Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 12.02.2018, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2018 Lengjubikar karla A-deild, riðill 1: Valur – Njarðvík................................ frestað A-deild, riðill 2: Breiðablik – ÍR......................................... 7:0 Arnþór Ari Atlason 19., 39., Gísli Eyjólfs- son 41., 47., 87., Viktor Örn Margeirsson 49., Arnór Gauti Ragnarsson 83. KA – Magni............................................... 2:0 Sæþór Olgeirsson 5., Daníel Hafsteinsson 44. A-deild, riðill 3: Leiknir R. – Haukar ................................ 1:4 Ágúst Freyr Hallsson 19. – Arnar Aðal- geirsson 11., Indriði Áki Þorláksson 16., Daði Snær Ingason 79., 81. A-deild, riðill 4: Fylkir – FH............................................... 2:1 Hákon Ingi Jónsson 12., Ragnar Bragi Sveinsson 86. – Steven Lennon 18. Lengjubikar kvenna A-deild: Valur – FH................................................ 4:0 Hlín Eiríksdóttir 7.,45., Ásdís Karen Hall- dórsdóttir 15.,77. England Everton – Crystal Palace 3:1 Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann fyrir Everton og skoraði fyrsta markið. Swansea – Burnley.................................. 1:0  Jóhann Berg Guðmundsson fór af velli á 85. mínútu í liði Burnley. Tottenham – Arsenal ............................... 1:0 Stoke – Brighton ...................................... 1:1 West Ham – Watford ............................... 2:0 Manchester City – Leicester................... 5:1 Huddersfield – Bournemouth ................. 4:1 Newcastle – Manchester United ............ 1:0 Southampton – Liverpool ........................ 0:2 Staðan: Man. City 27 23 3 1 79:20 72 Man. Utd 27 17 5 5 51:19 56 Liverpool 27 15 9 3 61:31 54 Tottenham 27 15 7 5 52:24 52 Chelsea 26 15 5 6 46:23 50 Arsenal 27 13 6 8 51:36 45 Burnley 27 9 9 9 21:24 36 Leicester 27 9 8 10 39:40 35 Everton 27 9 7 11 32:46 34 Bournemouth 27 8 7 12 31:41 31 Watford 27 8 6 13 37:47 30 West Ham 27 7 9 11 34:46 30 Newcastle 27 7 7 13 25:36 28 Brighton 27 6 10 11 22:36 28 Crystal Palace 27 6 9 12 25:42 27 Swansea 27 7 6 14 20:37 27 Huddersfield 27 7 6 14 23:47 27 Southampton 27 5 11 11 28:40 26 Stoke 27 6 7 14 27:53 25 WBA 26 3 11 12 21:37 20 B-deild: Middlesbrough – Reading ...................... 2:1  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 63 mín- úturnar fyrir Reading en Axel Óskar Andr- ésson er frá keppni vegna meiðsla. Bristol City – Sunderland....................... 3:3  Hörður Björgvin Magnússon kom inná á 90. mínútu í liði Bristol City. Aston Villa – Birmingham...................... 2:0  Birkir Bjarnason kom inná á 84. mínútu í liði Aston Villa. Staðan: Wolves 31 22 5 4 56:23 71 Aston Villa 31 17 8 6 48:27 59 Derby 31 16 10 5 48:24 58 Cardiff 30 16 7 7 45:27 55 Fulham 31 14 10 7 52:36 52 Bristol City 31 14 10 7 45:36 52 Preston 31 12 13 6 38:30 49 Sheffield Utd 31 15 4 12 44:37 49 Middlesbrough 31 14 6 11 40:29 48 Brentford 31 11 11 9 43:40 44 Leeds 31 13 5 13 42:39 44 Ipswich 31 13 5 13 43:41 44 Norwich 31 12 8 11 31:34 44 Millwall 31 9 12 10 36:34 39 QPR 31 9 9 13 33:44 36 Nottingham F. 31 11 2 18 35:50 35 Sheffield Wed. 31 7 13 11 32:38 34 Reading 31 8 8 15 34:41 32 Bolton 30 7 9 14 28:47 30 Birmingham 31 8 6 17 22:43 30 Hull 31 6 11 14 42:47 29 Barnsley 31 6 10 15 30:45 28 Sunderland 31 5 11 15 34:55 26 Burton 31 6 7 18 24:58 25 Ítalía Torino – Udinese .................................... 