Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við argent- ínska varnarmanninn Ignacio Fideleff. Er hann 28 ára gamall og hefur leikið með stórum félögum eins og Parma, Maccabi Tel Aviv og Napoli á ferlinum. Fideleff lék á sínum tíma níu leiki fyrir U20 ára landslið Argentínu og þótti því efnilegur. Í heimalandinu lék hann 35 leiki með Newells’s Old Boys á árunum 2008-2011. Var hann keyptur til Napoli og er talið að ítalska félagið hafi borgað um 3 milljónir evra fyrir Argent- ínumanninn. Fideleff á að baki fjóra leiki í Seríu A, efstu deild Ítalíu. Einn leik lék hann fyrir Parma þar sem hann var á lánsamningi. Sjö leiki lék hann með liði Viðars Arnar Kjartanssonar, Maccabi Tel Aviv, í Ísrael árið 2013. Hann lék síðast með Club Nacional í Paragvæ. „Um er að ræða áræðinn, örvfættan og baráttuglaðan varnarmann sem hefur kar- akter og metnað til að setja ÍBV í fremstu röð á ný á fimmtugasta tímabili fé- lagsins í efstu deild,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu ÍBV en Eyjamenn urðu bikarmeistarar í fyrra og leika því í Evr- ópukeppni næsta sumar. Leikmaður ÍBV var áður í Napoli Ignacio Fideleff Þróttur frá Neskaupstað tók á móti Aftureld- ingu um helgina í Mizunodeild karla í blaki. Liðin mættust tvívegis, fyrst á föstudags- kvöldið þar sem heimamenn höfðu betur, 3:1, og síðan á laugardaginn og þá höfðu gest- irnir betur, 3:1, þannig að liðin skiptu með sér stigunum eftir sviptingar þar eystra. Leikurinn á föstudaginn var jafn, Þróttar- ar komust í 2:0 með 25:17 og 25:21 sigri en Afturelding svaraði fyrir sig með 25:17 sigri. Í fjórðu hrinu höfðu heimamenn síðan betur, 25:17. Stigahæstur í leiknum var Miguel Mateo Castrillo hjá Norðfirðingum, en hann fékk 37 stig fyrir frammistöðu sína og hjá Aftureld- ingu var Piotr Kempisty með 18 stig. Á laugardaginn vann Afturelding fyrstu hrinu 26:24 og þá næstu 25:13 og virtist allur vindur úr heimamönnum. Þeim tókst þó að rétta sinn hlut lítil- lega með 25:20 sigri í þriðju hrinu en gestirnir létu það ekki slá sig út af laginu og sigruðu 25:15 í fjórðu hrinu. Castrillo var stigahæstur með 31 stig og Eduardo Herrero Berenguer var með 16 hjá Aftureldingu. skuli@mbl.is Miklar sviptingar í Neskaupstað Miguel Mateo Castrillo EM Kristján Jónsson Sindri Sverrisson Spútniklið Makedóníu á EM karla í handknattleik lenti á vegg í mótinu í gær þegar liðið glímdi við Spán. Makedónía var í góðri stöðu í milliriðli 2 þegar að leiknum kom eftir að hafa gert jafntefli við Þýskaland og unnið Slóveníu í riðlakeppninni. Makedónar áttu hins vegar ekki möguleika gegn Spánverjum og töpuðu 20:31. Vafa- laust hefur verið erfitt fyrir þjálfara Makedóníu að kyngja þessu stórtapi því hann er spænskur: Raúl González. Danir unnu góðan sigur á Þjóð- verjum, 26:25, og eru nú á toppnum með 6 stig í milliriðlinum. Þjóðverjar og Spánverjar eru jafnir með 4 stig en Makedónar eru með 3 stig. Danir og Þjóðverjar hafa hins vegar leikið fleiri leiki en þeir hvíla í næstu umferð og þá jafnast staðan út. Útlit er fyrir mikla spennu í lokaumferðinni þegar Þjóðverjar og Spánverjar mætast en þá glíma Danir við Makedóna. Tékkar eru með 2 stig í riðlinum fyrir