Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 4
Efnileg Tíana Ósk er gríðarlega efnilegur hlaupari sem gaman verður að fylgjast lega 700 keppendur skráðir til leiks frá 33 félögum alls staðar að af land- inu auk þess sem Færeyingar sendu keppendur frá fjórum félögum. Það þarf heljarinnar skipulag og undir- búning til að mót sem þetta gangi hnökralaust fyrir sig og þar virðast ÍR-ingar á heimavelli. Mótið gekk vel, tímasetningar stóðust svo gott sem upp á sekúndu og þeir Gunnar Páll Jóakimsson og Þráinn Hafseinsson sáu um að áhorfendur fengju allar nýjustu fréttir um úrslit og stöðuna í hinum ýmsu greinum jafnharðan, en þeir skiptu með sér þularstarfinu. Alls munu um 130 sjálfboðaliðar hafa kom- ið að mótinu. Tíana Ósk keppti einnig í 200 metra hlaupi og sigraði þar og var þokkalega ánægð með tímann, 24,58 sekúndur, og bætti sinn besta tíma um eitt sekúndubrot. „Ég er mjög sátt við 200 metrana, þeir eru ekki mitt sterkasta þar sem ég er ekki með besta hraðaþolið, en ég hef unnið talsvert í þessu og er mjög ánægð með að bæta mig svona snemma árs,“ sagði Tíana Ósk. Hún var lengi í fimleikum en skipti í frjálsar þegar hún var í grunnskóla. „Ég var í fimleikum en íþróttakenn- arinn minn í grunnskóla, hann Jói, sá þegar við vorum í hlaupaprófi að ég yrði að fara í frjálsar og kom mér í þetta allt saman,“ sagði Tíana Ósk. Hún segir gaman að keppa á móti sem þessu. „Það er rosalega gaman að keppa á svona mótum. Þó þetta sé ein- staklingsíþrótt þá hvetja mann allir, jafnvel þótt þeir séu ekki í sama fé- lagi.“ Tíana Ósk náði markmiði  Stórmót ÍR í frjálsum haldið í 22. sinn  Um 700 keppendur og 130 sjálfboða- liðar  Íslandsmet sett í 60 m. hlaupi Sterkastur Bjarki Viðar Kristjánsson stökk hæst allra um helgina, vippaði sér yfir 1,87 metra í hástökkinu. Í LAUGARDAL Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Tíana Ósk Whitworth, hlaupari úr ÍR, setti sér makmið fyrir nýbyrjað ár og það var að bæta Íslandsmetið í kvennaflokki í 60 metra hlaupi. Hún náði markmiði sínu strax í fyrsta hlaupi ársins þegar hún kom í mark á 7,47 sekúndum á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. Þar með bætti hún met Hrafnhildar Eirar frá árinu 2015 sem var 7,50 sekúndur. Ekki slæmt að hefja árið með þessum hætti. Þar sem Tíana Ósk er á átjánda aldursári er þetta að sjálfsögðu einnig met í flokki 18-19 ára og 20-22 ára. „Ég setti mér það markmið að bæta þetta met á árinu, en það er bara frá- bært að ná því markmiði í fyrsta hlaupi ársins. Vonandi verður fram- hald á þessu hjá mér á árinu, en nú þurfum við þjálfarinn minn að setja okkur ný markmið og ákveða hvað næsta skref verður,“ sagði Tíana Ósk í samtali við Morgunblaðið eftir að Ís- landsmetið var í höfn. Hún bætti sig um 12 sekúndubrot í 60 metra hlaupinu og það er ekki svo lítið enda ekki langt hlaup. „Þetta er svolítið mikil bæting í 60 metrunum og ég er rosalega ánægð með það. Styttri hlaupin eru mitt sterkasta,“ sagði Íslandsmethafinn, sem á nokkur aldursflokkamet, „en þetta er fyrsta Íslandsmetið sem ég set í kvenna- flokki,“ segir hún. Þetta er í 22. sinn sem Stórmót ÍR er haldið og að þessu sinni voru ríf- Sigur Hugi Harðarson sigraði nokkuð örugglega í 800 metra hlaupi karla.Fljótastur Ívar Kristinn Jasonarson sigraði bæði í 200 og 400 metra hlaupi. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 England Everton – WBA ........................................ 1:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Burnley – Manchester United................ 0:1  Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með Burnley. Brighton – Chelsea................................... 0:4 Arsenal – Crystal Palace ......................... 