2:0  Emil Hallfreðsson kom inná á 79. mínútu í liði Udinese. Staða efstu liða: Napoli 24 20 3 1 54:15 63 Juventus 24 20 2 2 61:15 62 Inter Mílanó 24 13 9 2 40:19 48 Roma 24 14 5 5 38:19 47 Lazio 24 14 4 6 59:33 46 Sampdoria 24 12 5 7 44:32 41 AC Milan 24 11 5 8 34:30 38 Atalanta 24 10 7 7 36:28 37 Torino 24 8 12 4 35:29 36 Udinese 24 10 3 11 36:34 33x A-deild kvenna: Bari – Fiorentina ..................................... 0:3  Sigrún Ella Einarsdóttir lék ekki með Fiorentina. Belgía Charleroi – Lokeren ............................... 1:1  Ari Freyr Skúlason lék allan tímann með Lokeren. KNATTSPYRNA Sóknarleikur ÍBV mun alltaf skila þeim mörkum í seinni leik liðanna en það er spurning hvort vörnin og markvarslan ná að vinna jafnvel saman í útileiknum. Aron Rafn Eð- varðsson varði 19 skot í leiknum en möguleikar ÍBV eru alltaf fyrir hendi ef Aron Rafn spilar vel, enda er hann einn besti markvörður Ís- lands. Þriggja manna stórskotalið Eyjamenn eru með þriggja manna stórskotalið fyrir utan í sínum sókn- arleik, tveir af þeim, Agnar Smári Jónsson og Sigurbergur Sveinsson, hittu á góðan leik á laugardag og gerðu báðir sjö mörk. Róbert Aron Hostert stjórnaði leik liðsins mjög vel og getur eflaust bætt mörkum við sinn leik úti í Ísrael. Einn leik- maður kom vel á óvart, Friðrik Hólm Jónsson; skoraði fjögur mörk og átti mjög góðan leik, bæði varn- arlega og sóknarlega, í fjarveru Grétars Þórs Eyþórssonar, sem lá veikur heima. Theodór Sigurbjörns- son, hornamaður ÍBV, hefur oft nýtt sín færi betur en hann skilaði þó sex mörkum og á helling inni. Með þessa leikmenn er allt mögulegt í þessari keppni. Tók mig svakalega í gegn „Sjö marka sigur er sterkt, þetta er hörkulið, þeir eru stórir og sterk- Eyjamenn eiga góða möguleika  ÍBV vann ísraelska liðið Ramhat með sjö marka mun í Áskorendakeppni Evrópu Fögnuður Eyjamenn fagna með stæl eftir sigurinn gegn Ramhat Hasharon. Í EYJUM Guðmundur Tómas Sigfússon sport@mbl.is ÍBV sigraði ísraelska liðið Ramhat á laugardaginn í Vestmannaeyjum með sjö marka mun, 32:25. Leik- urinn var sá fyrri af tveimur í 16- liða úrslitum Áskorendakeppni Evr- ópu. Fyrir leik bjuggust Eyjamenn við líkamlega sterku liði sem myndi berja á þeim, sú varð raunin en þar að auki byrjuðu gestirnir mjög vel sóknarlega og leiddu í upphafi leiks. Eyjamönnum tókst fljótt að ná yfirhendinni í leiknum og þegar stressið fór úr leikmönnum liðsins byrjuðu sóknirnar að líta vel út og vörnin náði að stoppa klóka leik- menn Ramhat. Fljótt varð ljóst að leikmenn gestaliðsins væru hörkutól en þeir fengu að líta tvö rauð spjöld í leiknum, auk átta tveggja mínútna brottrekstra. ÍBV fékk einnig átta tveggja mínútna brottrekstra. Möguleikar ÍBV eru góðir fyrir seinni leikinn, ekki einungis vegna þess að liðið er mun sterkara í handbolta en Ramhat, heldur einnig fyrir þær sakir að þrír leikmenn ísr- aelska liðsins gætu verið í banni í seinni leiknum. Þeirra sterkasti línumaður er í banni út þetta einvígi eftir fólskubrot í 32-liða úrslitum keppninnar. KÖRFUBOLTI Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætti Bosníu-Hersegóvínu í þriðju umferð undankeppni EM 2019 í Sara- jevo á laugardaginn. Eftir sveiflu- kennda frammistöðu íslenska liðsins fór það svo að Bosnía-Hersegóvína fór eð 97:67-sigur af hólmi. