Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 01.02.2018, Síða 8
stærstu eru Elkem, Norðurál, Eimskip og Hval- fjarðargöngin,“ segir Bolli. Spurður að því af hverju viðskiptavinirnir séu jafn fáir og raun ber vitni, þegar haft er í huga þá miklu sérfræðiþekkingu sem til staðar er hjá Meitli GT tækni, segir Bolli það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það fylgir því meiri kostnaður að reka fyrirtæki hér á Grundartanga. Við þurfum að fæða mannskapinn, klæða sérstökum örygg- isfatnaði og flytja starfsmennina hingað upp eftir og til baka aftur, hvort sem er til Akraness, Reykjavíkur eða Borgarness. Ef við ætluðum okkur að selja starfsmennina út fyrir svæðið, þá yrðum við einfaldlega of dýrir. Ef við ætluðum eitthvað að færa út kvíarnar yrðum við að stofna útibú annars staðar en á Grundartanga,“ útskýrir Bolli. Gylfi Reynir Guðmundsson, þjónustustjóri og einn eigenda félagsins, segir að því megi heldur ekki gleyma að hjá Meitli GT tækni sé vinnuvikan aðeins 36 tímar. „Það gerir þetta strax 10% kostnaðarsamara að vera á Grundartanga,“ bætir Bolli við. Bolli segir að þessi lengd vinnuvikunnar, 36 tíma vinnuvika, hafi á sínum tíma verið í kjara- samningum sem gerðir voru við Járnblendi- félagið fyrir meira en 20 árum. Hér hjá okkur byrja dagvinnustarfsmenn að vinna kl. hálfátta og eru lausir úr vinnu kl. hálffjögur, og kl. tvö á föstudögum.“ Einhverjum gæti þótt eftirsóknarvert að starfa á slíkum vinnustað. Bolli tekur undir það. Þó vinnudagurinn sé ekki lengri en þetta þarf fyrirtækið samt sem áður að tryggja þjónustu við sína viðskiptavini allan sólarhringinn, enda eru stærstu viðskiptavinirnir með starfsemi allan sól- arhringinn. „Við erum með helgarvaktir auk bak- vakta til að sinna viðskiptavinunum. Við erum alltaf stand-by.“ Þó að Meitill GT tækni starfi aðallega á Grund- artanga þá taka þeir að sér einstaka verkefni ut- an svæðisins, en þá gildir að verkefnin séu á þeirra sérsviði, enda er þjónustan dýrari en utan svæðis, eins og minnst var á hér á undan. „Við komum aðeins að United Silicon á Reykjanesi til dæmis, meira til að redda hlutum. Það var út af sérþekkingu sem var til hér innanhúss hjá okkur. Svo vinnum við einstaka verkefni fyrir Eimskip á höfninni á Reyðarfirði, einkum viðgerðir á kran- anum þeirra.“ Bolli segir að fyrirtækið hafi einnig tekið að sér verkefni í Noregi fyrir hrun, þegar gengi norsku krónunnar var hagfellt. „Þar tókum við þátt í stórum viðhaldsverkefnum í kísilverum.“ Meitill GT tækni ræður yfir eigin 3.000 fer- metra húsakosti, farartækjaverkstæði, renni- verkstæði, rafmagnsverkstæði og svo vélaverk- stæði. Auk Bolla og Gylfa er félagið að meirihluta í eigu norska þjónustufyrirtækisins INC Vedlike- Miðað við stærð Meitils GT tækni, og 15 ára sögu, þá er óhætt að fullyrða að viðskiptavinirnir séu í færri kantinum. Stærstur þeirra er ELKEM, sem rekur járnblendiverksmiðjuna, en einnig vinnur fyrirtækið töluvert fyrir Norðurál sem aftur er langstærsta fyrirtækið á Grund- artangasvæðinu. Starfsmannafjöldi Norðuráls er þannig 581 en hjá Elkem vinna 225. Aðrir starfs- menn svæðisins eru samtals 294, en allt í allt eru fastir starfsmenn á Grundartanga um 1.100 tals- ins. Til viðbótar koma svo verktakar, en að þeim meðtöldum eru starfsmenn nálægt 2.000. Á komandi árum mun fyrirtækjum að öllum líkindum fjölga til muna á Grundartanga, enda gerir deiliskipulag ráð fyrir 80-90 lóðum undir iðnstarfsemi. Nú síðast hafa borist fregnir af upp- byggingu Eimskipafélagsins á þremur lóðum, og þreifingar eru uppi varðandi gagnaver á svæðinu, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu á dögunum, með aðkomu franskra fjárfesta. Ennfremur hafa verkfræðistofur opnað þar skrifstofur. Björn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Stálsmiðj- unnar Framtaks á Grundartanga, sem sinnir þar verkefnum fyrir Norðurál, segir í samtali við Við- skiptaMoggann að Stálsmiðjan hafi fengið úthlut- aða aðra lóð vestarlega á svæðinu undir skipa- smíðastöð sem getur tekið við af skipasmíðastöðinni á Mýrargötu í Reykjavík í fyllingu tímans. Meitill GT tækni hf. var lengi vel eina þjón- ustufyrirtækið á svæðinu, en á síðustu árum hef- ur bæst í hópinn. „Það komu nokkur fyrirtæki hingað upp úr hruni til að sækja sér verkefni þeg- ar kreppti að á höfuðborgarsvæðinu. Seinna