Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR
Mesta hækkun Mesta lækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
EIM
-7,82%
241,5
ORIGO
+1,70%
26,95
S&P 500 NASDAQ
-0,88%
7.439,944
-1,36%
2.833,94
-1,38%
7.559,81
FTSE 100 NIKKEI 225
1.8.‘17 1.8.‘1731.1.‘18 31.1.‘18
1.700
702.300
1.907.0
2.223,52
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
51,78
68,54
-2,26%
23.098,29
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
50
Nýtt, ríflega 138 metra langt
gámaskip fyrirtækisins Cargow
hlaut nafnið Frigg við hátíðlega at-
höfn í stórskipahöfninni í Rotter-
dam í gær. Er það fyrsta flutn-
ingaskipið af fjórum sem fyrir-
tækið tekur í notkun á þessu ári en
skipin eru öll smíðuð í skipa-
smíðastöðinni Taizhou Sanfu Ship
Engineering Co. Ltd. í Kína.
Cargow, sem er skráð í Hollandi,
er í meirihlutaeigu þriggja Íslend-
inga. Fyrirtækið sérhæfir sig í
vöruflutningum fyrir þrjú álver
Alcoa í Noregi og á Íslandi. Verk-
smiðjurnar framleiða ál sem flutt
er á Evrópumarkað í gegnum vöru-
miðstöð fyrirtækisins í Rotterdam.
Eigendur Cargow eru þeir
Bjarni Ármannsson, Karl Harð-
arson, Stefán H. Stefánsson og
Norðmaðurinn Øyvind Sivertsen.
Tímamót á langri vegferð
Bjarni Ármannsson, sem er
stjórnarformaður fyrirtækisins,
segir athöfnina í Rotterdam mikil
tímamót í starfsemi fyrirtækisins
sem árið 2013 tók við öllum álflutn-
ingum fyrir Alcoa frá verksmiðjum
þess á Reyðarfirði og Mosjøen í
Noregi. Auk þess að þjónusta þessi
álver er fyrirtækið einnig með skip
í förum til álvers í Farsund í Suður-
Noregi, sem siglir þangað vikulega.
„Þetta er fyrsta skipið af fjórum
sem við látum smíða í tengslum við
starfsemina. Hingað til höfum við
keyrt hana á fjórum leiguskipum.
Það fyrsta af þeim hverfur nú úr
flotanum en á næstu mánuðum
munu þrjú systurskip Friggjar
leysa hin leiguskipin þrjú af hólmi.“
Bjarni bendir á að allt frá því að
fyrirtækið landaði þjónustusamn-
ingi við Alcoa um flutningana hafi
verið unnið að nýsmíðinni sem nú
líti dagsins ljós.
„Það var hluti af ástæðu þess að
Alcoa gekk til samninga við okkur
að við lýstum okkur reiðubúin til að
smíða ný skip. Þau eru sérstaklega
búin til að sinna þessum flutn-
ingum og búa m.a. yfir mikilli burð-
argetu sem gerir okkur kleift að
flytja álið bæði í gámum og án
gáma. Fram til þessa hefur allt ál
verið flutt frá Reyðarfirði í gám-
um.“
Útblástur minnkar um 40%
Stefán H. Stefánsson, sem er
framkvæmdastjóri Cargow, tekur í
sama streng og Bjarni og segir af-
hendingu skipsins mikil tímamót.
Hann bendir einnig á að nýju skip-
in fjögur séu mun umhverfisvænni
en þau sem fyrir eru.
„Alcoa leggur, líkt og við, mikið
upp úr því að lágmarka umhverfis-
áhrif af starfseminni. Sú tækni sem
þessi nýju skip byggjast á veldur
því að kolefnisútblástur frá þeim er
40% minni á hvert tonn en frá þeim
skipum sem við erum með í notkun
núna.“
Spurður út kostnaðinn við smíði
skipanna segir Stefán að hann
nemi um 20 milljónum dollara á
hvert þeirra.
„Í heildina er þetta fjárfesting
upp á um 80 milljónir dollara, jafn-
virði ríflega 8 milljarða króna.
Verkefnið er unnið í samstarfi við
fjármögnunaraðila í Japan.“
Munu bera nöfn gyðja úr
norrænni goðafræði
Skipin fjögur munu öll bera nöfn
gyðja úr norrænni goðafræði.
Þannig nefnist fyrsta skipið Frigg
en hún var kona Óðins. Þá Freyja
og Sif og síðasta skipið sem afhent
verður í lok sumars mun bera nafn-
ið Sigyn. Frigg er væntanleg til
Reyðarfjarðar í sinni fyrstu ferð til
Íslands í byrjun þessa mánaðar.
Taka fyrsta skipið
af fjórum í gagnið
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Flutningafyrirtækið
Cargow, sem er í meiri-
hlutaeigu Íslendinga, tók í
gær við nýju skipi sem er
hið fyrsta í hópi fjögurra
systurskipa. Kostnaður við
nýsmíðina nemur 80 millj-
ónum dollara.
Øyvind Sivertsen, Karl Harðarson, Bjarni Ármannsson og Stefán H. Stefáns-
son við Frigg, fyrsta gámaskipið af fjórum sem Cargow hefur látið smíða.
