Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
ÍÞRÓTTIR
England Argentínumaðurinn Sergio „Kun“ Agüero gerði þrennu fyrir toppliðið Manchester City í ensku úr-
valsdeildinni á laugardaginn en Íslendingar munu væntanlega glíma við kappann á HM í Rússlandi 8
Íþróttir
mbl.is
Miðherjinn
Tryggvi Snær
Hlinason og liðs-
félagar hans í
spænska körfu-
boltaliðinu Val-
encia höfðu bet-
ur gegn
Fuenlabrada á
heimavelli í efstu
deild þar í landi í
gærkvöld, 88:72.
Tryggvi spilaði sex mínútur og
skoraði á þeim sex stig og tók fjög-
ur fráköst.
Eftir 17 leiki er Valencia í 2. sæti
deildarinnar með 24 stig, átta stig-
um á eftir toppliði Real Madrid.
Barcelona getur jafnað Tryggva og
félaga að stigum með sigri á An-
dorra í kvöld. Fuenlabrada er í 4.
sæti deildarinnar, en liðin voru jöfn
að stigum fyrir leikinn í gær.
Tryggvi lét að
sér kveða
Tryggvi Snær
Hlinason
ÍSHOKKÍ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Henry Kristófer Harðarson varð um helgina
danskur bikarmeistari í íshokkí með liði sínu
Aalborg Pirates. Íslendingurinn átti stóran þátt
í titlinum með frammistöðu sinni í úrslita-
leiknum gegn Rungsted.
Ekki er víst að nafn Henrys, sem fæddur er í
Vestmannaeyjum, sé íslensku íþróttaáhugafólki
kunnugt en hann fluttist ungur að árum til
Kaupmannahafnar og tók snemma þá ákvörðun
að gefa ekki kost á sér í íslensk landslið, heldur
aðeins dönsk. Taugarnar til Íslands eru hins
vegar sterkar og í umfjöllun danska vefmiðilsins
Faceoff.dk um úrslitaleikinn segir að „íslenski
víkingurinn“ hafi fagnað bikarmeistaratitlinum
með því að veifa íslenska fánanum.
Henry hafði lítið komið við
sögu með Álaborgar-liðinu í
vetur, skorað 3 mörk og lagt
upp 5 í 30 deildarleikjum, en
hann naut sviðsljóssins í úr-
slitaleiknum. Hann var færð-
ur úr 4. línu upp í 2. línu
vegna meiðsla í liðinu, og
skoraði tvö mörk í 5:2-sigri.
Hann kom Aalborg fyrst í 1:0
og sá svo um að innsigla sig-
urinn með síðasta marki
leiksins, við gríðarlegan fögnuð stuðningsmanna
og liðsfélaga í „Boxinu“ í Herning, þar sem und-
anúrslit og úrslit fóru fram.
„Jú, þetta var besti leikurinn minn á tíma-
bilinu, það er á hreinu. Ég hef átt svolítið erfitt
uppdráttar á tímabilinu en þetta gefur manni
vonandi gott sjálfstraust,“ sagði Henry við Face-
off.dk. Þrátt fyrir að hafa búið í Bandaríkjunum,
Svíþjóð og Danmörku segist hann líta á sig sem
„hundrað prósent Íslending“.
Faceoff.dk segir ljóst að hefði Henry áhuga á
að spila fyrir íslenska landsliðið væri þessi 23
ára íshokkímaður án nokkurs vafa búinn að því.
„En það hefur alltaf verið draumur minn að
spila fyrir Danmörku,“ sagði Henry, sem auk
þess að spila fyrir Aalborg hefur leikið með
Rødovre, Odense og Esbjerg í Danmörku. Þegar
hann var 18 ára var hann eina leiktíð hjá kana-
díska liðinu Regina Pats sem leikur í WHL-
deildinni, þeirri næstu fyrir neðan sjálfa NHL-
deildina í Norður-Ameríku, en þaðan fór hann
til Svíþjóðar og svo aftur til Danmerkur árið
2013.
Aalborg Pirates eru í 2. sæti dönsku úrvals-
deildarinnar með 77 stig, sjö stigum á eftir topp-
liði Herning Blue Fox eftir 40 leiki af 50. Aal-
borg vann einmitt Herning í undanúrslitum
bikarsins á föstudag.
Hetja dönsku bikarmeistaranna
fagnaði með íslenska fánann í hendi
Henry Kristófer skoraði tvö mörk fyrir Aalborg í úrslitaleiknum í Boxinu
Henry Kristófer
Harðarson
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Fyrir ekki nema 2-3 vikum var ég
mjög viss um að ég myndi fara, og
vildi hreinlega fara, en nú er ég al-
veg hættur við það. Nú fer ég ekki
neitt,“ segir Birkir Bjarnason,
landsliðsmaður í knattspyrnu, við
Morgunblaðið með áherslu í rödd-
inni.
