Morgunblaðið - 10.01.2018, Síða 4
NFL
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Úrslitakeppnin í NFL-ruðnings-
deildinni hófst um síðustu helgi, en
eins og bent hefur verið á í þessum
pistlum undanfarin ár er lítil ástæða
til að fylgjast grannt með fyrstu um-
ferðinni þar sem fjögur bestu liðin
einfaldlega sitja hjá og bíða í af-
slöppun eftir að slá sigurvegara
fyrstu umferðarinnar út á heimavelli
á annarri keppnishelginni.
Í Ameríkudeildinni kom fljótlega í
ljós að New England Patriots (að
venju) og Pittsburgh Steelers voru
bestu liðin. Þau mættust í frábærum
leik rétt fyrir jólin þar sem tvenn
slæm mistök Stellers á lokamínút-
unni gáfu New England sigur, 27:24.
Með þeim sigri náði Nýja England
heimavallayfirburðunum svokölluðu
í Ameríkudeildinni. Þetta ætti að
gefa Patriots besta tækifærið í deild-
inni til að komast í Ofurskálar-
úrslitaleikinn í Minneapolis í upphafi
febrúar.
Í undanúrslitum Ameríkudeildar
fær New England lið Tennesee Tit-
ans í heimsókn og í hinum leiknum
sækir Jacksonville Jaguars lið Pitts-
burgh Steelers heim. Bæði heimalið-
in ættu hér að rúlla auðveldlega í úr-
slitaleik Ameríkudeildar.
Tvísýnt í landsdeildinni
Í landsdeildinni skáru fjögur lið
sig úr. Minnesota Vikings og Phila-
delphia Eagles voru með besta
árangurinn, en Los Angeles Rams
og New Orleans Saints fylgdu fast á
eftir. Los Angeles var slegið út í
fyrstu umferðinni af Atlanta Falc-
ons, þannig að í undanúrslitum
landsdeildar leikur Minnesota Vik-
ings heima gegn New Orleans
Saints og Atlanta ferðast til Phila-
delphia í hinum leiknum.
Ómögulegt er að spá um úrslitin í
þessum leikjum þar sem aðalleik-
stjórnandi Philadelphia er meiddur
og New Orleans er nú í mikilli upp-
sveiflu. Ruðningsíþróttin er ein af
fáum liðsíþróttum þar sem leik-
maður í einni leikstöðu hefur mun
meiri áhrif á leikinn en aðrir. Staða
leikstjórnanda (quarterback) er svo
mikilvæg að þegar byrjunarleikmað-
urinn í þessari stöðu meiðist getur
allt farið úr skorðum. Því er mik-
ilvægt að lið hafi góða varamenn í
stöðunni.
Hinn fertugi Tom Brady hjá New
England er dæmi um þetta. Hann er
almennt talinn besti leikstjórnand-
inn í sögu deildarinnar og hefur ver-
ið leikstjórnandi liðsins undanfarin
átján ár. Með hann innanborðs – og
kannski besta þjálfarann í sögu
deildarinnar, Bill Belichick – hefur
New England haft yfirburði í
Ameríkudeildinni undanfarna tvo
áratugi. Brady virðist ekkert vera að
gefa eftir þrátt fyrir aldurinn, en
sjaldgæft er að leikmenn geti verið á
toppnum fertugir í þessari erfiðu
íþrótt.
Almennt er talið að Brady verði
kosinn leikmaður ársins í deildinni í
ár, en hann lék frábærlega alla
deildarkeppnina.
Mótmæla kynþáttamisrétti
NFL-deildin hefur haft yfirburði í
áhorfi og áhuga á íþróttaleikjum hér
í landi um áratugi, en breyting hefur
þó orðið á vinsældum deildarinnar
þetta keppnistímabil. Rétt eins og á
síðasta keppnistímabili tóku margir
leikmenn sig til og notuðu tímann
rétt fyrir leik, þegar þjóðsöngur
Bandaríkjanna er leikinn, til að mót-
mæla kynþáttamisrétti hér í landi
með því að fara niður á hnéð meðan
söngurinn er leikinn.
Þessi mótmæli hófust á síðasta
keppnistímabili þegar leikstjórnandi
San Francisco 49ers, Colin Kapern-
ick, hóf þessi mótmæli eftir að
myndskeið af lögreglumönnum að
drepa unga blökkumenn – að því er
virtist án ástæðu – tröllriðu fjöl-
miðlum hér í landi á því kosningaári.
Um 85% af leikmönnum deildar-
innar eru blökkumenn og án hæfi-
leika þeirra væri þessi íþrótt ekki
eins vinsæl.
Þá mætti Donald Trump
Þessi mótmæli settu marga eig-
endur liðanna í erfiða stöðu þar sem
flestir þeirra eru mjög íhaldssamir í
stjórnmálum. Flestir ákváðu þeir þó
að gera sem minnst í þessari stöðu
til að storka ekki leikmönnum frekar
og svo virtist sem fundist hefði
ákveðinn skilningur á milli eigenda
og leikmanna um alvöru málsins. Þá
mætti Donald Trump til leiks og þú,
lesandi góður, getur rétt ímyndað
þér hvað gerðist næst.
Seinnipart október, um miðja
deildakeppnina, tísti forsetinn um
reiði sína yfir hegðun leikmanna og
stuðningsher hans fór að venju allur
í uppnám.
Rétt eins og í öðrum þjóðfélags-
málum varð innreið forsetans í þetta
mál opinberlega til þess að allar von-
ir um að mótmælin myndu leiða til
aukins skilnings á alvarlegum þjóð-
félagsvanda enduðu í staðinn í aukn-
um átökum og heift í umræðunni.