4:1 Leicester – Watford ................................. 2:0 Stoke – Huddersfield ............................... 2:0 West Ham – Bournemouth...................... 1:1 Manchester City – Newcastle ................. 3:1 Southampton – Tottenham...................... 1:1 Staðan: Man. City 24 21 2 1 70:18 65 Man. Utd 24 16 5 3 49:16 53 Chelsea 24 15 5 4 45:16 50 Liverpool 23 13 8 2 54:28 47 Tottenham 24 13 6 5 47:22 45 Arsenal 24 12 6 6 45:31 42 Leicester 24 9 7 8 36:32 34 Burnley 24 9 7 8 19:21 34 Everton 24 7 7 10 26:39 28 Watford 24 7 5 12 33:44 26 West Ham 24 6 8 10 30:42 26 Bournemouth 24 6 7 11 25:36 25 Crystal Palace 24 6 7 11 22:37 25 Huddersfield 24 6 6 12 19:41 24 Newcastle 24 6 5 13 22:34 23 Brighton 24 5 8 11 17:33 23 Stoke 24 6 5 13 25:50 23 Southampton 24 4 10 10 24:35 22 WBA 24 3 11 10 19:31 20 Swansea 23 4 5 14 14:35 17 B-deild: Sheffield Wednesday – Cardiff.............. 0:0  Aron Einar Gunnarsson er meiddur og var því ekki með Cardiff. Reading – Brentford ............................... 0:1  Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn með Reading en Axel Óskar Andrésson var ekki í hópnum. Aston Villa – Barnsley ............................ 3:1  Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Aston Villa. Bolton – Ipswich....................................... 1:1 Fulham – Burton ...................................... 6:0 Leeds – Millwall ....................................... 3:4 Norwich – Sheffield United..................... 1:2 Preston – Birmingham ............................ 1:1 QPR – Middlesbrough ............................. 0:3 Sunderland – Hull .................................... 1:0 Wolves – Nottingham Forest.................. 0:2 Staðan: Wolves 28 19 5 4 50:22 62 Derby 28 15 8 5 44:23 53 Cardiff 28 15 6 7 40:25 51 Aston Villa 28 14 8 6 42:25 50 Bristol City 28 13 9 6 40:32 48 Sheffield Utd 28 14 4 10 42:32 46 Fulham 28 12 9 7 46:34 45 Middlesbrough 28 13 5 10 38:27 44 Brentford 28 11 10 7 42:35 43 Leeds 28 13 4 11 40:33 43 Preston 28 10 12 6 32:28 42 Ipswich 28 12 4 12 41:40 40 Norwich 28 10 7 11 28:33 37 Nottingham F. 28 11 2 15 35:43 35 Millwall 28 8 10 10 33:33 34 QPR 28 8 9 11 31:40 33 Sheffield Wed. 28 7 11 10 30:34 32 Reading 28 7 8 13 30:36 29 Barnsley 28 6 9 13 28:40 27 Bolton 28 6 8 14 26:46 26 Hull 28 5 10 13 39:45 25 Sunderland 28 5 10 13 30:47 25 Birmingham 28 6 6 16 16:39 24 Burton 28 6 6 16 21:52 24 Þýskaland Mönchengladbach – Augsburg ..............2:0  Alfreð Finnbogason lék fyrri hálfleikinn með Augsburg. Bayern München – Werder Bremen .... 4:2  Aron Jóhannsson var á bekknum hjá Bremen. Staðan: Bayern M. 19 15 2 2 44:14 47 Leverkusen 19 8 7 4 39:27 31 Schalke 19 8 7 4 30:25 31 RB Leipzig 19 9 4 6 31:28 31 Mönchengladb. 19 9 4 6 30:30 31 Dortmund 19 8 6 5 40:25 30 E.Frankfurt 19 8 6 5 24:20 30 Augsburg 19 7 6 6 28:25 27 Hoffenheim 19 7 6 6 29:27 27 Hannover 19 7 6 6 28:29 27 Hertha Berlín 19 6 7 6 27:27 25 Freiburg 19 5 8 6 20:33 23 Wolfsburg 19 3 11 5 22:24 20 Stuttgart 19 6 2 11 16:24 20 Mainz 19 5 5 9 24:33 20 Werder Bremen 19 3 7 9 16:25 16 Hamburger 19 4 3 12 15:28 15 Köln 19 3 3 13 14:33 12 Ísrael Maccabi Tel-Aviv – Hapoel Ashkelon ... 3:1  Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn hjá Maccabi. Vináttulandsleikir kvenna Spánn – Holland ....................................... 2:0 Frakkland – Ítalía .................................... 1:1 Suður-Afríka – Svíþjóð ............................ 0:3 Alþjóðlegt mót kvenna Kína – Taíland.......................................... 2:1  Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfar lið Kína og Halldór Björnsson og Dean Martin eru aðstoðarþjálfarar. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.