplega vel þegið
því almennt var talið að hinir frábæru
markverðir Svía myndu ríða bagga-
muninn en ekki sá íslenski. Með
sterkum varnarleik og góðri mark-
vörslu má segja að Svíar hafi verið
felldir á eigin bragði.
Ég gat þess í blaðinu eftir síðari
leikinn gegn Þjóðverjum á dögunum
að mér litist ekki á hversu lengi ís-
lenska liðið hefði verið að snúa í vörn
þegar það tapaði boltanum. Þótti mér
sú tilhugsun ekki uppörvandi að nota
margar skiptingar á milli varnar og
sóknar gegn sænska liðinu. Ég var því
ánægður að sjá Geir tefla fram mönn-
um í upphafi leiks sem geta spilað
bæði vörn og sókn. Yfirleitt var ein-
ungis ein skipting notuð framan af
leik, þegar Bjarki skipti við Arnar
Frey Arnarsson.
Þegar af mönnum var farið að
draga var gott að geta skipt flinkum
mönnum eins og Janusi Daða Smára-
syni og Ómari Inga Magnússyni inn á.
Með þeim kom ferskleiki sem þurfti
til að landa sigrinum en í óefni virtist
stefna um tíma þegar Svíar lokuðu
vörninni.
Björgvin Páll tók
Svíana á taugum
Frábær byrjun íslenska liðsins á EM Svíar lagðir á stórmóti í handbolta
í þriðja sinn frá upphafi Íslendingar höndluðu spennustigið mun betur
KR-ingar hafa sagt bandaríska körfuknattleiksmanninum Ja-
len Jenkins upp störfum og fengið í staðinn landa hans
Brandon Penn í sínar raðir. Vefmiðillinn Karfan.is greindi frá
þessu í gær. Jenkins lék 12 leiki með KR í úrvalsdeildinni,
skoraði 17,4 stig og tók 9,6 fráköst að meðaltali í leik.
Penn er 27 ára gamall, 2,03 cm á hæð og leikur sem fram-
herji. Hann spilaði síðast með Plymouth Raiders á Englandi
en lék áður í Grikklandi, Japan, Danmörku og í bandaríska
háskólaboltanum.
Hann er gjaldgengur með KR í bikarúrslitaleiknum gegn
Tindastóli í dag en annar Bandaríkjamaður, Zaccery Alen
Carter, er einnig í leikmannahópi KR-inga og þeir þurfa að
skipta leiktímanum á milli sín þar sem aðeins má vera einn erlendur leikmaður
inn á í senn. Þar með verða fjórir bandarískir leikmenn í úrslitaleiknum því
Tindastóll er líka með tvo slíka, Antonio Hester og Brandon Garrett. Nánar er
fjallað um bikarúrslitaleikina á bls. 4. vs@mbl.is
Með nýjan í úrslitaleiknum
Jalen
Jenkins
Þóranna Kika Hodge-Carr mun fylgjast með liðsfélögum sín
Keflavík sem áhorfandi á bikarúrslitaleiknum í körfubolta í
Laugardalshöll í dag, líkt og næstu mánuðina. Í gær varð ljó
við myndatöku að fremra krossband í hné hefði slitnað þega
hún meiddist í leiknum við Snæfell í úrvalsdeildinni um síðus
helgi.
Þetta er annað áfall fyrir Keflavíkurliðið á rúmum mánuð
í byrjun desember sleit landsliðskonan Emelía Ósk Gunn-
arsdóttir einnig krossband í hné. Þóranna hefur skorað 6,3 s
að meðaltali í leik í vetur, tekið 4,9 fráköst og átt 1,7 stoðsen
ingu. Hún hefur að meðaltali verið með 9,5 framlagspunkta
og Emelía 9,9.
Keflavík fékk aftur á móti landsliðskonuna Emblu Kristínardóttur til sín fyr
jól, í kjölfar þess að hún hætti hjá Grindavík, en hún skoraði 9 stig og tók 9 frák
sigrinum á Snæfelli í undanúrslitum Maltbikarsins á fimmtudaginn þar sem Ke
vík vann 83:81-sigur. sindris@mbl.is
Þóranna sleit líka krossband
Þóranna Kika
Hodge-Carr
Spánn
Getafe – Málaga........................................ 1:0
B-deild:
Rayo Vallecano – Real Oviedo .............. 2:2
Diego Jóhannesson spilaði allan leikinn
fyrir Real Oviedo.
