Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 4

Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Við fjármögnum innflutninginn fyrir þitt fyrirtæki Nánari upplýsingar má finna á kfl.is Mikill uppgangur hefur verið hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Pink Ice- land. Eva María og félagar vinna nú að því að koma nýju dóttur- fyrirtæki, Propose Iceland, á lagg- irnar í gegnum Startup Tourism. Frá stofnun hefur Pink Iceland skipulagt yfir 300 brúðkaup á Íslandi. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Fyrirtækið okkar eins og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu hefur stækkað ört og slíkum vexti fylgja alls konar vaxtaverkir. Annars eru það þessar klassísku áskorarnir eins og sveiflukenndar tekjur og gengi íslensku krónunnar sem hafa áhrif á flest fyrirtæki í greininni. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Þessar vikurnar erum við hjá dótturfélaginu Propose Iceland að taka þátt í viðskiptahraðli hjá Startup Tourism sem hefur verið einstaklega gefandi og fróðlegt. Það er svo hollt að vera í frum- kvöðlaumhverfi og tileinka sér ný- sköpun sem hugarástand. Hjá Pink Iceland teljum við að velgengni fyrirtækisins komi að miklu leyti til vegna óbilandi trúar á þá skapandi krafta sem búa í eigendum og starfsmönnum fyrirtækisins, nátt- úru Íslands og fólkinu sem hér býr. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég hef reynt að tileinka mér orð Gandhi: Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. Þó þetta kunni að hljóma klisjukennt þá erum við svo föst í viðjum vanans en höfum þó mikla skoðun á því sem betur mætti fara. Þá er ágætt að byrja á sjálfum sér. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Jodie Foster myndi henta ágæt- lega. Ég hitti hana einu sinni og fannst hún alveg eins geta verið frænka mín. Svo myndi ég kannski vera með svona alter-egó sem væri þá RuPaul í fullu draggi. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég hlusta mikið á hlaðvörp (pod- cast) um nýsköpun, sköpunargáfu, hönnun, hinsegin málefni og fleira sem ég hef ástríðu fyrir. Slík hlustun er mikil hvatning fyrir mig og fær mig oft til að hugsa út fyrir rammann. Einnig reyni ég að vera dugleg að fylgjast með þróun í notkun samfélagsmiðla og neyt- endahegðun frá ólíkum hliðum. Ég reyni líka að vera dugleg að prófa nýja hluti og hitta nýtt fólk, það getur verið ansi fróðlegt. Hugsarðu vel um líkamann? Já, við Birna og Hannes sem eig- um Pink Iceland eigum stefnumót þrisvar í viku við Agnesi okkar sem fær okkur til að púla í ræktkinni og hafa gaman af því. Einnig er ég byrjuð að hlaupa í alls konar veðri og það hefur reynst mér betur en ég þorði að vona. Frábær leið til þess að slaka á í kollinum. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Ég er í draumastarfinu en ef ég ætti að velja mér nýtt starf þá væri það að taka þátt í ólíkum nýsköp- unarverkefnum og aðstoða frum- kvöðla í að betrumbæta reksturinn sinn. SVIPMYND Eva María Þórarinsdóttir Lange Sveiflukennd króna flækir reksturinn Morgunblaðið/Hari Eva segist m.a. halda þekkingunni við með því að hlsuta á hlaðvarp. GRÆJAN Víða um heim er fólk löngu orðið vant því að gera matarinnkaupin á netinu og fá matinn sendan heim að dyrum. Þeir sem reynt hafa vita þó að heimsending matvæla er ekki gallalaus, og þarf viðskiptavinurinn að sætta sig við það að einhver annar sér um að velja fallegustu kótelett- una eða safaríkasta tómatinn í inn- kaupapokann, og velur iðulega öðru- vísi en kaupandinn hefði sjálfur gert. Bandaríska sprotafyrirtækið Robomart vill leysa þennan vanda með því að senda kjörbúðina heim að dyrum hjá viðskiptavininum, þar sem hann getur sjálfur valið þá ferskvöru sem honum hugnast best. Robomart hefur hannað litla sjálf- akandi sendibíla sem matvörubúðir eiga að geta tekið á leigu. Viðskipta- vinurinn hóar í matvörubílinn í gegn- um snjallsímaforrit og getur, þegar bíllinn er kominn á áfangastað, notað símann til að fá aðgang að kældum og hátæknivæddum hillunum. Robomart notar sjálfvirka skynj- ara til að greina hvaða matvöru við- skiptavinurinn velur sér og þarf því ekki að vigta og skanna. Eins og vera ber er Robomart raf- drifinn, á að hafa um 130 km drægi og ná allt að 40 km hraða. ai@mbl.is Láttu matvörubúðina koma heim til þín Skynjarar greina hvað viðskiptavin- urinn tekur og í hvaða magni. NÁM: Bjó á Ítalíu frá 8 ára til 15 ára aldurs, gekk því í grunnskóla í Napólí; Menntaskólinn við Hamrahlíð – Nýmálabraut; BS í ferða- málafræði frá Háskóla Íslands og hálfnuð með mastersnámið – ég stofnaði Pink Iceland á miðri leið. STÖRF: Hef starfað í ferðaþjónustu frá unglingsaldri. Landvörður á Hveravöllum þrjú sumur 1999-2001; sjálfstætt starfandi ferða- ráðgjafi og þýðandi 2001-2004; markaðsstjóri hjá Eldingu/ Hvalaskoðun Reykjavík frá 2004 til 2011 og tók þátt í hröðum vexti fyrirækisins sem var mjög lærdómsríkt. Rekstrarstjóri kaffi- hússins Trúnó og skemmtistaðarins Barböru 2010-2012. Stofn- andi, meðeigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland og Propose Iceland. ÁHUGAMÁL: Ferðalög; að vera huggulegur gestgjafi; búa til fal- leg viðskipti og taka virkan þátt í að bæta réttindi hinsegin fólks. FJÖLSKYLDUHAGIR: Unnusta mín er Birna Hrönn Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og hún er einn þriggja eigenda Pink Iceland. Við eigum stóra fjölskyldu, erum svokallaðar „glimmer-frænkur“, og erum fósturmömmur lítils hunds sem heitir Strumpur. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.