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og leikurinn var jafn og spenn- andi í fyrsta leikhluta. Eftir því sem leið á leikinn þéttist vörn bosníska liðs- ins og leikmönnum þess íslenska gekk æ verr að finna leið að körfu heima- kvenna. Það var eingöngu Helena Sverris- dóttir sem fann fjöl sína í sóknar- leiknum, en hún skoraði til að mynda 13 af 14 stigum íslenska liðsins í öðrum leikhluta. Jafnræði var enn með lið- unum þegar þau gengu til búnings- herbergja í hálfleik, staðan var þá 40:36 fyrir Bosníu. Síga fór svo á ógæfuhliðina hjá ís- lenska liðinu í seinni hálfleik, en þá losnaði um Maricu Gajic, öflugasta leikmann bosníska liðsins. Auk þess var þriggja stiga nýting bosníska liðs- ins afar góð, einkum og sér í lagi í þriðja leikhluta. Bosnía-Hersegóvína náði 22 stiga forystu í þriðja leikhluta og eftir það var aldrei spurning hvor- um megin sigurinn myndi enda. Munum læra af þessum leik „Við byrjuðum vel í leiknum og mér fannst við spila nokkuð vel í fyrri hálf- leik. Vörnin hélt á þeim kafla og sóknin mallaði svo með. En í seinni hálfleik datt botninn undan hjá okkur og þær fóru að setja skotin sín niður og sóknin okkar átti engin svör við sterkri vörn þeirra. Þetta var óþarflega stórt tap, en við lærum af þessum leik,“ sagði Helena í samtali við Morgunblaðið, en hún var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum með 32 stig. Morgunblaðið/Eggert Atkvæðamikil Helena Sverrisdóttir dró vagninn í sóknarleik Íslands gegn Bosníu-Hersegóvínu, en hún var stigahæsti leikmaður liðsins með 32 stig. Kaflaskipt fr  Fleiri leikmenn þurfa að taka af skarið í þremur leikjum undankeppninnar  Ísland Sarajevo, undankeppni EM kvenna- landsliða, laugardaginn 10. febrúar 2018. Gangur leiksins: 2:0, 5:2, 12:11, 18:18, 22:22, 28:24, 36:25, 40:36, 47:40, 54:44, 63:46, 72:50, 79:55, 87:59, 91:64, 97:67. Stig Bosníu: Marica Gajic 31, Kapor 15, Deura 11, Dzebó 10, Dznic 7, Brcaninovic 7, Vranic 6, Delic 2, Ki- zer 2, N.Delic 2, Klusic 2, Babic 2. Villur: 25. Bosnía – Í Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum, Áskorendakeppni Evrópu, 16-liða úr- slit, fyrri leikur. Gangur leiksins: 2:1, 2:3, 5:6, 8:8, 11:11, 15:14, 18:15, 21:16, 22:19, 24:21, 28:23, 32:25. Mörk ÍBV: Sigurbergur Sveinsson 7/2, Agnar Smári Jónsson 7, Theo- dór Sigurbjörnsson 6/1, Friðrik Hólm Jónsson 5, Andri Heimir Frið- riksson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Róbert Aron Hostert 2, Daníel Griff- in 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/2. Utan vallar: 16 mínútur. Mörk Ramhat: Amit Yehuda Gal 7/4, Milan Pavlovic 6, Yuval Katz 4/1, Niv Levy 3, Tal Gera 2, Ben Liberty 1, Dan Nathan 1, Hadar Masliyah 1. Varin skot: Mihailo Radovanovic 9/1, Niv Fichlovic 1. Utan vallar: 16 mínútur. Dómarar: Carlos Cabrejas og Igna- cio Sánchez frá Spáni. Áhorfendur: 450. ÍBV– Ramhat 32:25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.