UPPLÝSINGATÆKNI
Hagnaður Origo, sem áður hét Ný-
herji, á síðasta fjórðungi liðins árs
dróst saman um 13% á milli ára og
nam 174 milljónum króna. EBITDA-
hagnaður dróst saman um 27% og
var 246 milljónir króna. Rekstr-
arkostnaður jókst um 5% á milli ára.
Tekjur drógust saman um 7% á milli
ára og voru 3,9 milljarðar króna.
Munar mest um að umfangsmiklar
búnaðarsölur til stærri viðskiptavina
voru færri en á metfjórðungi árið áð-
ur. Í tilkynningu segir að ágæt
tekjuaukning hafi verið á flestum
öðrum sviðum, einkum í sölu á eigin
hugbúnaðarlausnum.
Á síðastliðnu ári jukust tekjur fé-
lagsins um 2% á milli ára. Hagnaður
nam 433 milljónum króna, en hann
var 383 milljónir árið 2016. „Þegar
horft er til krefjandi rekstrar-
aðstæðna að undanförnu, þá er
niðurstaða ársins viðunandi,“ segir
Finnur Oddsson forstjóri í afkomu-
tilkynningu til Kauphallar. „Eins og
komið hefur fram þá hefur verið
unnið að því að draga úr kostnaði,
annars vegar með aðhaldi í mönnun
og launakostnaði og hins vegar með
hagræðingu sem hlýst af samein-
ingu undir nafninu Origo.“
helgivifill@mbl.is
Samdráttur hjá Origo
á fjórða ársfjórðungi
Morgunblaðið/Þórður
Niðurstaða ársins var viðunandi að
mati Finns Oddssonar forstjóra Origo.
FASTEIGNAMARKAÐUR
Byggja þarf hátt í níu þúsund íbúðir
á landinu öllu fram til ársloka 2020,
ef markmiðið er að vinna á skorti
sem myndast hefur á markaðnum og
til að framboð haldi í við fólks-
fjölgun. Þetta kemur fram í skýrslu
Greiningardeildar Arion banka um
húsnæðismarkaðinn, sem ber yf-
irskriftina Húsnæðismarkaðurinn -
frá hæli til heilsu.
Samkvæmt spá greiningardeild-
arinnar er ólíklegt að sá fjöldi náist.
Spá 6,6% verðhækkun
Spáir deildin 6,6% hækkun hús-
næðisverðs á þessu ári, 4,1% á því
næsta og 2,3% hækkun árið 2020.
„Útlit er fyrir að undir lok spátím-
ans muni raunverð húsnæðis lækka
á milli ára,“ segir í skýrslunni.
Ennfremur segir að húsnæðisverð
hafi hækkað verulega umfram
undirliggjandi þætti síðustu tvö ár.
Ólíkt stöðunni fyrir rúmu ári eigi
þetta við um öll hverfi, ekki bara
miðsvæði Reykjavíkur. Þannig hafi
verðhækkanirnar smitast út í
jaðrana, sem sjáist meðal annars í
lægra miðborgarálagi. „Gangi spá
okkar eftir mun ákveðin leiðrétting
eiga sér stað á húsnæðismarkaðnum
á næstu árum, þ.e.a.s. undirliggjandi
þættir, svo sem laun, munu hækka
umfram húsnæðisverð.“
Verð hækkaði verulega 2017
Í skýrslunni segir að húsnæðis-
verð hafi hækkað verulega árið 2017,
bæði á höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni. Mestar hafi hækk-
anirnar verið í úthverfum höfuð-
borgarsvæðisins og nágrannasveit-
arfélögum. Einnig segir að á
eftirspurnarhliðinni sé fátt sem
bendi til almennra verðlækkana á
næstu árum og útlit sé fyrir gott
efnahagsástand áfram. tobj@mbl.is
Vantar hátt í níu þúsund íbúðir
Morgunblaðið/Hari
Arion spáir 6,6% hækkun húsnæð-
isverðs í ár og 4,1% á næsta ári.
Geymsluhúsnæði óskast
Leitum að ca 400-500 fm lager- eða geymsluhúsnæði helst
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu fyrir traustan aðila.
Skilyrði er góð aðkoma, góð lofthæð og rúmgóðar innkeyrsludyr.
Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson
í síma 511-1555 eða 898-9791.
SJÁVARÚTVEGUR
Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pét-
ursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla
Björnssonar og Magnúsar Guð-
mundssonar í Bacco Seaproducts.
Eftir viðskiptin er fyrirtækið alfarið í
eigu Hjalta og Bjartmars.
Hjalti Halldórsson, sem er fram-
kvæmdastjóri Bacco Seaproducts,
segir að nauðsynlegt hafi verið að
Sigurður Gísli seldi sinn hlut vegna
meintra skattalagabrota sem nú eru
til rannsóknar. Ákvörðunin hafi verið
tekin til að vernda framtíðarhags-
muni félagsins. Téð meint skattalaga-
brot eiga að hafa átt sér stað hjá Sæ-
marki en ekki Bacco.
Keyptu Sigurð Gísla út