Þetta er því miður enn eitt dæmið
um þann þjóðfélagskostnað sem
þjóðin verður að greiða fyrir að hafa
þetta sálfræðilega sjálfselskandi
barn í forsetastöðunni.
Afleiðingin af orðum forsetans er
að hvítir íhaldssamir karlmenn eru
hættir að horfa á leikina í sjónvarpi
til stuðnings forsetanum og margt
kvenfólk er einnig hætt, en meira af
stuðningi við leikmenn, ef skoðana-
kannanir hafa rétt fyrir sér.
Netið og heilaskemmdir
Ómögulegt er að spá um hversu
varanleg þessi minnkun í áhuga á
leikjum deildarinnar er, en það er
ekki aðeins þetta mál sem virðist
hafa leitt til minna áhorfs á leiki.
Yngra fólk hefur minni áhuga á
þessum leikjum en áður og hefur
meiri tilhneigingu til að horfa á þá á
netvefsíðum en í sjónvarpi. Sumir
eru einnig hættir að horfa vegna
þeirra heilaskemmda sem íþróttin
orsakar hjá leikmönnum til lang-
frama. Það mál hefur verið í dags-
ljósinu undanfarin ár og er tilhugs-
unin um hversu slæm þessi íþrótt er
fyrir langtímaheilsu leikmanna erfið
mörgum áhangendum.
Brady gefur ekkert eftir
Fertugur og enn besti leikstjórnandinn í NFL-deildinni og stefnir á enn einn
titil með New England Hvítir karlmenn hætta að horfa til að styðja Trump
AFP
Fertugur Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, sannar gamla
máltækið þar sem segir að allt sé fertugum fært. Hann er enn talinn sá besti.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Ég hef ákveðið að stilla
væntingum mínum í hóf í garð
íslenska karlalandsliðsins í hand-
bolta sem eftir tvo daga hefur
leik á sínu 10. Evrópumóti. Að
þessu sinni fer það fram í Króat-
íu þar sem andstæðingarnir í
riðlakeppninni verða Svíar, gest-
gjafar Króata og Serbar.
Leikirnir á móti Þjóðverjum
um síðustu helgi gefa kannski
ekki tilefni til bjartsýni en ég
vara þó fólk við að fyllast of mik-
illi svartsýni. Frammistaðan í
leikjunum tveimur hlýtur samt
að hafa verið vakning fyrir leik-
menn liðsins sem og þjálfara.
Það er margt sem þarf að
lagfæra í leik íslenska liðsins í
vörn, sókn og markvörslu en tím-
inn er naumur og eins gott að
strákarnir verði klárir í slaginn
þegar flautað verður til leiks í
Split á föstudaginn.
Ég ætla rétt að vona að Ar-
on Pálmarsson hristi af sér bak-
meiðslin sem hafa verið að hrjá
hann síðustu daga en án hans
verður svo sannarlega á bratt-
ann að sækja. Fari svo að Aron
spili ekki eða geti ekki beitt sér
sem skyldi mun það bitna á
sóknarleiknum. Hans skarð verð-
ur einfaldlega ekki fyllt.
Ég hefði viljað sjá Gísla Þor-
geir Kristjánsson í EM-hópnum
og þá sérstaklega ef Aron er
tæpur. Gísli hefði getað verið
ákveðið leynivopn en hans tími
kemur bara síðar enda
framtíðarlandsliðsmaður þar á
ferð. Þá hefði mátt vera pláss
fyrir Ólafur Gústafsson, stór-
skytta þar á ferð og sterkur varn-
armaður.
Ég ætla að leyfa mér að spá
því að Ísland komist í milliriðil á
EM en það bíður betri tíma að
velta því fyrir sér hvernig liðinu
muni vegna þar. Áfram Ísland!
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður
í knattspyrnu, segir nánast öruggt
að hann hafi spilað sinn síðasta leik
fyrir rússneska félagið Rubin Kaz-
an.
Rússarnir fengu Ragnar að láni
frá Fulham í ágúst og hann hefur átt
fast sæti í vörn liðsins. Mikil óreiða
er hinsvegar í herbúðum Rubin Kaz-
an og hafa leikmenn ekki fengið
greidd laun síðustu mánuðina.
„Ég er svo sem ekkert stressaður
yfir þeirri stöðu sem ég er í. Það er
nokkuð víst að ég er að fara frá Rub-
in Kazan og ég er með nokkra mögu-
leika opna. Umboðsmaður minn er
að ræða við þrjú félög sem stendur
og til að mynda er eitt sem ég gæti
þess vegna gengið til liðs við í dag ef
ég vildi. Ég vil hins vegar fara vel yf-
ir þetta áður en ég ákveð næsta
skref og velja vel. Ég hugsa val mitt
út frá landsliðinu, að halda minni
stöðu þar og vera í góðu formi þegar
HM skellur á. Ef ekkert lið væri bú-
ið að hafa samband þá yrði ég
kannski órólegur en þegar mögu-
leikar eru fyrir hendi er ég alveg ró-
legur,“ sagði Ragnar í samtali við
mbl.is í gær en hann hefur verið
heima á Íslandi yfir jól og áramót og
haldið sér í formi hér heima.
Hann er samningsbundinn Ful-
ham til næsta sumars en segir ekki
inni í myndinni að fara þangað aftur.
Viðtalið við hann í heild er að finna á
mbl.is/sport/fotbolti.
gummih@mbl.is
Ragnar ætlar að
finna sér nýtt lið
Morgunblaðið/Eggert
Óvissa Ekki er ljóst með hvaða liði
Ragnar Sigurðsson leikur næst.