Þýskaland
Leverkusen – Bayern München ............. 1:3
England
B-deild:
Sheffield United – Sheffield Wed ........... 0:0
Holland
B-deild:
Waalwijk – Jong AZ ............................... 1:0
Viktor Karl Einarsson var í liði AZ fram
á 65. mínútu.
Reykjavíkurmót karla
A-riðill:
Valur – Fylkir ........................................... 1:3
ÍR – Fjölnir ............................................... 1:3
Fjölnir 6 stig, Fylkir 4, Fram 1, ÍR 0,
Valur 0.
Faxaflóamót kvenna
Selfoss – Grindavík .................................. 6:0
Fótbolti.net mót karla
HK – Keflavík ........................................... 2:1
KNATTSPYRNA
Grill 66 deild kvenna
HK – Valur U........................................ 40:21
Staðan:
HK 9 6 3 0 262:181 15
KA/Þór 8 7 1 0 236:167 15
ÍR 9 6 0 3 242:222 12
FH 8 4 2 2 171:166 10
Víkingur 9 4 1 4 225:231 9
Afturelding 9 3 1 5 164:189 7
Fylkir 8 3 0 5 166:185 6
Fram U 9 2 0 7 198:246 4
Valur U 9 0 0 9 178:255 0
Grill 66 deild karla
Valur U – ÍBV U................................... 24:21
Danmörk
Aarhus United – Midtjylland ............. 19:25
Birna Berg Haraldsdóttir var ekki í leik-
mannahópi Aarhus.
Frakkland
Toulon - Dijon ...................................... 26:25
Mariam Eradze var ekki í leikmanna-
hópi Toulon.
Ungverjaland
DVSC Debreceni – Vasas ................... 32:23
Arna Sif Pálsdóttir skoraði 1 mark fyrir
Debreceni.
Undankeppni HM karla
2. riðill:
Lettland – Georgía ............................... 24:21
Litháen – Ísrael .................................... 36:20
Litháen 2 stig, Lettland 2, Georgía 0, Ísr-
ael 0.
3. riðill:
Færeyjar – Rúmenía............................ 20:28
Ítalía – Úkraína .................................... 29:28
Rúmenía 4 stig, Úkraína 2, Ítalía 2, Fær-
eyjar 0.
4. riðill:
Pólland – Kósóvó .................................. 30:19
Portúgal – Kýpur.................................. 47:16
Portúgal 2 stig, Pólland 2, Kýpur 0, Kó-
sóvó 0.
HANDBOLTI
Króatar undirstrikuðu það í gærkvöld
að Ísland á gífurlega erfitt verkefni
fyrir höndum annað kvöld þegar liðin
mætast á Evrópumóti karla í hand-
bolta. Króatar leika á heimavelli á
mótinu og ætla sér stóra hluti, og þeir
byrjuðu af miklum krafti með því að
vinna granna sína frá Serbíu, 32:22.
Þetta er stærsti sigur sem Króatar
hafa fagnað gegn grönnum sínum, og
það gerðu þeir fyrir framan 11.000
áhorfendur sem létu vel í sér heyra í
Spaladium-höllinni og voru margir
hverjir mættir þegar leikur Íslands
og Svíþjóðar stóð enn yfir.
Króatar höfðu þó ekki bara ástæðu
til að fagna í gær. Það varpaði miklum
skugga á sigurinn að Domagoj Duvn-
jak, stjörnuleikmaður Króata og einn
besti leikmaður heims, meiddist und-
ir lokin og var studdur af velli. Óttast
er að hann komi ekki meira við sögu á
mótinu og að sögn króatískra miðla í
gærkvöld má slá því föstu að hann
spili að minnsta kosti ekki leikinn
gegn Íslandi, né líklega gegn Svíþjóð
á þriðjudaginn.
Luka Stepancic fór mikinn í fyrri
hálfleik fyrir Króata og skoraði alls 6
mörk úr 6 skotum. Hann var marka-
hæstur í liðinu ásamt Manuel Strlek.
Hjá Serbum var Petar Nenadic
markahæstur með 6 mörk og Nem-
anja Zelenovic næst-markahæstur
með 5 mörk úr jafnmörgum skotum.
sindris@mbl.is
Skuggi á frábærri
byrjun Króata
Ljósmynd/EHF
Öruggur Luka Cindric skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum fyrir Króata í gær.