sig- urinn óvænta á Dönum í riðlakeppn- inni en Slóvenar með 1 stig. Kemur það nokkuð á óvart þar sem Slóvenía vann til bronsverðlauna á HM í fyrra. Töp hjá Norðurlandaþjóðum Norðurlandaþjóðirnar Svíar og Norðmenn töpuðu báðar í milliriðli 1 á laugardaginn gegn erfiðum andstæð- ingum. Frakkar lögðu Svía að velli, 23:17, þar sem varnir og markvarsla voru í fyrirrúmi. Erfiður dagur í sókninni hjá lærisveinum Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu. Ávallt virðist hins vegar mikið vera skorað í leikjum Norðmanna en þeir töpuðu 32:28 fyrir gestgjöfunum Króötum. Hinir sigursælu Frakkar standa vel að vígi með 6 stig í milliriðlinum eða eins mörg og mögulegt er á þessum tímapunkti. Króatar eru einnig með 6 stig en hafa leikið fleiri leiki. Það hafa Norðmenn einnig gert en þeir eru með 4 stig eins og Svíar. Hvíta- Rússland og Serbía eru án stiga. Áhugaverðar viðureignir eru fram- undan þegar Frakkar og Króatar takast á sem og grannarnir Svíar og Norðmenn. Svíar standa betur að vígi en Króatar ef liðin skyldu fá jafn mörg stig eftir sigur í innbyrðis við- ureign liðanna Ofþrifnar stuttbuxur Athygli vakti í gær að danska handknattleikssambandið var sektað af Handknattleikssambandi Evr- ópu, EHF, um jafnvirði tæplega 90 þúsund íslenskra króna. Ástæðan er liturinn á stuttbuxum sem tveir leik- menn danska landsliðsins klæddust, undir keppnisstuttbuxum sínum, í leik gegn Tékkum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Rasmus Lauge og Lasse Svan, en EHF taldi þá hafa brotið reglur um að innanundirbuxur verði að vera í nákvæmlega sama lit og stuttbux- urnar í keppnisbúningi viðkomandi liðs. Þannig mátti Lauge ekki klæð- ast gráleitum buxum undir hvítum stuttbuxum danska liðsins. TV 2 hefur eftir Mads Mensah, leik- manni danska liðsins, að gráleitu buxurnar hans hafi meira að segja upphaflega verið hvítar en einfald- lega farið of oft í þvottavél og orðið gráleitar! Makedónar lentu á vegg  Spánverjar burstuðu Makedóna á EM  Góður sigur Dana á Þjóðverjum  Heimsmeistarar Frakka á góðri siglingu  Svíar skoruðu aðeins 17 mörk AFP Heimsmeistarar Frakkinn Valentin Porte í lausu lofti í leiknum gegn Svíum á laugardaginn. Sólrún Inga Gísladóttir, 21 árs gömul körfuboltakona úr Hafnarfirði, gerði sér lítið fyrir og skoraði níu þriggja stiga körfur í 95:70-sigri Costal Georgia á Keiser í bandaríska háskólakörfuboltanum. Aldrei áður hafði leikmaður skólans skorað svo margar þriggja stiga körfur í einum leik, en hún skor- aði sjálf átta slíkar í leik fyrir áramót sem var jöfnun á metinu. „Mér líður bara vel eftir þenn- an leik og það er gaman að allir heima séu að fylgjast með. Það er mikill heiður að bæta skóla- metið. Í leiknum fyrir áramót vissum við ekki hvað metið var, eða vorum ekkert að pæla í því. Við komumst að því eftir leikinn að ég hefði jafnað skóla- metið. Eftir að ég frétti það þá var markmiðið bara að bæta það. Gaman að segja frá því að besta vinkona mín hérna úti jafnaði líka skólametið rétt eftir áramót. Þú getur rétt ímyndað þér keppnina á milli okkar, hver setur næsta met,“ sagði Sólrún í samtali við mbl.is. Sólrún er mjög hrifin af lífinu og tilverunni í