Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 14

Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018FÓLK SPROTAR Landsvirkjun Stefanía G. Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Hlutverk sviðsins er að hámarka tekjur Landsvirkjunar til langs tíma. Stefanía starfaði hjá CCP Games í átta ár, síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfirþróunarstjóri CCP í Shanghai í Kína og þróunarstjóri á Íslandi. Stefanía starfaði áður hjá Orkustofnun í átta ár, meðal annars sem yfirverkefnisstjóri og sérfræðingur hjá vatna- mælingum og hjá HugurAx, sem verkefnisstjóri í viðskiptagreind. Stefanía er með MSc umhverfisfræði og BSc í landfræði frá Háskóla Íslands. Hún er stjórnarformaður Icelandic Startups og stjórnarformaður Almannaróms, félags um máltækni á Íslandi. Tekur við markaðs- og viðskiptaþróunarsviði American Century Investments Pia Michelsson hefur verið ráðin framkvæmdastjóri yfir starfsemi eigna- stýringarfyrirtækisins American Century Investments á Norðurlöndum. Pia verður með aðsetur í Lundúnum. Pia Michelsson á að baki langan feril í fjármálageiranum. Síðast var hún framkvæmdastjóri hjá Alda Asset Manage- ment og var ábyrg fyrir viðskiptaþróun á Íslandi og í Finnlandi. Þar áður starfaði hún við viðskiptaþróun á Norðurlöndum fyrir eignastýringarfyr- irtækið Aberdeen Asset Management. American Century Investments er alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki sem stýrir eignum sem nema um 180 milljörðum dollara. Ráðin framkvæmdastjóri yfir Norðurlöndum VISTASKIPTI landi,“ segir Garðar. „Good Good byggir á íslensku hugviti, hönnun og markaðsstarfi en það er allt annað að framleiða vöruna á meg- inlandi Evrópu og dreifa henni þaðan, og töluvert ódýrara en ef við værum með verksmiðjuna á Íslandi. Pantanir berast frá öllum heimshornum og hægt um vik fyrir okkur að senda vörurnar okkar til Rotterdam þaðan sem þær fara hratt á áfangastað. Við getum afgreitt pantanir til evrópskra viðskiptavina á 2-3 dög- um en værum a.m.k. 7-10 daga að því ef við værum á Íslandi.“ Að hafa framleiðsluna á megin- landi Evrópu er líka nauðsynlegt í ljósi þess hvað kaupendur gera ríkar kröfur um að varan sé sem ferskust. „Við verðum að stýra framleiðslunni þannig að við sitj- um ekki uppi með of stóran lager en eigum samt alltaf nóg af vörum tilbúnar til afhendingar. Maður finnur það fljótt í þessum geira að margir vilja ekki bara fá vöruna strax, heldur líka að hún sé glæný. Oft verður þetta heilmikið púslu- spil þar sem framleiðsla, hráefnis- öflun og flutningar þurfa að spila fullkomlega saman,“ útskýrir Garðar. Vörurnar framleiðir Via Health í samvinnu við matvælaverksmiðjur í Vestur-Evrópu sem blanda sult- ur, síróp og sykurlíki eftir íslensk- um uppskriftum. Með því móti þarf ekki eins dýra yfirbyggingu og meiri sveigjanleiki skapast í rekstrinum. „Fyrir svona lítið fyrirtæki eins og okkur væri ómögulegt að stækka vöruúrvalið jafnhratt og við höfum gert ef við þyrftum að fjárfesta í nýrri fram- leiðslulínu með hverri nýrri vöru.