Birkir ætlar að halda kyrru fyrir í
Englandi hjá hinu sögufræga liði
Aston Villa, en fyrr í þessum mánuði
leit út fyrir að hann væri á förum til
Ítalíu. Birkir hafði þá lítið sem ekk-
ert fengið að spila hjá Villa í vetur,
undir stjórn knattspyrnustjórans
Steve Bruce, en Bruce hefur nýtt
krafta Íslendingsins undanfarið og
hrósaði honum í hástert eftir 3:1-
sigur á Barnsley um helgina. Birkir
lék allar 90 mínúturnar í leiknum en
þetta var þriðji deildarleikur hans í
byrjunarliði á tímabilinu.
Umboðsmaðurinn var búinn
að ræða við ítölsk félög
„Ég er búinn að spila núna fjóra
síðustu leiki, en fyrir það hafði ég
ekki spilað í mjög langan tíma. Þetta
lítur mjög vel út núna. Það hefur
gengið ótrúlega vel, bæði hjá mér og
liðinu, og ég er bara verulega bjart-
sýnn,“ segir Birkir, en hann hafði
verið orðaður við ítölsku félögin
Parma og Spal. Aðspurður hvort
hann hafi hreinlega verið á leiðinni í
annað félag segir Birkir: „Þetta var
alveg komið á ákveðinn rekspöl. Ég
veit að umboðsmaðurinn var byrj-
aður að ræða við ákveðin félög og
undirbúa hvað við myndum gera ef
af því yrði. En það að vera í Aston
Villa er það besta fyrir mig. Þetta er
risaklúbbur á Englandi, og það er
sérstaklega gott að vera hérna þeg-
ar það gengur svona vel eins og und-
anfarnar vikur. Vonandi getum við
farið upp í úrvalsdeildina. Það yrði
alveg frábært.“
Villa hefur unnið fjóra leiki í röð í
ensku B-deildinni og er nú í 4. sæti,
þremur stigum á eftir Derby sem er
í 2. sæti en tvö efstu liðin komast
beint upp í úrvalsdeild í vor. Liðin í
3.-6. sæti leika um eitt úrvalsdeildar-
sæti til viðbótar.
„Við erum sennilega með besta
hópinn í deildinni, en erum ekki bún-
ir að sýna nægilega mikið miðað við
það. Núna lítur út fyrir að við séum
búnir að stilla okkur aðeins betur
saman, og nú þegar það eru bara
þrjú stig upp í 2. sætið þá tel ég að
það séu mjög góðir möguleikar á að
gera góða hluti,“ segir Birkir.
Ég er ekki þannig kantmaður
Birkir hefur undir stjórn Bruce
aðallega leikið sem vinstri kantmað-
ur, eftir að hann kom til Villa frá Ba-
sel fyrir ári, en hann fékk tækifæri á
miðri miðjunni og hefur gripið það
fegins hendi á síðustu vikum:
„Þetta hentar mér margfalt betur.
Ég er náttúrlega enginn kantmaður
sem er að fara að taka 3-4 varnar-
menn á. Það er þannig í þessari deild
að kantmennirnir eru svolítið í
þessu, og þjálfararnir vilja að kant-
mennirnir búi mikið til. Ég er ekki
svona hreinn kantmaður, þannig
séð, svo það hentar mér mun betur
að vera kominn lengra inn á miðj-
una,“ segir Birkir.
„Nú fer ég ekki neitt“
Ljósmynd/avfc.co.uk
Breytt hlutverk Birkir Bjarnason hefur leikið á vinstri kanti hjá Aston Villa
en kveðst kunna afar vel við sig eftir að hafa verið færður á miðjuna.
Birkir Bjarnason hélt að hann myndi yfirgefa Aston Villa en hefur öðlast nýtt
líf hjá félaginu Fékk tækifæri á miðjunni og greip það Bruce hæstánægður
Albert Guð-
mundsson gerir
það gott á fót-
boltavellinum
þessa dagana.
Skoraði nýlega
þrennu fyrir A-
landsliðið í vin-
áttuleik í Indóne-
síu og í gær lagði
hann upp sig-
urmark PSV
Eindhoven gegn Heracles. Afar
mikilvægt framlag hjá Alberti en
sigurmarkið kom á þriðju mínútu
uppbótartíma. PSV sigraði 2:1 en
Albert hafði komið inn á sem vara-
maður um tíu mínútum fyrr. PSV
hefur fimm stiga forskot á toppi
deildarinnar.
Albert gæti fengið fleiri tækifæri
á næstunni heldur en hingað til í
vetur vegna sölunnar á sókn-
armanninum Jürgen Locadia til
Brighton á dögunum. kris@mbl.is
Mikilvægt
framlag
Albert
Guðmundsson
Úrvalsdeildarlið
Víkings varð fyr-
ir blóðtöku á
föstudagskvöldið
þegar einn
reyndasti leik-
maður liðsins,
Dofri Snorrason,
sleit hásin og
verður þar af
leiðandi frá
knattspyrnuiðk-
un næstu mánuðina. Dofri meiddist
í leik gegn KR á Reykjavíkur-
mótinu og staðfesti við netmiðilinn
Fótbolta.net að hásin hefði slitnað.
Dofri verður 28 ára í sumar en
hann á að baki 117 leiki í efstu deild
hérlendis með KR, Selfossi og Vík-
ingi. kris@mbl.is
Hásin slitnaði
hjá Dofra
Dofri
Snorrason