meir drógu þau sig aðeins til baka, enda er það kannski ekki hluti af kjarnastarfsemi þessara félaga að þjónusta stóriðjuna. Meitill GT tækni er bæði að vinna tilfallandi þjónustuverk og að hluta í kjarnastarfsemi hjá stóriðjunni. Hjá Elkem erum við til dæmis ábyrgir fyrir því að búa til raf- skautin sem ganga niður í ofnana. Við setjum þau upp á nóttu sem á degi,“ segir Bolli Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Meitils GT tækni, í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að hin þjónustufyrirtækin, Hamar, Héðinn og Stálsmiðjan Framtak, hafi síðan þau komu á svæðið keppt við Meitil GT tækni um verkefni, en smátt og smátt hafi ákveðin sérhæf- ing orðið til hjá hverju og einu fyrirtæki. Verk- efnin hafi einnig orðið fjölbreyttari með auknum fjölda framleiðslufyrirtækja sem starfa á svæð- inu. Var fyrst tæknideild Járnblendifélagsins „Við stofnuðum GT tækni fyrir 15 árum upp úr tæknideild Járnblendifélagsins. Þá voru þetta um 20 starfsmenn sem færðu sig yfir í nýja félagið, en í dag erum við orðin í kringum 60 talsins. Við- skiptavinirnir eru ennþá frekar fáir, og fjórir Stórt fyrir- tæki með fáa viðskiptavini Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Athafnasvæðið á Grundartanga hefur vaxið ört á síðustu árum og útlit er fyrir áframhaldandi fjölgun á svæðinu. Þangað eru nú komin ýmis fyrirtæki til viðbótar við risana tvo sem þar starfa, ELKEM og Norðurál. Eitt þeirra, Meitill GT tækni, hefur starfað öðrum lengur á svæðinu eða í 15 ár og er jafnframt stærsta þjónustufyrirtækið á Grundartanga. Á svæðinu starfa um 2.000 manns, bæði fastir starfsmenn, sem eru 1.100, og verktakar. „Við þurfum því að kynda upp með rafmagni og kaupa rafmagnið á RARIK-taxta. Þetta skekkir samkeppnis- stöðuna enn frekar fyrir þjónustufyrirtæki á svæðinu. Þá má nefna samgöngumálin, en hingað gengur enginn strætisvagn,“ segja Bolli og Gylfi hjá Meitli GT tækni. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018FRÉTTASKÝRING Gylfi og Bolli segja að margar sögur sé hægt að segja af atvikum sem hent hafa í Hvalfjarðargöngunum í gegnum árin, atvikum sem fáir vita af nema þeir, sem eru oft fyrstir á staðinn þegar eitthvað fer úrskeiðis, enda eru þeir á bakvakt allan sólarhringinn í göngunum. Þeir minnast eins atviks þar sem fólk var á ferð með hjólhýsi. „Einu sinni kom ég að tveimur rammkaþólskum Frökkum niðri í göngunum. Þetta voru fullorðin hjón á litlum Renault-bíl, með pínulítið kúpt hjólhýsi í eftirdragi. Inni í hjólhýsinu var eitt rúm og eitt borð og svo stór kaþ- ólskur kross á púlti. Þar sem þau eru á leið niður göngin fer hjólhýsið að dansa aftur úr bílnum og skellur að lokum utan í gangavegginn og springur í sundur. Þetta fékk greinilega mjög mikið á fólkið því þegar við komum á vettvang lá konan á bæn á miðri götunni við púltið með krossinn fyrir framan sig, en hann hafði sloppið óskemmdur úr þessum hildarleik.“ Svaf í gegnum ákeyrslu og bílveltu Gylfi nefnir annað dæmi. „Þegar gefin voru út krókaleyfi fyrir nokkrum árum, þá fóru menn umvörpum frá Reykjavík út á land til að veiða og vildu nýta tímann sem best. Tveir bræður fóru frá Reykjavík til Hólmavíkur á Ströndum og voru þar við veiðar sam- fleytt í 2-3 sólarhringa án þess að fara að sofa. Þegar þeir komu til baka fór það ekki vel, eins og má sjá á bótunum tuttugu sem hægt er að sjá við suðurenda ganganna hjá spennistöðinni sem þar er! En þetta byrjaði með því að bíllinn rennir upp að gjaldskýlinu. Ökumaðurinn var aga- lega þreyttur, enda búinn að standa í þrjá sólarhringa og veiða eins og fyrr sagði. Hann biður starfsmanninn í skýlinu um að gefa sér kaffisopa til að hjálpa til við að halda sér vakandi, sem var auðsótt mál. Svo ekur hann af stað og svo vita menn ekki fyrr en það kemur aðvörun innan úr göngunum um að bíll sé þar stopp. Þá hafði hann keyrt utan í kantinn, utan í rörin á veggnum og ruddi þeim niður einu af öðru. Að lokum valt bíllinn á hliðina. Þegar við komum niður þá svaf maðurinn ennþá vært í hlið bílsins. Þarna í göngunum hafði hann náð að slaka svona vel á og höfgi komið yfir hann, svona alls- vakalega.“ Starfsmaður sinnir viðhaldi á loftræstiblásara úr Hvalfjarðargöngunum. Morgunblaðið/RAX Tilbeiðsla og langþráður svefn í miðjum Hvalfjarðargöngunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.