“ Sækja inn á Bandaríkin Vörur Good Good eru einkum seldar í heilsubúðum og fínni mat- vöruverslunum um alla Evrópu en netverslun Good Good berast pantanir frá öllum heimshornum. Nýlega náðust samningar við bandarísku stórmarkaðakeðjunna TK Maxx og verður innreið á Bandaríkjamarkað næsta stóra skrefið í sögu Via Health. Þó ekki hafi farið mikið fyrir ís- lenska matvælafyrirtækinu Via Health þá hefur það stækkað hratt að undanförnu og selur núna vörur undir merkjum Good Good hjá hátt í 700 verslunum í Evrópu. Fyrirtækið sérhæfir sig í vörum sem nota stevíu sem sætugjafa og hefur m.a. gert það gott með syk- urlausu hnetu- og súkkulaðikremi sem þykir ekki síðra en Nutella. Garðar Stefánsson er fram- kvæmdastjóri Via Health en hann tók á sínum tíma þátt í stofnun Saltverks Reykjaness og Norður- salts. Þegar Garðar var ráðinn til Via Health var það meðal hans fyrstu verka að endurskipuleggja reksturinn ásamt hluthöfum, færa framleiðsluna til Evrópu og koma upp vöruhúsi í Hollandi. Ísland óhentugur framleiðslustaður „Það skiptir miklu máli fyrir matarfrumkvöðla að stilla hlut- unum rétt upp, og við sáum að til að geta verið samkeppnishæf og bæði boðið upp á vöru á góðu verði og skamman afhendingartíma myndum við þurfa að færa fram- leiðsluna til Evrópu, þó svo að vöruþróunin verði áfram á Ís- Garðar segir tækifærin leynast víða enda Good Good-vörurnar sykurlausar og neytendur um all- an heim eru að vakna til vitundar um hversu skaðlegt það getur ver- ið að neyta sykurs í miklu magni. Stevían, sem Good Good notar sem sætugjafa, þykir mun hollari val- kostur og hefur ekki sömu áhrif á insúlínjafnvægi líkamans og syk- urinn. „Eftir að við tókum þátt í sölusýningu í Köln í október fund- um við t.d. fyrir miklum áhuga frá Sádi-Arabíu og höfum byrjað sam- starf við dreifingaraðila þar í landi sem pantað hefur töluvert magn af súkkulaði-hnetusmjörinu okkar. Fleiri samningar eru í farvatninu í Mið-Austurlöndum en þar er sykurneysla mjög mikil og hlutfall áunninnar sykusýki með því hæsta sem gerist í heiminum. Á þeim markaði er greinileg vöntun á almennilegum vörum sem eru með öllu sykurlausar.“ Snýst um bragðið Merkilegt er að við markaðs- setningu Good Good er lítil sem engin áhersla lögð á tengingu vör- unnar við Ísland. Garðar segir Good Good frekar leggja áherslu á að skapa sér samkeppnisforskot með ómótstæðilegum vörum sem eru jafngóðar eða betri á bragðið en þær sykruðu. „Velgengni Via Health má einnig rekja til umbúða og ásýndar fyrirtækisins, en aug- lýsingastofan Jónsson & Lemacks sá um hönnun þeirra,“ segir Garð- ar. „Umhverfisvænar, aðlaðandi og heillandi umbúðir, ásamt hollu næringarinnihaldi, virðast höfða hvað best til neytenda í dag.“ Samkeppnina vantar ekki, en Garðar er brattur: „Stóru matvælarisarnir eru meðvitaðir um þróunina í neyslu á sykri og eru að auka hjá sér framboðið á sykurlausum vörum, en hefur gengið misvel við vöruþróunina og eru mögulega ekki að nota eins gott hráefni og við. Við erum vita- skuld mun minni, en getum kynnt okkur sem algjörlega sykurlaust vörumerki. Neytendur geta stólað á bragðgæðin og kaupa því vör- urnar okkar aftur og aftur.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Good Good-vörurnar gera ekki sérstaklega út á það að vera íslenskar. Gott bragð er lykilatriði . Garðar Stefánsson framkvæmdastjóri Via-Health. Sigra heiminn með sykurlausum vörum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Miklu skipti fyrir vöxt Via Health að færa framleiðslu og vöruhús frá Íslandi til Evrópu. Útrás til Bandaríkj- anna er að bresta á og tækifæri um allan heim. Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI Snögg og góð þjónusta Stafrænt prentaðir límmiðar á rúllum Vantar þig lítið upplag? Stafræn límmiðaprentun hentar vel fyrir minni upplög. Pappír, hvítt plast, glært plast og fl. þú velur! Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi midaprent@midaprent.is | midaprent.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.