Spaladium-höllin í Split, lokakeppni
EM karla 2018, A-riðill, föstudag 12.
janúar.
Gangur leiksins: 0:4, 1:6, 2:8, 4:11,
5:14, 8:14, 8:15, 10:15, 11:21, 12:22,
18:22, 20:23, 21:24, 21:26, 24:26.
Mörk Svíþjóðar: Jim Gottfridsson 5,
Mattias Zachrisson 4, Simon Jepps-
son 4, Lukas Nilsson 3, Jesper Niel-
sen 2, Jerry Tollbring 2, Albin Lag-
ergren 2, Niclas Ekberg 1, Johan
Jakobsson 1.
Varin skot: Mikael Appelgren 13/1,
Andreas Palicka 3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Íslands: Ólafur Andrés Guð-
mundsson 7, Arnór Þór Gunnarsson
5/3, Guðjón Valur Sigurðsson 5/1,
Rúnar Kárason 5, Aron Pálmarsson 3,
Janus Daði Smárason 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
17/2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Gjorgji Nachevski og Slave
Nikolov, Makedóníu.
Áhorfendur: 8.700.
Svíþjóð – Ísland 24:26
A-RIÐILL:
Svíþjóð – Ísland.................................... 24:26
Kristján Andrésson þjálfar lið Svíþjóðar.
Króatía – Serbía ................................... 32:22
Staðan:
Króatía 1 1 0 0 32:22 2
Ísland 1 1 0 0 26:24 2
Svíþjóð 1 0 0 1 24:26 0
Serbía 1 0 0 1 22:32 0
Leikir á morgun:
17.15 Serbía – Svíþjóð
19.30 Ísland – Króatía
B-RIÐILL:
Hvíta-Rússland – Austurríki.............. 27:26
Patrekur Jóhannesson þjálfar lið Aust-
urríkis.
Frakkland – Noregur........................... 32:31
Staðan:
Frakkland 1 1 0 0 32:31 2
Hvíta-Rússland 1 1 0 0 27:26 2
Noregur 1 0 0 1 31:32 0
Austurríki 1 0 0 1 26:27 0
Leikir á morgun:
17.15 Austurríki – Frakkland
19.30 Noregur – Hvíta-Rússland
Leikir í C-riðli í dag:
16.15 Þýskaland – Svartfjallaland
18.30 Makedónía – Slóvenía
Leikir í D-riðli í dag:
17.15 Spánn – Tékkland
19.30 Danmörk – Ungverjaland
EM 2018 Í KRÓATÍU
Í SPLIT
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Markvörðurinn reyndi, Björgvin Páll
Gústavsson, sló vopnin úr höndum
Svía í fyrri hálfleik í fyrsta leik liðanna
í A-riðli EM í handknattleik í Spaladi-
um-höllinni í Split í gær. Björgvin
varði hvað eftir annað frá Svíum í opn-
um færum og til að mynda víti frá
markamaskínunni Niclas Ekberg á
upphafsmínútunum. Ísland vann gíf-
urlega mikilvægan sigur, 26:24, og á
nú fína möguleika á því að komast upp
úr erfiðum riðli og í milliriðil.
Fyrir framan Björgvin léku sam-
herjar hans öflugan varnarleik með
Bjarka Má Gunnarsson og Ólaf Guð-
mundsson fyrir miðju. Rúnar Kárason
og Aron Pálmarsson voru sinn hvor-
um megin við þá. Þessi 6-0 vörn virk-
aði mjög vel enda var staðan 15:8 fyrir
Ísland að loknum fyrri hálfleik.
Fyrstu sóknirnar gengu einnig vel og
þar var tónninn gefinn. Ólafur Guð-
mundsson skoraði fyrsta mark Íslands
á EM að þessu sinni þegar hann slapp
aleinn á milli hornamanns og bakvarð-
ar. Kerfi sem íslenska liðið æfði undir
lok síðustu æfingar fyrir leik.
Íslenska liðið var afskaplega vel
undirbúið og það skilaði sér í öflugri
byrjun þar sem Ísland komst í 4:0 og
6:1. Daginn fyrir leik sagði landsliðs-
þjálfarinn, Geir Sveinsson, við mbl.is
að hann hefði ágæta tilfinningu og
vonaðist eftir því að þjálfarateymið
hefði veðjað á rétt áhersluatriði fyrir