Georgíu. „Lífið er yndislegt, mikið að gera en samt skemmtilegt. Týpískur dagur hjá mér er skóli til kl. 13:00, æfing og/eða vídeófundur um kl. 13 til sirka 17, kvöldmat- ur og síðan lærdómur,“ sagði Sólrún m.a. en nánar er rætt við hana á mbl.is. johanningi@mbl.is Mikill heiður að bæta skólametið  Sólrún Inga Gísladóttir raðar niður þriggja stiga skotunum í Bandaríkjunum Sólrún Inga Gísladóttir Olísdeild kvenna Valur – Selfoss ...................................... 30:14 Stjarnan – ÍBV ..................................... 25:27 Staðan: Valur 13 11 2 0 371:290 24 Haukar 13 10 1 2 313:276 21 ÍBV 13 8 1 4 379:326 17 Fram 12 7 2 3 347:289 16 Stjarnan 12 5 1 6 345:310 11 Selfoss 13 2 1 10 281:366 5 Grótta 13 1 2 10 274:362 4 Fjölnir 13 1 2 10 270:361 4 Grill 66 deild kvenna ÍR – Víkingur........................................ 38:29 Valur U – KA/Þór................................. 19:26 Staðan: KA/Þór 9 8 1 0 262:186 17 HK 9 6 3 0 262:181 15 ÍR 10 7 0 3 280:251 14 FH 9 5 2 2 189:182 12 Víkingur 10 4 1 5 254:269 9 Afturelding 9 3 1 5 164:189 7 Fylkir 8 3 0 5 166:185 6 Fram U 10 2 0 8 214:264 4 Valur U 10 0 0 10 197:281 0 Danmörk Ajax – Ringköbing............................... 22:27  Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Ajax. Frakkland Toulon – Le Havre............................... 29:28  Mariam Eradze lék ekki með Toulon. Ungverjaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Erdi – DVSC Debreceni ..................... 32:21  Arna Sif Pálsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Debreceni. Austurríki Korneuburg – Hypo ............................ 20:26  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Hypo. EHF-bikar kvenna 3. riðill: Kastamonu – Byåsen .......................... 30:28  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði ekki fyrir Byåsen.  Staðan: Kastamonu 6 stig, Viborg 4, Byå- sen 2, Vistal Gdynia 0. EM karla í Króatíu MILLIRIÐILL 1: Svíþjóð – Frakkland............................. 17:23 Króatía – Noregur................................ 32:28 Staðan: Frakkland 3 3 0 0 87:73 6 Króatía 4 3 0 1 120:108 6 Noregur 4 2 0 2 124:119 4 Svíþjóð 3 2 0 1 82:79 4 Hvíta-Rússland 3 0 0 3 76:90 0 Serbía 3 0 0 3 74:94 0 Leikir í dag: 17.15 Serbía – Frakkland 19.30 Svíþjóð – Hvíta-Rússland  Lokaumferðin er á miðvikudag. MILLIRIÐLL 2: Þýskaland – Danmörk ......................... 25:26 Makedónía – Spánn.............................. 20:31 Staðan: Danmörk 4 3 0 1 109:103 6 Spánn 3 2 0 1 85:60 4 Þýskaland 4 1 2 1 97:95 4 Makedónía 3 1 1 1 70:80 3 Tékkland 3 1 0 2 62:81 2 Slóvenía 3 0 1 2 77:81 1 Leikir á morgun: 17.15 Slóvenía – Spánn 19.30 Makedónía – Tékkland  Lokaumferðin er á miðvikudag. Asíumót karla í Suður-Kóreu 1. riðill: Japan – Íran ......................................... 32:37  Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japans.  Lokastaðan: Íran 4, Japan 2, Úsbekistan 0. 2. riðill: Barein – Óman..................................... 30:23  Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar lið Barein.  Lokastaðan: Barein 4, Óman 2, Ástralía 0. HANDBOLTI Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.